Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 19
Ég skil ekkert. Eigum við að hittast og fá okkur kokkteil, vina mín? Mörgum árum síðar, þegar Julie leit til baka til þessarra daga, voru það oftast nær sval- irnar á Alpenstadt, sem hún sá fyrir sér: Hún sjálf og gamla konan. Tvær skuggamyndir í rökkrinu á svölunum, leikandi sinn hlálega leik. Um sólarlagsbil sjötta daginn kom Cecilia Thorpe í ljós, vel snyrt og fersk, svartklædd með glitrandi silfurútsaum á blúss- unni sinni. — Það var síminn, Julie. Hún hafði látið rannsaka hann og nú var verið að gera við hann. Hún hafði hringt til George í Luzern úr símanum niðri í forsalnum. — Og geturðu ímyndað þér! Um morguninn fór Nancy Purdue að kaupa sér klukku og — hvað heldurðu, hún steig út af gang- stéttarbrúninni og lenti með fót- inn niður í holu og sneri á sér fótinn. Þá erum við laus við Purdue-fólkið. Mér þykir verst, að þú skildir eiga svona langan og leiðinlegan eftirmiðdag. Og Julie, þú misstir af dálitlu. Skemmtilegasta upphlaupi, sem hægt var að hugsa sér. Þetta var alveg stórkostlegt. Alveg ein- stakt. Hann bara stóð þarna og hló að mér. Um hvað ertu að tala, Cecilia? Þarna þessa kvikmynda- konu. Guð má vita, hvað hann hefur gert henni, en í miðjum forsalnum, innan um allt fólkið, bókstaflega sprakk hún. Og mál- ið, sem hún talaði! Það er að segja, ég varð að geta mér til þess, þar sem hún skammaðist auðvitað á frönsku, en það var ekki hægt að misskilja. Og svo sigldi hún út úr herberginu, og hvarf. Fóru þau bæði? — Nei, hann er kyrr. Hann er sjálfsagt einhverskonar alþjóða Don Juan. Eftir kvöldmatinn fór Julie að leita að herra Simpson. Hann var ekki finnanlegur í forsalnum og síminn í herberginu hans svaraði ekki. Hún hafði ekki séð hann í matsalnum. Hann hafði heldur ekki skilið eftir nein skilaboð í afgreiðslunni. Næturafgreiðslu- maðurinn var viðskotaillur og fúll. Hún spurði eftir Noessler, en hann var ekki meira við þetta kvöldið. Julie datt í hug, að Simpson ætlaðist sennilega til að hún hitti hann við dyrnar. Hún flýtti sér þangað, en herra Simpson var þar ekki heldur. Auðvitað var hann ekki þar. 1. ágúst: Þjóðhátíðardagur Sviss .Dagur, sem í upphafi var fegurstur og glaðastur allra daga í Alpenstadt. Það sem gerði hann svona fagr- an og glaðan fyrir henni var Poul Duquet. Hann hringdi og vakti hana klukkan átta. Bonjour, Mademoiselle. Munið þér eftir mér? Poul Du- quet? Við hittumst í lestinni frá París. Ég hef verið hér í Alpen- stadt í nokkra daga. Já, Jég veit það, svaraði hún brosandi. Hann spurði, hvort hún vildi koma og stinga sér með honum i sundlaugina og borða síðan morgunmat með honum. — Mér þykir það leitt. En ég get það því miður ekki. Meðan baðvátnið rann, stóð hún við guggann í þunna nátt- kjólnum sínum, dáðist að fögr- um morgninum og velti því fyrir sér, hvers vegna hún hefði af- þakkað boð hans, Hún sat ein- mana yfir morgunverðinum og óskaði þess, að hann gerði nýja tilraun. Því það var ekki aðeins einkar fallegur dagur, heldur var þetta einnig hátíðisdagur og á hátíðisdögum finnur fólk betur til einmanaleiks síns en endra- nær. í mjúkum, rósrauðum, erma- lausum kjól, sat hún þarna og skynjaði einmanaleik sinn eins og blæðandi sár. Borðin voru skreytt með litlum, svissneskum fánum og eilífðarblómum. Á hverju borði lágu einnig vélrit- aðir sneplar, undirskrifaðir af hótelstjórninni, þar sem skýrt var frá hinum ýmsu hátíðabrigð- um, sem fram áttu að fara í sam- bandi við þjóðhátíðardaginn. Það átti að vera flugeldasýning og um kvöldið átti að kveikja varðelda á fjallstindunum. Hún sat og horfði á skýlaus- an himininn og heyrði ekki í honum fyrr en hann dró fram stól, sneri honum við, settist öfugt á hann og brosti við henni með eðlilegum eða meðvituðum strákslegum þokka, glæsilegur ungur maður með kornljóst hár og lífleg, sjálfsörugg, brosmild blá augu. Má ég tylla mér? Þér hafið þegar gert það. Qui. Hann brosti breitt. - Það ræður enginn við mig. Það leit kannske ekki þannig út í gær ... en kannske í dag. Hún þarna frænkan, sem ég sé þig venju- lega með hún er .. . hann gerði hjálparvana hreyfingu. Hún er einnig óstöðvandi, sagði Julie, hlæjandi og nokkuð hugsi yfir þessarri skyndilegu ólgandi gleði, sem fyllti hana þvert ofan í vilja hennar. Síðan lagði hún fyrir sig þá spurningu, hvers vegna það væri á móti vilja hennar? Framhald á bls. 55. VIKAN G. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.