Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 26
3 agciiL FOLK A AD SOFA HJA H BRIGITTE BARDOT OGí FRAN< Þetta var kaldasta kvöld órsins. í ísbláu tunglskininu þaut bíllinn fram hjá Eiffelturninum, niður Camp de Mars sem var mannlaus og eyðileg þessa stundina, síðasta tímann fyrir mið- nættið, borgin virtist auð og frosin. Leigubílinn stanzaði nálægt Ecole Militaire. A heimili Franqoise Sagan var enginn heima, nema spænsk þjónustustúlka. Eg kom mér fyrir í gríðarstórri dag- stofu, sem helzt leit út fyrir að hafa gengið í erfðir frá ríkum foreldrum, settist og beið eftir Brigitte Bardot og Sagan. Þær höfðu aldrei hitzt þótt þær byggju nálægt hvor annarri, Bardot á hægri, Sagan á vinstri bakka Signu.Hvorki atvinna eða hið goðsagnalega samkvæmislíf fína fólksins í París, hafði leitt saman hesta þeirra. Það hafði tekið rúmt ár að undirbúa þetta tiltæki að reyna að ná þeim saman til viðtals,og nú síðasta mán- uðinn var það orðið spennandi kappsmál. Bardot hafði undanfarið sýnt almenningi allt að því fullan fjandskap og farið í felur, einna líkast Gretu Garbo. Sagan var eins og fælinn hestur, alltaf á verði og nú síðustu tvo dagana taugaveikluð við lokaæfingar á nýju leikriti. Aðalerfðileikarnir höfðu þó verið að koma sér saman um það hvar þær ættu að hittast. Báðar höfðu þær boðið hinni heim í gegnum mig, en hvorug þegið boðið. Hnúturinn var þó að lokum leystur á síð- ustu stundu með skilaboðum f*A Bardot. — Klukkan hálftólf? — tísti Sagan í símann, þegar ég tilkynnti henni hvenær Bardot gæti komið heim til hennar. — Næstum því miðnætti? — en hún samþykkti þó að lokum. Ég var hálfhræddur um að Sagan, sem gerði sér far um að láta mig skilja að hún væri algerlega ósnortin af mikilleik Brigittu Bardot, gæti sýnt stolt sitt á móðgandi hátt. Hún hafði samt bersýnilega meiri áhuga á að hitta Bardot, en Bardot hana. Bólstraðir stólar og sófar í dökkum litum voru dreifðir um stofuna. Þar voru engir skærir litir, — ekkert sem benti til að þarna byggi ung og nýtízkuleg kona. Falleg þýzk útgáfa af bókinni Dans un Moi Dans un An eftir Sagan lá á arinhillunni. Innarlega í stofunni var Ijósmáluð hengibúr og í því sat skjór á priki, ósköp hversdagslegur fugl sem skrækti við og við. Það var stungið lykli í skrána og inn kom Sagan. Hún er mjó eins og spíra, hárið dökkf og sérlega aðlaðandi bros á mjóleitri ,,Gosa" ásjónunni. Hún hafði farið úr leikhúsinum fyrir síðasta 20 VIKAN 10. tt)l, þátt, svo að hún væri komin heim í tæka tíð til að taka á móti Bar- dot. Við tókumst í hendur, — hún var greinilega feimin. Hún lagði frá sér lítinn pakka sem hún var með og bauð mér eitthvað að drekka, fór til að leita að þjónustustúlkunni, en kom fljótt inn aftur og fleygði sér í hægindastól, án þess að fara úr svartri klæðiskápunni. Hún talaði hikandi, sagði að eftir þetta leikrit yrði næsta verk sitt skáldsaga. Röddin er mjó og unglingsleg. Hún talar mjög óskírt, einskonar ógreinilegt tuldur, sem jafnvel Frakkar eiga erfitt með að skilja. Þetta óákveðna málfar eru eflaust leifar frá þeim tíma þegar henni átján ára gamalli var ýtt út í sviðsljósið, eftir útkomu Bonjour Tristesse. — Er hún venjulega stundvís? — spurði Sagan. Það voru liðn- ar þrjAr til fjórar mínútur yfir tímann. Ég yppti öxlum. — Þér vitið það ekki, muldraði hún. Nú heyrðist einhver koma inn, en það var Jean Groué, litli Ijóshærði einkaritarinn hennar Sagan, einvígisvottur hennar þetta kvöld. Sagan fór út úr stofunni til að fara úr kápunni og kom til baka klædd þykkri grárri peysu og dökkgráu tweed pilsi. Kald- ur dragsúgur fór eftir stofugólfinu, svo að það var kallað í stúlkuna til að kveikja í einhverju sem líktist fjölum úr appel- sínukassa í arninum. Bjallan hringdi, dyrnar opnuðust og inn kom Bardot, klædd hlýrri sauðskinnskápu og flatbotnuðum leðurstígvélum. Vingjarn- leg brún augun Ijómuðu af kátínu. Ljóst hárið var skift í miðju og tekið saman uppi á hvirflinum. Hún var með mjúkan gulan trefil um höfuðið og undir kápunni í grófri þykkri prjónapeysu í sama lit. Mjög grannir fótleggirnir voru klæddir þröngum Ijós- brúnum flauelsbuxum. Ég vissi mjög vel að það var ekki nauðsynlegt að kynna þær en sagði: — Franqoise, mig langar til að kynna þig fyrir Brigitte Bardot . . . Brigitte, þetta er Franqoise Sagan. — Hvernig gengur með leikritið? — spurði Bardot og sagði svo með glaðlegri ákveðinni rödd. — Ég sá mynd af þér í kvöld á forsíðu France-Soir. Þú varst umkringd af allskonar skemmti- legu fólki. Sagan gerði lítið úr þessu með handahreifingu og brosti hálfþreytulegu brosi, bersýnilega ánægð. k*

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.