Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 37
Brigitte í íbúðinni hennar í París, síðan rétt eftir að þau iéku saman í „La Vérité", fjórum órum áður. Hann var nú að enda við að leika aðalhlutverk í leikriti eftir Bertolt Brecht, og liklega að enda sambúð- ina við Brigitte. Brigitte skreið á fjórum fótum að sófanum þar sem Sami sat, og lagði höfuðið ástúðlega í kjöltu hans. — Ég skal segja ykkur nokkuð, sagði hún með fyrirlitningarsvip. — Þeir menn sem ég hefi þekkt, hefðu verið nákvæmlega jafnhrifn- ir af mér, þótt ég hefði verið búðar- stúlka. Þeir eru hrifnir af mér fyrir það sem ég er, en ekki útaf öllu þessu veðri, sem blásið er upp í kringum mig. — N'est-ce pas, Franqoise? Hún sneri sér mjög alúðlega að Sagcn. — Mundi það ekki vera það sama með þig? Sagan deplaði augunum við þessu. — Þú verður að læra að elska, sagði Brigitte rólega eftir stundar- korn. — Eg var alltaf á ferðinni, út um allt. Alltaf með áhyggjur út af því hvort ég mundi nokkurn tíma finna hina réttu ást. En smátt og smátt lærði ég. Smátt og smátt. Hún reis upp, gekk út að glugg- anurr og horfði út í náttmyrkrið. — Það er orðið framorðið, ég held það sé kominn tími til að koma sér í rúmið. Einn eftir annan stóð á fætur. ! dyragættinni kvöddust þær. Sagan og Brigitte, tókust í hendur kurteis- ar, brosandi og dálítið hátíðlegar, eins og góð börn — Við þurfum að hittast aftur, sagði Brigitte. — Já, já, sagði Franqoise með áherzlu. — Hringdu mig upp. — Þú hrestir nú upp á samkvæm- ið í kvöld, sagði ég við Brigitte á leiðinni út. Brigitte Ijómaði af ánægju. — Ég er nú vön því að hafa frekar hress- andi áhrif á fólk, sagði hún glað- lega. Hún vafði treflinum um höfuð sér og bretti upp kragann og svo stikuðum við út í ískalda nóttina. ★ Greifahöl! fyrir 2 krónur Framliald af bls. 11. „Panstwowa Wysza Szkola Teatralna i Filmowa w Lodzi, en það þýðir frítt útlagt: Ríkis kvikmynda og leikaraháskólinn í Lodz. Þetta er þekktur skóli víða um lönd, og þaðan hafa komið margir leikstjórar, sem hafa náð miklum frama og sum- ir heimsfrægð, eins og t.d. Munk, Wajda og Kawalerowicz." „Það er náttúrlega ekkert að marka ,þótt ég þekki ekki þessa herramenn . . . .“ „Nei. En þeir eru vel þekktir meðal þeirra ,sem nokkuð þekkja til kvikmynda. Almenningur tek- ur yfirleitt ekki mikið eftir því hverjir stjórna töku myndanna, sem þeir sjá. Það eru stjörnurn- ar, sem fólk tekur mest eftir. En meðal kvikmyndafólks eru þessir leikstjórar frægir. Nokkr- ir minna skólafélaga eru þegar orðnir þekktir, eins og t.d. Pol- anski, Szczechura og . . .“ „Ég held þetta dugni, Þránd- ur, ég get hvort sem er ekki bor- ið þetta fram, hvað þá heldur skrifað það. Segðu mér eitthvað um námið.“ „Þetta er mjög strangur skóli, og miklar kröfur gerðar til nem- enda. Það eru líka margir, sem falla milli bekkja. Til dæmis um þetta er, að umsækjendur um inntöku í skólann eru 500—700 á hverju ári. Af þeim eru valdir 100—150, sem fá að vera á 6 vikna undirbúningsnámskeiði. En það eru aðeins um 15, sem komast inn í skólann. Skólinn útskrifar svo kannske 10 manns á ári. Hinir fimm hafa fallið ein- hversstaðar á leiðinni. Kvikmyndadeildin skiptist í þrjár aðaldeildir, fyrir tilvonandi kvikmyndatökumenn, kvik- myndaleikstjóra og framleiðend- ur (pródúsenta)." „f hvaða deild varst þú?“ „Ég var í leikstjóradeildinni. Þar lærir maður bæði leikstjórn og töku. Að sjálfsögðu mýmörg önnur fög. Við vorum t.d. með 18 faggreinar fyrsta árið. Þú var skólinn í 60 klukkutíma á viku. Annað árið var hann 40 tímar, það þriðja þrjátíu, en það fjórða aðeins nokkrir fastir tímar.“ „Og eitthvað hafið þið gert af kvikmyndum í skólanum?" „Já, það er fast prógram. Fyrsta árið gerum við tvær stutt- ar myndir, annað árið tvær að- eins lengri, og svo þyngist þetta hvað af hverju. Þriðja árið gerir maður svo prófmynd og setur upp sjónvarpsþátt. Þama er auð- vitað um allskonar kvikmyndir að ræða, fræðslumyndir, kennslu- myndir, kynningarmyndir, leikn- ar myndir, myndir með tón eða án tóns, litmyndir eða ekki, teiknimyndir o.s.frv.“ „Hvað hefur þú svo gert af myndum, Þrándur?" „Að sjálfsögðu fyrst og fremst það, sem skylda var að gera vegna námsins. Svo tók ég kynn- ingarmynd hér heima ásamt skólabróður mínum fyrir nokkr- um árum. Henni var vel tekið í Póllandi og fékk önnur verðlaun á sýningu. Hún hefur nú verið seld til 22 landa.“ „Eitthvað fáið þið fyrir þetta, að sjálfsögðu. Hvað ertu að gera núna?“ „Ég er aS taka mynd hérna heima, sem er nokkurskonar meiraprófsmynd, eða diplóm- mynd. Þegar hún er búin, þá sendi ég hana til skólans, og ver hana þar eins og hverja aðra rit- gerð.“ „Námið og skólavistin . . . var það ekki dýrt?“ NYTT! YTT! VIKAN 10. tbl. gij

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.