Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 48
 I SMÁSAGA EFTIR SARAH MACLEAN óskadraumur minn rættist, væri allt miklu einfaldara Gangið þið með tálmyndir í maganum? Óskamynd af ykkur sjálf- um, — ein og þið vilduð vera, en eruð ekki? Þetta er það sem kvelur mig. Mig dreymir um unga stúlku sem er mikið Ijóshærðari, hærri og grennri en ég. — Og óendanlega mikið öruggari í framkomu . . . Þessa stúlku kalla ég Melindu, það nafn hlaut ég reyndar í skírn- inni. En strax á leikskólaaldri var ég kölluð Melly. Það var frú Alsopp sem stundum passaði mig, sem stóð fyrir þessari nafngift. — Þetta er ekki Melly mín, var hún vön að segja. ef ég gerði eitthvað af mér, eins og til dæmis þegar ég datt í gullfiskatjörnina, rétt eftir að hún var búin að klæða mig í hreinan og nýstrokinn kjól. Eða þegar hún reyndi að ná af mér leikföngum nágrannabarnanna. Og það sorglega er að hversdagsnafnið Melly passar mér miklu betur, en hið glæsilega Melinda. Melinda gæti aldrei staðið með hælalausa skó í höndunum, þegar hún væri boðin út. Melinda myndi líka alltaf halda sér grannri, og ýta frá sér mé@ tígulegri hreyfingu freistingum eins og súkkulaði, þeyttum rjóma og valhnetutertu. Melly gat með miklum erfiðsmunum hafnað súkkulaði og þeyttum rjóma, en hún féll óhjákvæmilega þegar valhnetutertan var á boðstólum. Eftir tuttugu ár hefði ég átt að vera búin að sætta mig við Melly, en það var ekki því að heilsa, ég losnaði ekki við þessa dagdrauma um Melindu. Og þetta versnaðj um allan helming eftir að ég hitti Robert Mezies aftur. Við Robert áttum heima í sama bæ þangað til hann var tíu og ég átta ára. Þá tilbað ég hann. — Og nú, — tólf árum síðar hafði hann nákvæmlega sömu áhrif á mig, — ég varð máttlaus í hnjánum. Þetta var í desember. Eg hafði verið hálft ár í London og eignazt marga kunningfa. Einn þeirra hafði boðið mér í afmælisboð, og ég hélt að ég væri að sjá sýnir þegar ég allt ! einu kom auga á Róbert. Hann varð líka dálítið undrandi þegar hann sá mig. — Sæl og blessuð Melly, hvað gerir þú hér í borginni? — Vinn á auglýsingaskrifstofu. En þú? — Sölumaður við stórt vöruhús, sagði hann og bætti við í sömu andrá: — Manstu þegar við veðjuðum um það hvort okkar gæt fyrr borðað bollu sem hékk á bandi. Þú vannst með yfirburðum, en þú varst súr af því að bollan var gömul. — Hvort ég man! Þú getur ekki ímyndað þér hve montin ég var yfir því að vinna, það skeði nú ekki svo oft. — O, jæja, ég var nú eldri, sagði hann hæversklega. Við höfum alveg gleymt okkur við æskuminningarnar þegar Vivien birtist. Róbert hætti að tala í miðri setningu og sjálfsálit mitt rann út, eins og smjör í sólskini. Vivien var eins og draummynd, dökk- brúnt hárið fagurlega sett upp í hnút og kjóllinn mjög fleginn. Suð- ræn fegurð hennar og örugg framkoma kom mér fljótlega niður á jörðina, úr rósrauðum skýjunum sem ég hafði svifið á um stund. — Við Melly borðuðum saman fyrsta sleikjubrjóstsykurinn okkar, sagði Róbert um leið og hann kynnti mig fyrir henni. — En rómantískt. Hún hafði líka fallega rödd, djúpa og hljóm- fagra. — Það hafði nú ekki svo mikið með rómantík að gera, fullvissaði Róbert hana um og lagði handlegginn innilega um mittið á henni. Þegar ég sá þau svífa út á dansgólfið verkjaði mig hreinlega. En var nokkur von fyrir mig, þar sem Vivien var annars vegar? Melinda hefði verið verðugur mótstöðumaður, hún hefði getað lokk- að Róbert frá henni með einu augnaráði. En ég var bara Mellý, og Róbert vék ekki frá Vivien allt kvöldið, þangað til við vorum að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.