Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.02.1965, Side 32

Vikan - 11.02.1965, Side 32
HÚN VARÐ 5. Á LANGASANDI Sigrún Ragnars heitir stúlkan, sem varð fyrir valinu árið 1960, Ijós- hærð og björt yfirlitum, hæg og róleg ( fasi, broshýr og kvenleg og býður af sér góðan þokka. Sigrún fór til Bandaríkjanna og komst þar í úrslit í keppninni á Long Beach og varð nr. 5. Henni bárust að sjálfsögðu margskonar tilboð um atvinnu eftir það, og það varð úr, að hún fór í sýningar- ferð víða um lönd og komst m.a. alla leið til Filippseyja, þar sem hún sýndi tízkufatnað ásamt öðrum stúlkum. Eftir að hún kom heim aftur, fór hún að vinna hér sem fyrirsæta og sýningarstúlka, var um tíma afgreiðslustúlka í verzluninni hjá Tízku- skólanum, og hver sá, sem hringir í síma 24380, heyrir rödd, sem segir: „Olíufélagið, góðan daginn!" Og getið nú hver á röddina . . . Sigrún er nú gift Gísla Arnasyni, endurskoðanda, og þau búa að Grundarstíg 8. Hvernig sem á því stendur, þá væri synd að segja, að Sigrún hafi verið hrifin af því að komast núna aftur í VIKUNA. Hún segist vera orðin þreytt á þessum látum í sambandi við fegurðarsamkeppnina og helzt vilja fá að vera í friði. Samt hefur hún einhvern pening upp úr því svona við og við, að sitja fyrir hjá Ijósmyndurum, þegar þeir eru að búa til auglýsingamyndir og svoleiðis, svo að enn eimir eftir af afleið- ingum keppninnar. Sigrún í keppninni (Nr. 7), ásamt keppinautunum. 'i Sigrún í keppninni, ásamt stjórnanda hennar, Einari A. Jónssyni. Nýleg mynd af Sigrúnu. l) SIGRUN RA6NARS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.