Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 15
 x- !■: ■ <, Erfið æfing „Split-skottis“. <J Nýjasta sporið. O Við háborðið: Frú Jónína Guðmunds- dóttir formaður félagsins og frú Auður Auð- uns forseti borgarstjórnar. : : ■O Það var lítið nm vangadans, en því meira talað og sungið. Húsmæður í hátíðarskapi Texti: G. K. - Myndir: KpístjAn Magnússon •O Hringdans — og allir út á gólf. Peysuföt og flegnir kjól- ar. Húsmæðrafélag Reykjavíkur er — eða var um skeið — eitt stærsta kvenfélag landsins, enda stofnað á þeim forsendum að flestallar húsmæður Reykjavíkur flykktu sér um merki þess. !Það var fyrir réttum 30 árum, að félagið var stofnað, en tilefni þess var aðallega það að húsmæð- ur voru óánægðar með fyrirkomu- lag á mjólkurdreifingu í bænum, hjá hinni nýstofnuðu Mjólkursam- sölu, sem einmitt hélt upp á 30 ára afmæli sitt nú fyrir skömmu, og nokkru áður en Húsmæðrafélagið gerði hið sama í Þjóðleikhúskjall- aranum. Félagið hefur á þessum 30 ár- um unnið að fjölmörgum hags- muna- og áhugamálum reykvískra húsmæðra og kvenna, stofnað hvíldarheimili fyrir konur og börn, staðið fyrir námskeiðum I matar- gerð, saumum, bastvinnu og haft sýnikennslu í ýmsum greinum. Ein aðal driffjöðurin í samtökun- um hefur frá upphafi verið frú Jónína Guðmundsdóttir, varafor- maður í fyrstu stjórn þess en síð- an formaður um langt skeið. Hún hefur verið í stjórn félagsins frá byrjun. Húsmæðrafélagið hefur haft þann sið, sem líklega er mjög fá- gætt fyrirbrigði, að halda árs- hátiðir sínar með kvenfólki einu saman — en bændurnir látnir sitja heima og passa börnin. Þetta hefur gefizt vel, ef dæma má eftir aðsókninni á þessar skemmtanir, og myndunum, sem ljósmyndari VIKUNNAR, Kristján Magnússon tók á afmælinu þann 3. febr. s.l. Myndirnar sýna svo ekki verð- ur um villzt, að kvenfólk er ekki í neinum vandræðum með að skemmta sér án karlmanna, og að jafnvel dansleikur getur verið fjörugur án þeirra. Nú er aðeins eftir að vita, hvort karlmenn geta leikiö þetta eftir á sínum árshátíð- um, og hvort t.d. karlakórarnir, lögregluþjónafélagið eða önnur karlafélög mundu vilja fara að fordæmi þeirra.... VIKAN 10. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.