Vikan

Issue

Vikan - 11.02.1965, Page 22

Vikan - 11.02.1965, Page 22
— Þú ert einkennileg kona, sagði hann. Hann tók um mitti hennar og dró hana að sér. Hún losaði sig óbolin- móð. — Hlustaðu á það sem ég ætla að segja þér! — Þú ert ekki lengur betlikerling, heldur hefðarkona sem gefur fyrirskipanir sínar. Allt í lagi: Ég er þér til þjónustu, Marquise. Og ég skil hvað þú ætlar. Á hverjum á ég að byrja? Á Brienne? Ég man, að hann var vanur að gera hosur sínar grænar fyrir Mademoiselle de la Valliére. Og hann dreymdi um að láta mála hana sem Magdalenu. Siðan getur konungurinn varla þolað hann. Svo við eigum auðvelt með að steikja Brienne í matinn handa hans hátign. Hann sneri fölu, laglegu andliti sínu i austur, móti rísandi sólinnú — Já, það ætti að vera hægt fyrir mat. Prentsmiðja Maitre Gilberts vinnur hratt, þegar um það er að ræða að margfalda bergmál tanna- gnísturs míns gegn yfirvöldunum. Hef ég nokkurntíma sagt Þér, að sonur Maitre Gilberts var dæmdur í galeiðurnar fyrir langa löngu? Guð má vita fyrir hverskonar smámuni. Og það kemur sér ljómandi vel fyrir okkur. Hann dró gamla gæsafjöður fram úr pússi sínu og byrjaði að skrifa. Dagurinn var að byrja. Bjöllur kirknanna og klaustranna hringdu með gleðihreim til Angelus. Þegar kom fram á morguninn, var konungurinn á leið frá kapell- unni og gekk I gegnum biðstofuna ,þar sem beðið var eftir honum. Hann sá, að steingólfið var þakið hvitum sneplum, sem vandræðalegur þjónn var að tína upp, eins hratt og hann gat. Þegar hann kom örlítið lengra, að stigunum, sem lágu niður til íbúðar hans, rakst hann á samskonar miða og lét í ljósi óánægju sína. — Hvað á þetta að þýða? Það rignir hér pergamenti eins og haustlaufi á Cours-la-Reine. Látið mig hafa þetta. De Crequi hertogi steig fram rauður eins og hanakambur. — Yðar hágöfgi. Þessi þvættingur er algjörlega marklaus. — Aha! Látið mig sjá hann, sagði konungurinn og hélt óþolinmóður fram hendinni. — Eitthvað meira af níðskrifum, eftir þetta fjárans rennusteinsskáld i Pont Neuf, sem rennur eins og áll milli fingra lög- reglunnar og heppnast að koma saur sínum inn í höll mína, undir fætur mina. Látið mig hafa þetta. Já, þetta er penninn hans! Þegar þér sjáið lögreglustjórann og hans hágöfgi fógetann í Parls, megið þér flytja þeim mínar beztu árnaöaróskir.... Sitjandi við matarborðið, ríkulega búið, setti Lúðvík XIV pappírs- snepilinn fyrir framan sig. Prentsvertan var enn svo blaut, að hún sat á fingrum hans. Konungurinn var mikill matmaður og hafði fyrir löngu lært að dylja tilfinningar sínar, svo matarlyst hans lét ekki truflast af utanaðkomandi áhrifum. En þegar hann hafði lokið lestrinum, rikti þögn í herberginu, þar sem hirðmennirnir töluðu venjulega glaðlega við meistara sinn. Þögnin varð þung eins og steinn. Pésinn var skrifaður á ruddalegu, óhefluðu máli, en hvert orð stakk eins og rýtingur. Þar var sagt frá ævintýri Monsieur de Brienne, háttsetts hirðmanns í þjónustu konungsins, sem var ekki ánægður með að reyna að ræna „huldumeynni með álfahárið" frá húsbóndanum, sem hann átti alla hluti að þakka, ekki ánægður með að stofna til hneykslis með fram- komu sinni við konu sína, heldur hafði farið til matstofu í rue de la Vallée-de-Misére, kvöldið áður. Þar hafði þessi riddaralegi ungi maður og félagar hans fyrst ráðist á ungan kökusala og rekið hann í gegn með sverði sínu. Síðan höfðu þeir ráðizt á veitingamanninn, sem hafði dáið af sárum sínum, sært frænda hins síðarnefnda í höfuðið, nauðg- að dótur hans og höfðu að lokum kórónað meistaraverkið með því að kveikja í veitingastofunni, svo nú var ekkert eftir nema askan. — Við heilagan Denis! hrópaði konungurinn. — Ef þetta er satt, verðskuldar Brienne gálgann. Hefur einhver meðal ykkar heyrt um þessa glæpi, herrar mínir? Hirðmennirnir stömuðu, og sögðust lítið vita um atburði næturinnar. Konungurinn svipaðist um, þangað til hann kom auga á ungan hirð- svein, sem var að hjálpa til við að bera á borðið og spurði hann hreint út: — Þú barnið mitt, sem ert áreiðanlega forvitinn og hnýsinn eins og sæmir þínum aldri, segðu mér eitthvað af því sem sagt var á Pont Neuf í morgun. Unglingurinn roðnaði, en svaraði án þess að verða mjög vandræða- legur: — Yðar hátign, það er sagt, að framburður rennusteinsskáldsins sé fullkomlega sannur og þetta hafi gerzt í gærkveldi i kránni Rauða Gríman. Ég var sjálfur dð koma heim, eftir að hafa skemmt mér með vinum mínum, þegar við sáum logana og hlupum til að sjá eldinn. En hettumunkarnir höfðu þegar náð yfirráðum yfir honum. Það er allt á öðrum endanum í hverfinu. — Var sagt, að nokkrir aðalsmenn hefðu kveikt eldinn? — Já, en það veit enginn nöfnin, vegna þess að þeir voru með grímur. — Hvað veiztu fleira? Augu konungsins þrengdu sér inn í heila drengsins. Unglingurinn skalf af ótta við Það, að hann myndi segja eitthvað sem kæmi sér ó- þægilega fyrir hann. En hlýðinn skipun þessara konunglegu augna, drúpti hann höfði og hvislaði: — Yðar hátign, ég sá lík litla kökusalans. Hann var dáinn og mag- inn á honum var galopinn. Kona dró hann út úr eldinum og hélt honum í örmum sínum. Ég sá einnig frænda veitingamannsins með bundið um höfuðið. — Og veitingamaðurinn? — Þeir náðu ekki líkama hans úr eldinum. Fólk segir.... Hirðsveinn- inn reyndi að brosa í þeirri von að geta létt skap meistara síns. — Fólk segir að þetta hafi verið hæfilegur dauðdagi fyrir veitingamann, sem eingöngu seldi gióðarsteikta fugla. En andlitssvipur konungsins var stöðugt jafn og frosinn, og hirðmennirnir brugðu í flýti höndum fyrir varir sínar til að dylja brosin. — Færið Monsieur de Brienne fyrir mig, skipaði konungurinn. — Og þér, herra minn, sagði hann og sneri sér að de Crequi hertoga, — færið Monsieur d’Aubrary eftirfarandi fyrirskipanir: I fyrsta lagi að safna öllum upplýsingum um atburði síðustu nætur og færa mér skýrslu undir eins. 1 öðru lagi, hver sá sem selur eða ber á sér þessa snepla, skal þegar í stað tekinn höndum og fluttur til Chatelet, og að lokum: Hver sá, sem staðinn er að því að taka upp og lesa einhvern þessara snepla, mun verða refsað þunglega og á yfir höfði sér málssókn og fangavist. Ég krefst Þess einnig, að þegar í stað verði gripið til allra tiltækra ráða til að hafa hendur i hári prentarans og mannsins, sem kallaður er Claude le Petit. De Brienne greifi fannst heima hjá sér, þar sem þjónar hans höfðu háttað hann ofan í rúm. Hann var nú að sofa úr'sér vimuna. — Kæri vinur, sagði de Gesvres markgreifi og lögregluforingi. — Ég neyðist til að framkvæma skipun hans hátignar, þótt mér sé það þvert um geð. Þótt ekkert ákveðið hafi verið sagt, held ég að ég sé í raun og veru kominn til að taka þig höndum. Og hann hélt Ijóðinu, sem hann hafði verið að lesa á leiðinni, upp að andliti hans. — Þá er öllu lokið, sagði Brienne loðmæltur. -— Fréttir eru fljótar að berast í þessu konungdæmi! Ennþá hefur mér ekki heppnazt að losna við áhrif vínsins, sem ég drakk í þessari andskotans krá, en samt er komið að því að borga reikninginn. — Monsieur, sagði Lúðvík XIV. — Af ýmsum ástæðum er samtal við yður mér mjög á móti skapi. Við skulum ekki draga það meir á langinn en nauðsynlegt er. Viðurkennið þér eða viðurkennið þér ekki, að hafa tekið þátt í þeim aðgerðum, sem skýrt er frá í þessum snepli? — Yðar hátign, ég var þar, en ég vann ekki öll þessi ódæðisverk. Rennusteinsskáldið sjálft viðurkennir, að ég er ekki sá, sem myrti litla kökusalann. — Hver gerði það þá? De Brienne þagði. — Mér þykir vænt um, að þér skuluð ekki kasta á aðra þeirri á- byrgð, sem Þér eigið yðar ríkan þátt í. Ég sé það á andliti yðar. Því miður fyrir yður, Monsieur, voruð þér svo óheppinn að vera þekktur. Svo þér verðið að borga fyrir hina. Fólkið hvískrar og pískrar.... Og það hefur ástæðu til þess. Það verður að fullnægja réttlætinu og það strax. Eg vil, að fólk geti sagt á Pont Neuf í kvöld, að Monsieur de Brienne sé i Bastillunni og að honum verði refsað þunglega. Persónu- lega er ég ánægður með að losna við andlit, sem ég hef átt stöðugt erfiðara með að þola. Þér vitið hversvegna. Vesalings Brienne andvarpaði, og hugsaði um þessa litlu fáfengi- legu kossa, sem hann hafði reynt að stela frá hinni blíðlyndu la Valliére, meðan hann hafði enn ekki hugmynd um aðdáun húsbónda síns á þess- ari fallegu stúlku. Það þýddi, að hann var hvorttveggja í senn; að gjalda fyrir saklaust daður og blygðunarlaust svall. Einn aðalsmaður Parísar í viðbót hafði ástæðu til að bölva penna rennusteinsskáldsins. Á leið til Bastillunnar, var vagninn, sem flutti de Brienne, stöðvaður af hópi fisksölukvenna á markaðstorginu. Þær veifuðu sneplinum með níðvísunum og flatningshnífum sínum jafnt, og kröfðust þess að þeim yrði afhentur fanginn, svo þær gætu meðhöndlað hann á sama hátt og hann hafði farið með vesalings Bourjus. Brienne dró fyrst andann léttar, þegar þung fangelsishliðin lokuð- ust á eftir honum. En næsta morgun rigndi hvítum blöðum á ný, yfir París. Blóðið þaut til höfuðs konungsins, þegar hann fann eitt eintak undir diskin- um sínum, þegar hann var í þann veginn að leggja af stað til Cours-la- Reine á dádýraveiðar. Dádýraveiðunum var frestað og Monsieur d’Ol- onne, yfirveiðistjóri konungsins, hvarf í öfuga átt við það, sem hann hafði ætlað. Það er að segja, í stað þess að fara til Cours-la-Reine, fór hann upp Cours Saint-Antoine, á leið til Bastillunnar. 1 dag var hann nefndur með nafni, og sagt að það hefði verið hann, sem hafði haldið Maitre Bourjus, meðan hinn síðarnefndi var myrtur. Sérhvern dag, skal einn upptelja, alla þrettán pína og kvelja en þann sem meiddi og drenginn deyddi dánumann, sem braut og eyddi, hann að lokum hef ég falan. — Hver drap litla kökusalann? Svo kom röðin að Lauzun. Nafn hans var hrópað á götunum, þegar hann var í vagni sínum á leið til fundar við konunginn. Péguilin skip- aði þegar í stað að snúa hestinum við og snúa til Bastillunnar. — Gangið frá íbúðinni minni, sagði hann við fangelsisstjórann. — En yðar hágöfgi, ég hef ekki tekið á móti neinum fyrirskipunum varðandi yður. — Þér munuð fá Þær. Látið yður ekki detta annað í hug. — En hvar er handtökuskipunin á yður? Hér, sagði Péguilin og rétti Monsieur de Vannois prentaða papp- írssnepilinn, sem hann hafði rétt í þessu keypt fyrir tíu Sous af tötra- legum betlara. De Frontenac kaus að flýja, fremur en að bíða eftir því að röðin kæmi að honum. De Vardes réði honum eindregið frá því að grípa til þeirra ráða. — Flóttinn er sama og játning. Það dæmir þig að eilífu. En ef þú heldur áfram að haga þér eins og þú værir saklaus, gætir þú kannske sloppið í gegnum þetta. Sjáðu mig. Ber ég áhyggjurnar utan á mér? Ég geri að gamni mínu. Ég hlæ. Enginn grunar mig, og konungurinn sjálfur hefur trúað mér fyrir því, hvað hann hafi miklar áhyggjur af þessu. — Þú hættir að hlægja, þegar röðin kemur að þér. — Ég hef það á tilfinningunni, að hún komi ekki. „Alla þrettán pína Framhald á bls. 39. 22 VXKAN 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.