Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 19
hér einhvörjum sveitarmanna fyrir peninga börnunum til uppihalds, — eður þó með einhverju móti börn- unum til nota — eður hvört ekkjan og börnin skulu hafa sinn helming hvört um sig, ef fyrir peninga seld- ur væri. Fortalið er mér að ýmislegt lausa- góss, þó þarflegt, sem hún átti hér geymt í þessari sveit, sé hún búin að leggja með sér til Olafs og hafa ei hennar börn gagn þar af, þar þau áttu þó helming af því. Mundi þá órýmilegt þó börnin nyti hests- ins eður þeirra peninga, sem fyrir hann kæmu, ef seldur væri? Bið ég minn herra vildi til segja hvörsu þetta kann og skal afgjör- ast. — Ég verð so að andraga auðmjúk- lega fyrir yður, háborni herra, hvört ég skal ekki halda mér eft- irrettanlegan landleigubálk 18da cap., allt so lengi sýslumanninum hr. Lýð Guðmundssyni þóknast að brúka mig hér fyrir sinn umboðs- mann. — Allt hvað ég kann innfært hafa af fávizku og vankunnáttu í þetta mitt bréf, ásamt hin 3, á annan veg en vera átti, so háborn- um herra, bið ég auðmjúklega minn herra mér forláta og vona í auðmjúkri undirgefni að fá náðugt andsvar uppá þessi mín skrif. Ég í fullri von um náðuga bæn- heyrslu forblíf í djúpustu uridir- gefni yðar hávelborinheita. auðmjúkasti þénari. Hörgslandi, d. 22. janúarí 1787. Pétur Sveinsson. 4. Það hefur verið óyndisleg að- koma, þegar Sólveig Halldórsdótt- ir leitaði skjóls á eyðibýlinu Syðri- Vík, krappur kostur í vændum. Hún hefur þó varla lagt upp úr Land- eyjum í eintómu fyrirhyggjuleysi, aflað sér einhvers mjölvarnings. Treint það ungann úr sumrinu, drýgt með ætijuríum og rótum, sem safnað var úti í náttúrunni. Hún er samt óbrotin og vill fá tæki- færi til að halda sjálfsbjargarvið- leitninni áfram. Þess vegna leitar hún á náðir sæmdarhjónanna á Austara-Hrauni. Ólafur meðhjálp- ari hefur þau bein ( nefi að láta sér í léttu rúmi liggja, þó að hrepp- stjórarnir ýfist við honum og veiti honum ákúrur fyrir slettirekuskap. Sú varð reyndin á, að Solveig var ekki flæmd úr Kleifarhreppi. Vorið 1787 fer hún að Kárstöðum f Landbroti. Þau hýrast þar eitt ár, hún og Gunnsteinn, eldri sonurinn. Bústofninn var óbeysinn og þess að vænta. Hesturinn er horfinn úr eigu hennar, hvernig sem það hefur gerzt. [ hans stað er komin kýr. Það var eini lífsbjargargripurinn á býlinu því. Frá Kárstöðum fóru þau í eyði- bæ í Mörtungu og voru þar tvö ár. Lifandi peningur á búnaðarskýrslu: 1 kýr og 1 ær. — Seinna árið f Mörtungu fermdist Gunnsteinn. Móðir hans hefur búið hann undir fermingu og er ekkert undan því kvartað, að uppfræðslu í kristnum fræðum sé ábótavant. Henni hafa þó verið mislagðar hendur og ekki beinlínis talin þeim vanda vaxin að búa soninn vega- nesti. Tæplega sanngirni að vænta slíks í þeim eymdarhag, sem mátt- arvöldin deildu henni. Fermingarvors Gunnsteins Sig- urðssonar minnist eldmessuprestur- inn svo í ævisögu sinni: ,,Nú meðan venjulegur ferða- tími yfirstóð, var ég með bærilegri heilsu, svo ég gat bæði stungið kekki í garða og hlaðið þá með litlum dreng til léttirs mér, er Gunn- steinn heitir, gott mannsefni, ef vel væri upp alinn af móður sinni, sem þó ekki er." En hér dregur líka til lykta í búskap Solveigar. Ef til vill hefur þrákelkni hennar við hokrið verið af þeim metnaði, að vilja skila hlut sínum í uppeldi sonanna, láta ekki undan síga, fyrr en annar þeirra yrði fullgildur matvinningur hjá vandalausum, án þess að sveitarfélagið ætti hönk í baki hans. Bændur í hreppnum höfðu rétt við búskap sinn, svo að margur sem baslaði einyrki, sóttist eftir að ráða til sín vinnuhjú. Það var því ekki vandkvæðum bundið að hola sér niður, þegar brugðið var. Solveig Halldórsdóttir er ann- arra hjú í Kleifarhreppi í hálfan annan áratug. Varla hefur þá alls- staðar verið mulið undir hana: konu, sem var karlmannsígildi að dugnaði, eins og Lýður sýslumað- ur lýsti þreki hennar. Þeir húsráð- endur, sem hún vann, hafa verið ósviknir af verkum hennar, þó að hún gerðist roskin. Enda getur hún valið úr vistum á velmegandi heim- ilum. Þegar sálnahirðirinn getur henn- ar í sinni sauðabók, er hegðun hennar og kunnáttusemi á einn veg: Hún var sögð malandamikil og margfróð. En það eru einmitt eigin- leikar, sem þóttu betri en engir í fásinni og einangrun íslenzkra bæja. Það var stundastyttir á kvöld- vökum að hlýða á sögur og rím, eða minningar úr horfinni t(ð. Synir hennar voru vinnumenn hjá ýmsum búendum í hreppnum. Eink- um hafði Gunnsteinn vistaskipti. Þar mun mest hafa ráðið sérvizka og öfuguggaháttur, sem bólaði snemma á í fari hans. Vits var honum ekki vant, sjónæmur að upplagi, kallaður „skarpsinnugur." Þeir eru teljandi, sem fá slíka eink- unn hjá síra Bergi gamla Jónssyni á Prestbakka. Gunnsteini Sigurðssyni hefur ver- ið svo lýst: „Hann var Ijósgulur á hár og skegg og var því kallaður Gunnsteinn guli eða Guli Gunn- steinn". „Hann var meðalmaður að vexti bæði að hæð og gildleik." Björn Sigurðsson var ekki jafn- ingi bróður síns í andlegu atgervi, en líklegri til gæfu og manndóms. Um tvítugsaldur eignaðist hann laundóttur. Hún ólst upp hjá móður sinni, en faðirinn sá til hennar eins og skyldan bauð að þeirra tíma hætti. Liðu svo ár og fer ekki leynt, að Björn kemur sér vel og er vax- andi maður. Eftir að Solveigu bagaði elli, var hún á vegum sona sinna, oftast heimilisföst þar sem annar hvor þeirra var vistráðinn. Hún fylgdi fremur Birni, átti betur skap saman við hann en hinn soninn. Ættarein- kenni hennar og Gunnsteins eru Ijósari, brestir sameiginlegir og kostir keimlíkir í andlegri gerð og skaplyndi, svo að árekstrahætta vokaði yfir höfði þeirra í daglegri umgengni. Björn Sigurðsson kvæntist haust- ið 1810 Vilborgu dóttur Jóns bónda f Svínafelli í Nesjum Sigurðsson- ar,- hún var ein margra barna af fyrra hjónabandi hans. Hafði al- izt upp hjá Ingibjörgu föðursyst- ur sinni og manni hennar Gissuri Hallssyni á Hvoli í Fljótshverfi. Ný- giftu hjónin hreiðruðu um sig í húsmennsku á Fossi. Solveig hvarf í hornið til þeirra og hefur víst von- að, að athvarf yrði þar f aldur- dómnum. Annáll 19. aldar árið 1813: „Maður varð úti undir Eyjafjöllum." Það bar við á þorra, að austur á Síðu ferðbjóst maður suður á land, hverra erinda er ekki lengur vitað. Hann hefur birkistöng í hendi, klæddur sortuðum buxum og tví- hnepptri peysu blárri með látúns- hnöppum, bláröndóttur klútur um háls, og yzt fata sortuð úlpa. Á brjóstinu lá bænakver þegar hann fannst. Þetta var Björn Sigurðsson hús- maður á Fossi. ( stórhríð 9. febrúar gekk hann helgöngu við Sólheima- sand. Líkið var flutt að Eystri-Skóg- um. En sitthverju úr ferðaföggum Björns safnað saman austur að Sólheimum. Um vorið var dánarbúið gert upp. Sauðkindur voru nærri fjöru- tíu, ein kýr og kvíga, þrjú hross. Dauðir hlutir drýgri en ætla mátti hjá húsmennskufólki, sem nýlega hafði sett saman. Búið hljóp á rúma 187 ríkisdali, þar frá skuld- ir og kostnaður, en til skipta komu 152 dalir. Ekkjan átti helming þar af, hinn helmingurinn skiptist milli Solveigar og Gunnsteins. Laundóttirin fékk ekki arfalóð. Nú víkur frásögn til Gunnsteins Sigurðssonar. Hann hefur færzt í aukana með kenjar og sérvizku, gætir þess einkum eftir að hann fór að sækja á fertugsaldurinn. Kveður svo rammt að þessum á- göllum, að hann er jafnvel sagð- ur „óviðkunnanlegur." En hann hef- ur á prjónunum ráðagerðir, sem varða framtíðina. Þetta sama vor tók hann á leigu hálflendu ( Bakkakoti í Meðallandi; Þykkvabæjarklaustursjörð, land- skuld 30 álnir, fylgdi hálft kúgildi. Hann flutti móður sína ( kotið og þessi sérvitringur lumar á dálitlu meðlæti: Það er ráðskona á þrí- tugsaldri. Ráðskonan í Bakkakoti hét Guð- rún og var Gdmsdóttir, Ormssonar. Móðir hennar Halldóra dóttir síra Þorláks prests á Kirkjubæjarklaustri Sigurðssonar. Guðrún var af fyrra hjónabandi, ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Jóni eldra Sverrissyni frá Rauðabergi í Fljóts- hverfi. Gunnsteinn hafði á yngri árum verið tvö ár vinnumaður é Selja- landi hjá Jóni Sverrissyni og Hall- dóru Þorláksdóttur. Þá sagði sókn- arherrann um Jón bónda: „Veit veg lífsins nokkurn vegin." Tæpum ára- tug síðar strauk hann frá konu og börnum, svo að efast verður um ratvísi hans. Vafalaust hefur Guðrún Gríms- dóttir farið í Bakkakot vegna dá- leika við Gunnstein. En það kom stundum fyrir, að eldur dó undir felhellu ( hlóðum. Það er einnig gömul og ný saga, að ástarglóð kulnar ( hjartanu. Eða bíður lægri hlut ( andhverfum örlögum. Það verður stutt í búskap Gunn- steins í Bakkakoti. Guðrún Gríms- dóttir gekk honum úr greipum, því að þeim var aðeins skapað að skilja. 5. Haustið 1816 er Solveig Hall- dórsdóttir á Arnardrangi. Næsta vor fór hún að Skaftárdal, og sá Gunnsteinn um að leggja henni framfærslueyri — væntanlega eru það eignir gömlu konunnar sjálfr- ar, eftirhreytur af arfinum eftir Björn heitinn. Árið 1820 er ölið af könnunni, bóndinn ( Skaftárdal neitar að halda Solveigu lengur. Eftir öllum sólarmerkjum virðist Gunnsteini vera þungt fyrir fæti að sjá til móð- ur sinnar. Verður það eina ráð til- tækt, að hann flytur hana á Kleif- arhrepp og tilsegir hreppstjóranum. Framliald á bls. 28. VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.