Vikan - 25.02.1965, Side 6
á M.MJJUfc
Mayfag
Innbyggður bakarofn með
timarofa, grilli, Ijósi og gleri
í hurð.
HOIV1JMSJ isl
Mayfag
Eldhúsvifta með viðarkola-
síu með Ijósi og tveim
hraðastillingum.
H O fvl AIN f-j
Maylag
2 venjulegar og 2 sjólfvirkar plötur
með 12 hitastillingum og timarofa
á einni plötu upp í 10 klst.
Mjög
góðir greiðsluskilmálar
VANTAR SMÁVEGIS AÐSTOÐ.
Kæri Póstur!
Þetta kemur kannske af seint
út, en ég held, að það sé alltaf
tímabært að ræða um þessa hluti.
Ég á við skattskýrsluna. Ég hef
nú gert mitt bezta til fylla hana
út, og ég hef ekki svikið undan
nema svona smávegis, sem mér
finnst ekki þurfa að koma fram.
Ég fæ víst nóg samt. En samt
sem áður er ég í bannsettum
vandræðum. Þetta er svo mikið
reikningsdæmi og verður allt að
passa svo vel saman, að maður
veit aldrei hvar maður stendur.
Ég vil helzt gera þetta vel og
vandlega, og ekkert múður og
mas, en það er bara hægara sagt
en gert. Segðu mér: Er hvergi
hægt að fá lipra aðstoð við svona
útfyllingar? Ég veit að hægt er
að snúa sér til skattstofunnar, en
það dugar ekki ef maður ætlar
að svíkja undan 10—20 þúsund.
Hvernig á ég að haga mér í
málinu?
Drómi.
--------Nú er ég hræddur um
að þú verðir að hafa þinn liöf-
uðverk sjálfur, Drómi minn. Mér
er ekki leyfilegt að ráðleggja þér
neitt, sem ekki þolir opinbera
gagnrýni. Sjálfur er ég ekki í
neinum vandræðum, því ég hef
ekkert til að fela — því miður.
En ertu ekki orðinn alltof seinn
að skila skýrslunni?
HELDUR í STÆRRA LAGI.
Kæri Póstur!
Ég er 14 ára og er 112 kg og
178 cm á hæð. Ég þjáist mjög út
af þessu. Heldurðu að ég stækki
meir? Viltu gefa mér ráð við
þessu. Og engan skæting.
Ein örvæntingarfull.
--------Jú, vissulega. Þú gætir
stækkað svo sem í tvö ár enn og
ekkert er því til fyrirstöðu, að þú
verðir um 300 kg og 225 cm á
hæð. Nei, það vill nú svo til, að
við kunnum ekki ráð við þessu.
Leitaðu læknis strax.
LANGT BRÉF - OG EKKERT SVAR.
Kæra Vika!
Ég sé að þú gerir svo margt
fyrir lesendur þína. Kannske
nærð þú til hans, sem ég kvaddi
í „m.s. Esju“ og sé enn íyrir
mér með tár í augum og sorg-
mæddan. Þann, sem gaf konunni
sinni tannaför sín mótuð í Htið
bleikt sápustykki á Hótel Skjald-
breið. Þann sem skrifaði langa
bréfið í haust en fékk ekki svar.
Kærkomnar væru nokkrar línur
frá honum.
Þökk fyrir birtinguna.
Þ.S.
— — — Vonandi sendir hann
nokkrar línur — og eitt fallega
bitið sápustykki.
HAFA SKAL ÞAÐ SEM
SANNARA REYNIST.
Þegar ég var að lesa Vikuna,
53. tbl. 1964, og kom að þættin-
um „Gamlar myndir“ datt mér
í hug, að ekki væri úr vegi að
senda ykkur mynd, er ég sá fyr-
ir nokkrum árum á heimili for-
eldra minna. Myndin er af nið-
urjöfnunarnefnd Reykjavíkur um
1920. Ég hafði varla sleppt þess-
ari hugsun, er ég sá þessa mynd
á bls. 31, en þar er hún sögð
vera af gömlum skólabræðrum.
Þessir menn eru sko ekki að rif ja
upp gamlar endurminningar,
heldur eru þeir saman komnir
til að ákveða útsvör íbúa höfuð-
borgarinnar, og held ég, að þá
hafi skattaframtöl ekki þekkzt,
heldur hafi verið lagt á „eftir
efnum og ástæðum" eingöngu.
Því var nefndin svona fjölmenn.
Að lokum: Maðurinn lengst til
hægri í aftari röð er Hannes
Ólafsson, kaupmaður.
Virðingarfyllst,
Ólafur í. Hannesson.
— -----Þökk fyrir leiðrétting-
una, Ólafur. Sendandi myndar-
inn hefur haft rangt fyrir sér og
við vissum ekki hót, til hvers
þessir menn voru saman komnir.
Og meðal annarra orða: Vikan
vill gjarna fá gamlar myndir til
birtingar og greiðir 150 krónur
fyrir stykkið, séu þær nothæfar.
En fyrir alla lifandi muni: Ekki
meira af Teofani-myndum.
HVERSU ÉG LAS.
Kæri Póstur!
Hversu ég las frá einum skrif-
andi yðar kvartaði hann, að það
væri ekki hægt að fá upplýsing-
ar um Barracuda tégund frá
Chrysler. Kannski get ég hjálpað
yður með meðfylgjandi blaðaúr-
klippingu. Einnig vantar mér að