Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 27
OtOBSE SAGAN RÆÐAST VIÐ Stóri, dökki, þýzki fiárhundurinn hennar kom inn í stofuna, rann á óminn af ókunnum röddum. Hann fór beint til Brigitte og þefaði af henni með miklum ákafa. — Eg veit, sagði Brigitte með sönglandi rödd. — Þú finnur af mér hundalykt. O. K. — allt í lagi. Ég gefst upp. Oui, oui, oui, ég er með hundseðli. Ég veit að það er hundalykt af mér. Hundurinn elti Brigitte um stofuna og þefaði stöðugt af stíg- vélum hennar. — A ég að kynna þig fyrir henni? sagði Brigitte við hundinn í glaðlegum espandi tón. — Við skulum reyna að finna fyrir þig lítinn sætan stelpu hund. Er það það sem þú vilt? Ég skal reyna að tala við Guapa fyrir þig. — Guapa var lítill bastarður, sem hún hafði kjaftað út úr klónum á hundafangara, suður á Spáni fyrir fimm órum. — Hér er fullt af dýrum, sagði Birgitte og gekk að búrinu til að skoða skjóinn. — Hann er fallegur, þessi. Stúlkurnar gengu að arninum og báðar hlömmuðu þær sér á gólfið, Brigitte sneri bakinu f eldinn, sem logaði glaðlega. Groué sat á stól og sömuleiðis Christine Brierre, staðgengill Brigitte, sem hafði komið með henni. Hún var smávaxin falleg stúlka með gáfuleg blá augu. Hún hafði hætt við að fara út í sveit, eins og hún var vön að gera hvern föstudag, tii þess að vera viðbúin ef hún þyrfti að koma f staðinn fyrir Brigitte meðan á þessu samtali við Sagan stóð. — Hvernig líður barninu? spurði Brigitte allt í einu. — Hann er hér, hann sefur, svaraði Sagan. — Denis? spurði Brigitte, án efa hafði hún lesið í dagblöð- unum hvað drengurinn hét. Sagan staðfesti nafnið. Hún hafði líka kannazt við nafnið á hundi Brigitte, líka úr blöðunum. Þótt báðar stúlkurnar sýndu að þær hefðu lítið álit á þessum vinsælu blöðum, var þó auðsætt að þær lásu þau. — Er hann lítill? hélt Brigitte áfram. — Hve gamall er hann? — Sex mánaða. — Minn er fjögra ára. Ég er gömul, sagði Brigitte og gretti sig. Bardot er þrítug, átta mánuðum eldri en Sagan. — Ég er heilmikill crapette spilari þessa dagana, sagði Brigitte. (Crapette er eins konar Langavitleysa, mikið spilað f Frakklandi.) — Það er spil fyrir gamlar konur, — ömmur. Og það er eiginlega það eins sem ég spila núorðið. Milli þess sem ég þarf að fara á sviðið spilum við, ég og herbergisfélagi minn Crapette f frí- stundunum. Það er skemmtilegt fyrir reglulega gamlar konur. — Hvað ætlar þú að gera þegar leikritið er komið upp, spyr hún Sagan. — Sofa. — Hve lengi? — Fimm daga. — Svo fer ég upp í fjöllin með son minn. — Og svo? — Svo? — hún geispaði og var hugsi. — Hver veit? Kannske fer ég til strandarinnar, mér þykir gott að vera við sjávarsíð- una. Hún endaði setninguna með þvf að yppta öxlum. Það var eitthvað innhverft við Sagan. Hún vaggaði höfðinu hálfreiðilega þegar hún talaði, augun voru ögrandi, jafnvel æst. Það var eins og að hún reyndi að haga sér eins og óþekk- ur krakki, — eins og hún væri að bera sig saman við Bardot, en virtist gjarnan vilja vingast við hana. Þetta var dálítið ójafn leikur. Ekki svo mjög hvað útlit snerti, því að Sagan gat verið Ijómandi lagleg. En þetta var einvfgi milli rithöfundar og leikkonu, þar sem leikkonan átti sviðið. Brigitte kunni að koma fram, átti auðvelt með að hreyfa sig og tala hreinskilnislega. Sagan var óróleg, sýnilega með alls- konar taugaflækjur, eins og einmana taugaveiklað barn sem þráir hlýju, en hafnar henni þegar hún býðst. — Ég ætla nú svei mér að hvfla mig, sagði Bardot, — hvfla mig frá því að gera ekki neitt, það tekur mikið meira á mig en vinnan. Ég er að hugsa um að fara eitthvað f burtu. Sagan sagði: — Ég hef heyrt að þú ætlir til Amerfku. — Oh svei, Ameríka, sagði Bardot, súr á svipinn. Hún hefir aldrei sýnt neitt þakklæti fyrir að myndin „Og guð skapaði konuna" var hafin til skýjanna f Amerfku, eftir að hafa verið rifin niður í Frakklandi. Líklega var það meðal annars það sem breytti henni úr smástjörnu í kynbombuhlutverkum, á lágum launum, f topstjörnu á heimsmælikvarða. Aftur á móti hafa seinni myndir hennar ekki gengið vel f Amerfku, líklega meðal annars vegna þess að hún hefir alltaf neitað að vera þar við frumsýningar myndanna. En nú er hún í Frakklandi og Framhald á bls. 31. VIKAN 10. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.