Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 5
Hún dró pakka upp úr vasanum á regnkápunni sinni og rétti honum hann. Hann kveikti á eld- spýtu, og þegar hann hafði fengið glóð í sígarettuna, hélt hann logandi glóðinni upp að andliti sínu og sagði beisklega: - Maður er svo sem orðinn eldri, er það ekki? Kinnarnar voru orðnar grófar og augun innfallin. Hinn forni Don Juan frá Dixie Belle var nú fölur og feitur miðaldra maður, með gráan hárlubba niður á gagnaugun. EFTIR LUCILLE FLETCHER - 8. HLUTI höfuð þýzkrar fjölskyldu. Hann var að vísu ennþá neðanjarðar, en hann var þess virði að berj- ast fyrir hann, maður sem hægt var að treysta. Þegar hún var á leið til kvöld- verðar heyrði hún, um leið og hún fór framhjá barnum, há- værustu og fjörlegustu músík, sem hún hafði nokkru sinni heyrt þessa hljómsveit spila. Hún leit inn. Tónlistarmennirnir spiluðu í hröðum, háttbundnum takti og augnaráð þeirra var eins og neglt við hörkulegu veruna, sem sner- ist á litla dansgólfinu. Það var frú Montgomery, framstæðar tennui’nar naktar í breiðu brosi; eins og gömul, grá meri, sem nartar eftir gæzlumanni sínum. Hún gat ekki verið degi minna en sjötug. Og hún dansaði jitter- bug af ölum lífs og sálar kröft- um. Dansfélaginn, sem snerist í kringum hana og sneri henni í kringum sig, var ekki Poul Duquet, heldur matsveinninn, sem Julie hafði séð svo oft koma út úr eldhúsinu og grípa um tærnar á sér. Nú var hann klædd- ur í galabuxur og köflóttan sportjakka í grænum litum. Hann dansaði jitterbug eins og hann var dansaður árið 1941. Þau voru ein á gólfinu og einu vitnin að dansi þeirra voru hljómsveitarmennirnir. Julie starði eins og dáleidd á þegar matsveinninn þeytti Montgom- ery frá sér og kippti henni svo aftur að sér, snéri henni einn hring enn og kastaði henni yfir Öxl sína. Hún féll í hrúgu á gólf- ið flissandi, en hann dró hana aftur upp og þyrlaði henni af stað. Allt í einu fann Julie að henni var hrint til hliðar, Poul Duquet þaut fram hjá henni inn á barinn, þreif í hálsmál kokks- ins og henti honum að borðplöt- unni. — Helvítis svínið, hrópaði hann ofsareiður. Reiðilegur á svip hörfaði mað- urinn í áttina að hljómsveitar- pallinum, Síðan beygði hann snöggt til hliðar og hvarf út um dyr þjónustufólksins. Hljómsveit- in snöggþagnaði í miðju lagi og tók að spila annað rólegra. Hlægjandi og flissandi með kafrjótt og svitastorkið andlit leyfði frú Montgomery Poul, að leiða hana til borðs. Julie steig eitt skref í áttina til þeirra. —• Poul... byrjaði hún ráðvillt. Hann veifaði henni reiðilega burtu. Þegar hún gekk burt sá hún hann tala með æsingi við gömlu konuna og slá með hnef- anum í borðið. Julie gekk inn í matsalinn. Fyrir utan einn þjón var hún ein í stóra salnum. Regndrop- arnir runnu eftir stóru rúðun- um. Það var svalt í salnum og bergmálaði undan fótataki þjóns- ins. Hún var fegin, þegar frú Montgomery kom inn að lokum með sjal um axlirnar. Hún sett- ist við stórt, hvítt borð, fyrir sex, lengst frá Julie í hinum end- anum á salnum. Poul lét ekki sjá sig. í daufu ljósi matsalarins var roskna konan beinlínis geðbil- uð að sjá. Varir hennar kippt- ust til og frá og mynduðu an- kanaleg bros. Hún sat og þvaðr- aði við sjálfa sig og skálaði við alla tómu stólana við borðið. Einu sinni lagði hún gráa höf- uðið niður á borðdúkinn og eitt andartak eða tvö var ekki annað séð en að hún kjökraði. Þjónninn sagði eitthvað við hana og hún; rétti úr sér aftur. Julie afþakkaði eftirréttinn, og án þess að bíða eftir kaffinu gekk, hún upp stigann. Þegar hún var næstum komin að herberginu sínu, heyrði hún símann hringja. Hún fálmaði í örvæntingu eftir lyklinum, rak hann í skrána, þeyttist yfir gólfið og reif sím- tólið af. Er þetta frú Julie Thorpe? Að Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.