Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 40
TRELLEBORG HJÓLBARÐAR ÝMSAR STÆRÐI R Söluumboð: HRAUNHOLT við Miklatorg og Vitatorg GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. bauð mér í brúðkaupið og ég þáði það. Ég gleymi því líklega aldrei hvílíkt ógrynni af mat og víni var búið að safna saman til veizl- unnar. Þar voru 80 lítrar af hreinum, ómenguðum spíritus. Þeir brugga vodka úr honum sjálfir, bænd- urnir. Bjórinn var mældur í ám- um, og annað vín eftir því. Matn- um var staflað í hlöðuna, og svei mér þá, að hún var troðfull af allskonar góðgæti. Þó voru ekki nema 70—80 gestir í brúðkaupinu, — en það stóð líka í þrjá sólarhringa. Ég átti að halda þama stutta ræðu fyrir minni brúðhjónanna, og það tókst bærilega, því ég var kominn dálítið inn í málið. Svo var mér vísað hátíðlega til stofu. Það fyrsta, sem ég tók eftir, var að á stórt borð hafði verið raðað 19 pörum af vínstaupum — 38 glös samtals -— og öll full af sterku vodka. Handan við borðið stóðu 19 ungar blómarósir —■ ógiftar stúlkur úr þorpinu. Svo var mér tilkynnt hátíðlega, að ég ætti að drekka skál við þær allar. Ég ætlaði auðvitað að neita þessu, sem hreinni fásinnu, en gestgjafinn útskýrði það fyrir mér alvralegur í bragði og há- tíðlegur, að þetta væri skylda mín. Þetta væri gömul hefð. Sið- ur, sem ekki mætti leggja nið- ur. Heiðursgesturinn ætti ávalt — sérstaklega ef hann væri ung- ur og ógiftur sveinn — að skóla við allar viðstaddar yngismeyj- ar, og þarna væru þær — sam- tals 19 að tölu, og ég mætti ómögulega móðga þær né gest- gjafann sjálfan með því að skor- ast undan þessu. Ég lét undan. Tók á mig rögg, dró djúpt að mér andann . . . og skálaði við þá fyrstu. Ég varð að drekka hvert glas í botn . . . .“ „Og kláraðirðu þig af þessu?“ „Já, eftir því, sem ég hef frétt, þá gekk það bærilega.“ „Þú hefur vafalaust verið orð- inn vel puntaður, þegar þessu lauk?“ „Já, ég var víst orðinn anzi glaður........En svo frétti ég seinna, að fullyrðingin um að þetta væri gamall siður — var eintómt plat.“ G. K. Garbo-peysa Framhald af bls. 13. og látið hann liggja á röngunni, prj. 2 1. sl., prj 2 1. sl af hjálpar- prjóninum, látið 2 1. á aukaprj. og látið hann liggja á réttunni, prj. 2 1. sl., prj. 2 1. sl. af auka- prjóninum. 6. umf.: eins og 2. umf. 7.—10. umf.: eins og 1.—4. umf. Byrjið munstrið í 5. umf. Bakstykki: Fitjið upp 83 — 87 — 91 — 95 1. á prj. nr. 4%, og prj. stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br. 4 sm. Takið frá prj. nr. 5. og prj. sléttprjón. Brugðnu umferðirnar eru rétta. Prj. þar til stykkið frá uppfitjun mælir um 40 — 40 — 41 — 42 sm. Fellið frá af 4 1. í hvorri hlið, fyrir handvegum, og prj. 2 umf. Takið nú úr fyrir ská- ermum (raglan) þannig: prj. 5 1. stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br., prj. 2 1. br. saman, prj. þar til 7 1. eru eftir á vinstra prjóni, prj. þá 2 1. br. saman og 5 1. stuðlaprjón. Næsta umferð er prj. án úrtaka með 5 stuðlaprjónslykkjum til endanna. Prj. alltaf 1. og síðustu 1. sl. Takið áfram úr á þennan hátt í 4. hv. umf., 3 —2 — 1 ■— 2 sinnum. Takið síðan úr 1 1. í hvorri hlið, í annarri hv. umf., þar til 25 — 27 — 27 — 29 1. eru eftir. Látið á þráð lykkjurnar, sem eftir eru. Framstykki: Fitjið upp 87 — 91 — 95 — 99 1. á prj. nr. 4%, og prj. stuðlaprjón, 4 sm. Takið prj. nr 5 og prj. þannig: 32 — 34 — 36 — 38 1. br., prj. 1 munsturrönd (=8 1.) ,prj. 7 1. stuðlaprjón, 1 1. br. og 1 1. st., prj 1 munsturrönd, prj. 32 — 34 •— 36 — 38 1. Prjónið áfram á þennan hátt Þar til stk. frá uppfitjun mælir 8 sm. Prjónið nú vasana með stuðlaprjóni. Prj. fyrst frá réttu 6 — 7 — 8 — 9 1. br. á hliðinni, þá stuðlaprjón næstu 20 1., sem um leið eru aukn- ar út með jöfnu millibili, um 7 1. Staðsetjið hinn vasann á sama hátt, og prjónið þar til stk. frá uppfitj- un mælir um 20 sm. Prjónið nú innri vasann. Prj. frá hliðinni 6 — 7 — 8 — 9 1. br„ látið næstu 27 stuðlaprjónslykkj- urnar á þráð. Takið nú nýja garn- hnotu, fitjið upp 22 1., og prj. slétt- prjón á prj. nr. 5, 12 sm. Látið brugðnu umferðirnar vera réttu. Takið nú úr í seinustu umferðinni 1 1. báðum megin, og prjónið síðan þetta vasastykki i stað 20 1., sem látnar voru á þráð. Prj. hinn vas- ann eins. Prj. áfram þar til stykk- ið mælir um 40 ■— 40 — 41 ■— 42 sm. Fellið þá af fyrir handveg- um, eins og á bakstykkinu, og tak- ið síðan úr 1 1. báðum megin fyrir innan 5 stuðlaprjónsl. á endunum. Þegar stk. mælist 50 — 50 — 51 — 52 sm. er felld af miðlykkjan að framan og síðan önnur hlið- in prj. fyrst. Prj. fyrst vinstri hlið, og látið lykkjur hægri hliðarinnar á aukaprjón. Prjónið nú yztu lykkjuna að framan alltaf með sléttuprjóni og næstu 2 1. við hlið hennar með stuðlaprjóni. Takið úr fyrir ermum eins og áður. Prjón- ið nú áfram. Þar til 20 — 21 •— 21 — 22 1. eru eftir á prjóninum. Lát- ið þá á þráð 3 stuðlaprjónslykkj- urnar + 1 munsturrönd = 8 1„ í allt 11 1. Takið þá úr 1„ sem eftir eru, með þvi að prj. saman 2 1. í byrjun prjóns, allar umf. frá réttu, þar til allar 1. eru búnar. Prjónið hina hliðina eins. Ermar: Fitjið upp 36 — 38 ■— 40 — 42 1. á prj. nr. 4%, og prj. stuðla- prjón, 6 sm. Takið frá prj. nr. 5, prj. sléttprj., og hafið brugðnu umferðirnar sem réttu. Aukið út í 1. umf. með jöfnu millibili þar til 41 — 41 — 43 —■ 45 1. eru á prjón- inum. Aukið þá út 1 1. báðum meg- in í 8. hv. umf„ 7 sinnum og síðan 1 1. báðum megin í 6. hv umf„ 3 sinnum. Þegar ermin frá uppfitj- un mælir 41 — 41 — 42 — 43 sm„ eru felldar af 4 1. í hvorri hlið. Prj. 2 umf. eftir affellingarnar og takið síðan úr 1 1. báðum meg- in fyrir innan 1 1. sl. í 4. hv. umf. 6, 6, 6, 7 sinnum, siðan 1 1. báðum megin í annarri hv. umf. þar til 19 1. eru eftir. Takið úr hægra megin eins og áður, en fellið af frá röngu, vinstra megin, 2 1„ 1 sinni og 3 1. 4 sinnum. Prjónið VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.