Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 24
verulega fátækir, systir mín Angelique. Þú syndgar án þess að vita það. Öfugt við hina ríku og. göfugu.... Barnalegt þakklæti gagntók hjarta Angelique, þegar hún heyrði þessi orð, sem henni fundust eins og náðargjöf og fyrirheit um fyrir- gefningu frá himnum. Nóttin var friðsæl. Daufur reykelsisilmur fyllti klefann, og í fyrsta skipti í mörg ár fannst Angelique skuggi krossins, sem gnæfði yfir rúmi systur1 þeirra, blíður og uppörvandi. Hún renndi sér hægt á hné niður á steingólfið. -—• Raymond, viltu hlusta á skriftir mínar? Heilsa Marie-Agnés tók bærilegum framförum á Hótel de Beautrellis. En góða skapið kom ekki aftur. Hún virtist hafa gleymt kristalstærum hlátrinum, sem hafði heillað hirðina, en var aðeins heimtufrek og duttl- ungafuil. f upphafi sýndi hún ekkert þakklæti fyrir vingjarnleik Ange- lique. En Angelique notaði fyrsta tækifærið sem gafst, eftir að systir hennar hafði náð sér nægilega mikið, til að gefa henni hressilega utan- undir. Eftir það lýsti Marie-Agnés þvi yfir, að Angelique væri eina konan sem hún gæti nokkurntiman átt samskipti við. Eins og kelinn kettling- ur hjúfraði hún sig upp að systur sinni á vetrarkvöldum, þegar þær yljuðu sér fyrir framan eldstæðið, spiluðu á mandólín eða saumuðu út. Þær töluðu um fólk, sem þær báðar þekktu, og þar sem báðar voru orðhvatar og höfðu ríka kímnigáfu, varð stundum meira úr hlátri en öðrum framkvæmdum af þeirra hálfu. Þegar Marie-Agnés hafði náð sér að fullu, virtist hún ekki hafa látið sér detta í hug að yfirgefa „Madame Morens, vinkonu sína.“ Enginn vissi, að þær voru nánir ættingjar. Það þótti þeim gaman. Drottning- in spurði eftir heilsufari vinkonu sinnar, og Marie-Agnés lét skila því, að hún væri heilbrigð en ætlaði að ganga í klaustur. Þessi athugasemd var alvarlegri en útlit var fyrir. Marie-Agnés neitaði stöðugt að hitta nokkurn, en var iðin við að lesa biblíuna og fara til kirkju með Ange- lique. Angelique var mjög fegin, að hún skyldi hafa haft hugrekki til að skrifta fyrir Raymond. Það gerði henni fært að ganga fram fyrir altari guðs án þess að látast eða finna til lítillækkunar, og á allan hátt að leika hlutverk sitt sem hefðarkona í Marais. Hún sökkti sér af allri sálu sinni og öllu hjarta niður í messurnar, hlustaði á uppörvandi rödd prestsins og hljómmikla, milda og blíða orgeltónana. Það var róandi að hafa þannig tima til að biðja og hugsa um sál sína. Orðrómurinn um trúrækni þeirra rak hópa reiðra aðalsmanna til Hðtel de Beautrellis. Hvort sem það voru aðdáendur Angelique eða fyrrverandi elskhugar Marie-Agnés, mótmæltu þeir allir. Hvað heyrum við? Eruð þið að gera yfirbót? Ætlið Þið að ganga í klaustur? Angelique svaraði öllum þessum spurningum með grimu sfinxins. Yfirleitt iét hún ekki sjá sig, eða þá að hún fletti í bænabók. Angelique neitaði að sínu leyti eindregið þessum orðrómi. Henni fannst mjög illa til fallið að tala um slikt nú. Einmitt nú var hún að ráðgera að giftast Philipne. Hún ætlaði ekki að skemma hörund sitt og lokkandi línur fagurs líkamans með grófum klæðunum, sem tilheyrðu yfirbótinni. Henni veitti ekki af öllum sinum yndisþokka til að rjúfa skeytingar- ieysi þessa undarlega, unga manns, sem með ljóst hár sitt og glæst föt virtist hafa íshjarta. Þó var hann fremur tíður gestur á Hðtel de Beautrellis. Hann kom þangað, kæruleysisiegur í bragði, og sagði fátt. Á meðan Angelique horfði á heillandi glæsileik hans, varð henni oft hugsað til Þess, þegar hún var lítil stúlka og gat ekki hugsað um annað en hroka hins há- vaxna, glæsilega frænda. Svo minntist hún Philippe, með hendurnar á lærum hennar. Mundi eftir skrámunni eftir hringinn hans.... Núna, þegar hún sá hann svona kaldan og kæruleysislegan. sá hún stundum eftir þessari snertingu og Því, að hún skyldi flýja. Phiiippe var greini- lega með öllu ómeðvitandi um það, að hún var konan, sem hann hafði ráðizt á nóttina sælu í kránni Rauða gríman. Hvenær sem hann leit á Angelique, hafði hún þá dapurlegu tilfinn- ingu, að hann hefði aldrei séð fegurð hennar. Hann sló henni aldrei gullhamra, ekki einu sinni óviljandi. Hann var aldrei hlýlegur og börn- in, sem ekki höfðu vit á að hrífast af fegurð hans, voru hrædd við hann. — Hvernig þú horfir á þennan Plessis, gerir mig stundum hrædda, sagði Marie-Agnés við eldri systur sína eitt kvöldið. — Segðu mér það ekki, Angelique, að þú, skynsamasta konan, sem ég veit um hafi látið heillast af Þessum.... Hún virtist leita árangurslaust að nógu ljótu orði og yppti því öxl- um í stað þess að segja meira. — Hvað hefurðu á móti honum? spurði Angelique undrandi. — Hvað ég hef á móti honum? Nú, bara þetta: Hann er svo fallegur, svo aðlaðandi, að hann veit ekki einu sinni, hvernig hann á að taka konu í fangið. Þvi þú verður að viðurkenna, að það skiptir máli, hvernig karlmaður faðmar konu. — Marie-Agnés er þetta ekki full léttúðarfullt umræðuefni fyrir unga stúlku sem ætlar að ganga í klaustur? — Alls ekki. Við skulum þurrka heyið meðan sólin skín. Fyrir mitt leyti dæmi ég manninn fyrst og fremst eftir því hvernig hann faðmar mig. Hreyfingar sterks, en þó blíðs handleggs, sem lætur mig finna að ég gæti ekki snúið mig út úr faðmlaginu, en lætur mig þó svo frjálsa. Ó, hvíiík ánægja á slikum stundum að vera kona, og veikbyggð. 24 VIKAN 10. tbl. Fallega lagað andlit hennar með kaldlyndum kattaraugunum mýkt- ist í draumkenndri sæluendurminningu, og Angelique brosti i svip, þegar hún sá nautnasvipinn, sem aðeins karlmennirnir höföu fengiö að sjá. Svo hleypti unga stúlkan í brýrnar. — Ég verð að viðurkenna, að mjög fáir karlmenn hafa þennan eig- inleika, en þeir reyna þó að gera sitt bezta. Philippe reynir það ekki einu sinni. Hann kann bara eina aðferð við konur. Hann kastar þeim niður og nauðgar þeim. Hann hlýtur að hafa lært ástina á orrustu- völlunum. Meira segja Ninon gat ekki gert neitt fyrir hann. Hann geymir líklega sínar blíðustu tilfinningar fyrir elskhuga af sama kyni. Allar konur fyrirlíta hann i hlutfalli við vonbrigðin, sem hann hefur valdið þeim. Angelique var að baka hnetur yfir eldinum. Henni gramdist hve reiðin vall upp í brjósti hennar við orð Marie-Agnés. Hún hafði ákveðið að giftast Philippe du Plessis. Það var bezta lausnin, lausn sem myndi kippa öllu í lag og verða lokaáfanginn I við- reisn hennar. En hana langaði að eiga einhverjar háleitar hugmyndir um manninn, sem hún hafði valið fyrir eiginmann nr. 2. Hana langaði til að gera hann elskulegan í augum sírium, svo hún hefði rétt til að elska hann. En í hreinskilni gagnvart sjálfri sér þaut hún næsta dag til Ninon de Lenclos og færði málið í tal við hana: — Hvaða álit hefur þú á Philippe de Plessis? Hin fræga gleðskaparkona hugsaði sig um og studdi fingri undir höku. — Ég held að þegar maður þekkir hann vel, haldi maður að hann sé miklu minna fallegur en hann lítur út fyrir. En þegar maður kynnist honum betur, heidur maður að hann sé fallegri en hann er. —• Nú skil ég þig ekki, Ninon. — Ég meina, að hann hefur engin þau gæði eða hæfileika, sem feg- urð hans lofar, ekki einu sinni hæfileikann til að láta elska sig. Hins- vegar ef þú grefur nógu djúpt vekur hann virðingu, því hann er sjald- gæft sýnishorn af kynþætti, sem nú er næstum dáinn út: Hann er að- alsmaður par excelience. Minnsti vafi varðandi siðvenju, getur valdið honum hryllingi og skelfingu; hann óttast ekkert fremur en að Það sé kusk á silkisokkunum hans. Hann er ekki hræddur við dauðann. Og þegar hann deyr, verður hann einmana eins og úlfur og mun ekki biðja um hjálp frá neinum. Hann heyrir aðeins kónginum til og sjálf- um sér. — Eg átti ekki von á slíkum mikilleik í honum. — Þá sérðu ekki heldur hversu ómerkilegur hann er, kæra vinkonai' Hið lágkúrulega í sönnum aðalsmanni er meðfætt. Skjaldarmerki hans hefur hulið allt annað mannlegt fyrir honum öldum saman. Hvers- vegna á hann alltaf að álíta að dyggð og ódyggð geti ekki búið hlið við hlið í sömu persónu? Aðalsmaður er bæði stór og smár. — Og hver er skoðun hans á kvenfólki? — Philippe?. ... Kæra vinkona, þú skalt koma og segja mér það, þegar þú hefur komizt að því. — Það virðist vera, að hann sé mikill ruddi við konur. — Það er sagt svo. . . . — Ninon, þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú hafir ekki sofið hjá honum ? — Því miður, kæra vinkona, það er einmitt það sem ég ætla að segja þér. Eg verð að viðurkenna að allir mínir hæfileikar hafa brugð- izt hvað hann snertir. — Ninon, þú skelfir mig! — Satt bezt að segja freistaði þessi fráneygi Adonis mín. Hann er sagður illa upp alinn með tilliti til ástar, en ég er ekki óvön klunna- legum ástriðuhita og hef gaman af því að temja hann. Svo ég lokkaði hann inn í rekkju mína.... — Og svo? — Svo ekkert. Ég hefði haft betri árangur með snjókarl hérna utan úr garðinum. Að lokum sagði hann mér að ég hefði ekki örvandi á- hrif á hann á nokkurn hátt vegna þess að honum væri hlýtt til min. Ég held að hann þurfi hatur og ofsa til Þess að komast í rétt skap. — Hann er brjálaður! — Kannske.... Nei, ég myndi aðeins segja að hann væri á eftir sinum tíma. Hann hefði átt að fæðast um fimmtíu árum fyrr. Þegar ég sé hann, hrífst ég á undarlegan hátt, því hann minnir mig á æskui mína. — Æsku þína, Ninon? spurði Angelique og horfði á ferska, hrukku- lausa húð vinkonu sinnar. — En þú ert yngri en ég! — Nei, vinkona. Stundum segir fólk til að hugga sumar konur: Líkaminn eldist, en sálin er ennþá ung. En hvað mig snertir er þetta öfugt: Líkami minn er stöðugt ungur — og guði sé lof! Bn sál mln hefur elzt. Dagar æsku minnar voru um lok siðasta stjórnartimabils og upphaf þessa.... Allstaðar var barizt: Húgenottar, Sviar, uppreisn Monsieur Gaston d’Orléans. Ungir menn kunnu að berjast en ekki að elska. Þeir voru stór óargadýr með knipplingakraga. Og hvað Philippe snertir.... Veiztu hvern hann minnir mig á? Á Cinq-Mars, sem var uppáhald Lúðvíks XIII. Vesalings Cinq-Mars! Hann var ástfanginn af Marion Delorme. En konungurinn var afbrýðissamur og Richelieu kardináli átti ekki í miklum vandræðum með að flýta fyrir falli hans. Cinq-Mars lagði fallega, Ijóslokkaða höfuðið sitt á höggstokkinn. Marg- ir áttu beisk örlög á þeim dögum. — Ninon, talaðu ekki við mig eins og þú værir amma mín. Það fer þér ekki vel. — En ég neyðist til að tala í ömmutón til að ávíta þig lítið eitt, Angelique. Því ég óttast, að þú sért að hvika af götu þinni.... Ange- lique, fallega barnið mitt, þú sem hefur þekkt hina miklu ást, segðu mér ekki, að Þú sért orðin ástfangin af Philippe. Hann er of langt burt frá Þér. Hann myndi valda þér meiri vonbrigðum en öðrum kon- um. Angelique roðnaði og munnvik hennar titruðu eins og á barni. — Hversvegna segirðu að ég hafi þekkt hina miklu ást? — Vegna þess að ég sé það i augum þinum. Þær eru svo sjaldgæf- ar konurnar, sem bera í augum sínum þennan dapra dásamlega geisla. Já, ég veit — þvi er öllu lokið. Hvernig?.... Skiptir ekki máli. Kann- Framhald á bls. 47.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.