Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 34
Verktakar - Húsbyggjendur ALCON dælurnar létta yður störfin við hvers konar byggingaframkvæmdir. Þar sem dæia þarf vatni eða sjó, auðvelda ALCON dælurnar verkin og spara ótrúlega mikla vinnu. Þær eru auðveldar í notkun, hafa lógan brennslukostnað og hafa reynzt framúrskarandi vel. SOGBARKAR, SÍUR OG FRÁRENNSLISSLÖNG- UR í MIKLU ÚRVALI. ALCON daelurnar eru byggðar fyrir mikil afköst við erfiðustu cðstæður. ALCON 1" dælurnar afkasta um 7000 lítrum á klukkustund. Rafmagnsdælur fyrirliggjandi í ýmsum stærðum og gerðum. Gílsi Jónsson & co. h.f. Skúlagötu 26 — Sími 11740. átt stefnir þú? spyr Sagan. Brigitte hnyklaði brúnirnar og sat hugsi um stund. — Til frelsisins. — Ég kaus frels- iði Hún þagnaði og hló vandræða- lega. — Mér finnst ég hafa heyrt þessa setningu áður. — Hvað mér viðvíkur, þekki ég aðeins eina kynslóð, — mína eigin, sagði Sagan blátt áfram. — For- eldrar mínir eru sprengfull af kát- ínu, þau eru feitlagin og hálfkæru- laus, og þegar ég heimsæki þau, líður mér betur þar en nokkurs- staðar annarsstaðar. Pabbi getur verið svo fyndinn að ég ætla að kafna af hlátri, við erum yfirleitt alltaf hlæjandi, þegar ég er hjá þeim. Þau skipta sér ekkert af því hvað ég geri . . . Hún yppti öxlum og baðaði út höndunum. Brigitte spurði: — Heldurðu að móðir þin hefði getað lifað sama llfi og þú? — Ef hvað? .... — Ef hún hefði haft sömu tæki- færi .... Sagan var undrandi um stund, en skildi svo að Brigitte meinti hvort hún gæti hugsað sér móður sína lifa samskonar lífi og hún sjálf lifði nú. — Nei, viðurkenndi hún. — Þarna sérðu, sagði Brigitte sigri hrósandi, — það er allt tölu- vert öðruvísi. — Auðvitað hefir þeirra líf verið öðruvísi en okkar. Mamma mín giftist mjög ung. En ég er viss um að hún hefir verið full af 'stráka- pörum, eins og ég. Hún er svo kát og fjörug. — Ég veit ekki hvernig þetta er, sagði Brigitte, alvarleg í bragði. — Mér finnst að nú til dags geti enginn skemmt sér við saklaus strákapör, — það er einhver kvíði allstaðar bakvið, sem ekki var til áður .... hver kvíði allstaðar, viðurkenndi Sagan. — Það skapar, hélt Birgitte áfram, — ég veit ekki hvað skal segja, — önnur sjónarmið, rugl- ingslegri. — Móðir mín heldur því fram, að hver kynslóð hafi sín vandamál, — það sé eingöngu undir heilsunni komið hvernig maður snúist við þeim. Þú gætir tekið þér þetta til inntektar. — En hvað meinarðu Bri- gitte, þegar þú segist hafa kosið frelsið. — Frelsi frá öllum sjónarmiðum, sagði Brigitte. — Hafa nógar tekj- ur af vinnunni. — Vera engum háð. — Ekki taka tillit til hluta sem eyði- leggja fyrir þér lífið. — Engar meg- inreglur, ég meina að ákveða ekk- ert fyrirfram. Alls ekki gera neitt vegna þess að það er hefðbundið, — að aðrir geri svona. Ég vil hafa mínar eigin skoðanir og lifa eftir þeim. Það var þó ein meginregla sem hún virti og vildi taka tillit til og bætti við. — Það er gott að særa ekki aðra. Það er sú eina gildandi regla. — Ertu trúuð? spurði hún. — Ég er kaþólsk, svaraði Sagan. — Ég er líka kaþólsk, en hálf- gerður trúvillingur, sagði Brigitte — Ég er fædd til kaþólskrar trú- ar, sagði Sagan til skýringar. — En ég trúi ekki á guð. Ég er kaþólsk- ur guðleysingi. — Ertu hvað! — Kaþólskur trúleysingi. Ég meina að ég er alin upp ( kaþólsk- um sið, en ég er ekki í raun og veru kaþólsk. Hún hafði fyrir nokkrum mán- uðum látið skíra drenginn sinn í Notre Dame kirkjunni. — Ég er nú samt ekki róleg út af þessum hlutum, hélt Sagan áfram. — Hugsunin um dauðann gerir fólk órólegt. Þegar ég hugsa um þetta. Hún þagnaði snögglega. — En það er ekki þar með sagt, að þótt þér líði illa út af þessari tilhugsun, að það sé einhver al- góður guð sem vefji þig örmum . . . — Hvenær misstir þú trúna? — Þegar ég byrjaði að hugsa um að skrifa skáldsögur, svaraði Sag- an. — Ég er sþmmála þér Franqoise. Ég segi ekki að ég sé alger guð- leysingi. Ég skil þetta ekki svo vel. Ég fer aldrei í kirkju. Ef ég trúi ein- hverju, þ átrúi ég því með sjálfri mér. — Án þess að tala um það við aðra. En það er erfitt, — erfitt að trúa. Brigitte hafði líka látið skíra drenginn sinn. — Það eru ekki svo mjög trúar- brögðin sem fara í taugarnar á mér, sagði Sagan. — Það er hug- myndin um guð, algóðan guð. Það er ekkert samhengi í því, þegar maður hugsar um allt sem skeður í heiminum. Til dæmis, það er auð- vitað gömul saga, voru ekki milljón- ir af Gyðingabörnum drepin í stríð- inu. Ef til er algóður guð, hvers- vegna lét hann þau kveljast og deyja, hvers áttu þau að gjalda? Eg er ekki hrifin af guði sem lætur slíkt ske! — Það er gott að hitta konu eins og þig, Franqoise, sem skilur vanda- mál mín, sagði Brigitte og brosti til Sagan. — Sem skilur hlutina. Þetta með helgisögurnarl — Og frelsið. Við ættum að gefa út yfir- lýsingu. Yfirlýsingu frjálsra kvenna. — Ágæt hugmynd, sagði Sagan. — Við ættum að skrifa þetta allt niður, svo fólk viti hverju við trú- um og hvað við höfum verið að segja. — Hún sneri sér að mér eins og til uppörvunar. — Er nokkuð sem við gætum bætt við? — Já, sagði ég, — hræðilega erfið spurning. — Hvað er það? spurði hún undrandi. — Kynferðismálin! Þetta kom þeim báðum til að hrópa upp yfir sig. — í New York, sagði Sagan, — spurði amerískur blaðamaður mig um hvaða hugmyndir ég hefði um ástamálin. Ég var þreytt á öllum spurningunum og svaraði: — Það er aðeins ein athugasemd sem hægt er að gera um ástina og það gerði Madame de La Fayette í bók sinni „La Princesse de Cléves". Hún sagði: „Moi? L'amour? Je le fais beaucoup mais je'n'y pense jamais." (Sem þýðir bókstaflega: Ég? — Ást? — Ég nota hana heilmikið, en hugsa aldrei um hana). — Dásamlegt, — sagði Bardot, syngjandi röddu. VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.