Vikan

Issue

Vikan - 11.02.1965, Page 24

Vikan - 11.02.1965, Page 24
LÆRÐI HJÁ DEAN RUSK Heiðurinn af því að vera fyrsta fegurðardrottning íslands ó frú Kolbrún Jónsdoítir, eiginkona Gísia Halldórssonar, verkfræðings, og dóttir Jóns Þorleifssonar, listmálora. VIKAN heimsótti þau hjónin um s.l. jól og rabbað var um liðna tíð yfir glasi af Dry Sack sherrv og kökubita. Kolbrún var búin að vera í 4 ár í Bandaríkjunum, við nám í skúlptúr við AAil.s College í Oakland. Hún hefur erft listfengi föður síns í ríkum mæli. enda gekk henni mjög vel í skólanum og hlaut þar jafnan stvrk til námsins. Að sjálfsögðu var þar fleira kennt en aðeins að móta myndir í leir, og má nefna að ekki minni maður en Dean Rusk, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kenndi henni þar sögu. En þessari skólaveru var lokið. þegar fegurðarsamkeppnin fór fram í Tívolí, undir berum himni og auðvitað í kalsaveðri, og verðlaunin voru svo sem ekkert til að státa af: Alklæðnaður — eins og það var kallað. Ekki mun hún þá hafa áformað að gera sér meiri mat úr keppninni en þann, að njóta spenningsins í sambandi við hana og kannske heiðursins af að vera feguist kvenna á landi hér. Því var þá heldur ekki til að dreifa, þvi þetta var fyrsta keppn- in og engin sambönd þá við svipuð samtök erlendis. Þau Gísli eiga saman dreng og telpu, og búa í þægilegu einbýlishúsi við Skóla- braut á Seltjarnarnesi. Margt hefur að sjálfsögðu drifið á dagana hjá þeim báðum, og ekki sízt vegna starfs hans. sem hefur krafizt ferðalaga og vinnu víða um heim, og í Bandaríkjunum hefur Gísli m.a. starfað um skeið á vegum flotans, fundið upp ýmsar tæknilegar nýjungar og staðið fyrir smíði geysistórra tækja. O Ko'brún Jónsdéttir. Myndin er tskin um svipað leyti og kcppnin var. Ko’brún og Gisii Haiidórsson, ásamt börnum þeirra. O

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.