Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.02.1965, Qupperneq 54

Vikan - 11.02.1965, Qupperneq 54
BRILLð stálsvömpum sem GLJÁFÆGIR potta og pönnur jafnvel fljótar en nokkru sinni fyrr. Já? Nei? Hvenær? Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikn- ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND- ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er ósk- að sem við takmarkanir þeirra. C. D . INDICATOR Pósthólf 1238 — Reykjavík. Sendið eftirfarandi afklippu til C. D. INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvik, og vér sendum yður að kostnaðarlausu allar upplýsingar. Nafn .................... Heimili.......... VIKAN 6. tbl. þau voru talin þrjátíu og þrjú og hálfu betur. Sjálfspyndingaprósessíur þess- ar misstu þó töluvert af helgi- Ijóma sínum von bráðar, þar eð þær urðu fljótlega athvarf alls- konar óþjóðalýðs, sem öllu frem- ur kaus að beita svipunum á náungann en sjálfan sig. Svo var göngufólk af báðum kynjum og léttklætt þar á ofan, og hafði það auðvitað vissar freistingar í för með sér. Flýtti páfinn sér þá að banna göngurnar og var jafnvel beitt dauðarefsingu gegn þeim, er þráuðust við að láta af því hátterni. — Þess má geta, að bæði göngurnar og Svarti dauði yfirleitt lögðu Ingmar Bergman i hendur mikið efni í myndina Sjöunda innsiglið, er sýnd hefur verið í þessu landi meðal annarra. Ekki eru menn á einu máli um, hve stór hluti Evrópumanna hafi látizt i Svarta dauða, enda erfitt að fullyrða nokkuð um það, þar eð manntöl voru ekki nákvæm á þeirri tíð. Sumir telja að tala dauðra hafi numið 25 milljónum, aðrir fullyrða, að þriðjungur álfubúa hafi látizt i plágunni. Áhrif hennar, félags- leg og efnahagsleg, urðu mjög víðtæk, og eru enn mikilvægt rannsóknarefni sagnfræðinga. Hinn mikli manndauði liafði í för með sér alvarlegan skort á vinnuafli, sem aftur leiddi til þess, að liinar vinnandi stéttir kröfðust hærri launa, en slíkt likaði yfirstéttunum ekki frem- ur en endranær. Þessar andstæð- ur urðu hvað skarpastar i Eng- landi, og leiddu til uppreisnar bænda og landbúnaðarverka- manna 1381. Einn er sá þjóðflokkur, sem öðrum fremur má hugsa Svarta dauða þegjandi þörfina, en það eru Gyðingar. Ofsóknir kristinna á hendnr þeim liófust fyrst að ráði á krossferðatímunum, i sambandi við trúarhita þann, sem þá fór sem logi yfir akur. En í kjölfar plágunnar miklu jukust þrengingar Gyðinga um allan helming. í Frakklandi kom upp sá kvittur, sem fljótlega breiddist víða um lönd, að pest- in stafaði af því, að Júðarnir hefðu eitrað alla brunna. Þetta þótti auðvitað sennilegt, til hvers var líka ekki því fólki trúandi, sem líflátið hafði sjálfan Guðs Son? Var þá ekki að sökum að spyrja, að Gyðingar urðu nú að þola ofsóknir, sem tóku fram öllu öðru á miðöldum, bæði fyrr og siðar. Þannig voru allir Gyðingar í Strassburg, tvö þús- und talsins, brenndir lifandi samkvæmt dómi borgarráðsins, og víðar var farið svipað að. Flýði þá fjöldi Gyðinga austur á bóginn til Póllands og Tyrkja- landa. Margir skyldu nú ætla, að pest- in hefði að minnsta kosti látið eitt gott af sér leiða — stöðv- að styrjöld Englendinga og Frakka. En þvi fór fjarri. Ekki var Svarti dauði fyrr genginn um garð en þessir herskáu þjóð- flokkar voru farnir í hár sam- an aftur, og fór svo fram með litlum hvíldum um heillar ald- ar skeið, enda er styrjöldin í sögunni nefnd hundrað ára stríðið. Þar komu fram hetjur eins og Svarti prinsinn, Bert- rand du Guesclin og Hinrik fimmti, að ógleymdri sjálfri Heilagri Jóhönnu. Allt þetta stríðsfólk var stórum smáhögg- ara en hinn mikli austræni fjöldamorðingi, enda orðið stór- um vinsælla í sögunni. Enda þótt Svarta dauða linnti upp úr 1351, þá hélt hann sig þó í nálægð mannkynsins lengi enn; allt fram undir aldamótin 1400 var hann öðru hvoru að gjósa upp í ýmsum löndum álf- unnar, þótt óviða yrði hama- gangur hans svo mikill sem i fyrstu heimsókninni. Að minnsta kosti tókst kaupmanni einum, norskum eða íslenzkum, er Ein- ar hét Herjólfsson, að verða sér úti um pestina einhversstaðar úti í löndum árið 1402 og hafði hana svo með sér til íslands. Einar kom út í Hvalfirði, en þaðan breiddist sóttin um Suð- urland og siðan landið allt. Varð hún engu síður bráðdrepandi hér en á meginlandi álfunnar hálfri öld áður. Er svo að sjá, að hún hafi lagzt á okkur svip- að og Asiumenn, með igerð í lungum og blóðrennsli úr vitum, því engar heimildir hérlendar geta um kýlin, sem einkum ein- kenndu drepsóttina í öðrum löndum álfunnar. Hámarki náði pestin hér á landi árið 1403, en er leið á næsta ár tók henni loks að létta. Telja sumir, að þá hafi þriðj- ungur landsmanna verið fallinn í valinn af völdum hennar, aðr- ir allt að tveimur þriðju. Margar hrollvekjandi sögur eru sagðar af hernaði Svarta dauða hérlendis, og gefa þær hvergi eftir þeim, sem sagðar eru annarsstaðar úr álfunni. Þannig eyddi Skálholtsstað fjórum sinnum af fólki, svo ekki lifðu eflir nema tveir og þrir hverju sinni. í Hólabiskupsdæmi varð slikt mannfall meðal presta, að ekki lifðu eftir nema sex þeirra. Læknisráð fundust eng- in nema áheit á guð og helga menn, og þótti duga skammt. Sem nærri má geta, voru þjóð- félagsleg áhrif drepsóttarinnar mikil hér sem annarsstaðar. Margir misstu nú alla ættmenn sína og urðu stórauðugir, með því að þeir erfðu þá alla. Bar það þannig við, að gervallar jarðeignir í heilum sveitum komust í hendur eins eða fárra manna. Telur Espólín, að þetta efnahagslega umrót hafi spillt þjóðinni mjög og gert það að verkum, að „aflagðist allur á- hugi til annars frama en auðs“, Sunfie?K APPELSÍN SÍTRÓN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.