Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 11
 . Þrándur Thoroddsen fór til Lodz haustið 1959, eftir að hafa fengið vilyrði hér heima hjá Pólska sendiráðinu, um styrk til að sækja heimsfrægan háskóla þar í borg. Þrándur hafði lokið stúdentsprófi hér heima og hafði sökkt sér niðru í erfðafræði, þeg- ar honum varð loks ljóst að hann gat ekki lengur staðið á móti þeirri ástríðu, sem hann hafði strítt við lengi — að læra að taka kvikmyndir. Erfðafræðin varð því að bíða enn um stund. Vilyrðið um skólavistina var ekki sterkara en svo, að honum fannst varla ástæða til að sökkva sér niður í pólskuna, fyrr en hann vissi nánar um hvort hann fengi styrkinn. Það kom semsé í ljós, að eng- um vestantjaldsbúa hafði verið veittur skólastyrkur þarna áður, og það stóð í ráðamönnunum þar í eina fimm mánuði að ákveða að leggja í slíkt hættuspil. En Þrándur tók sjensinn og fór út. Þar voru raktar úr honum garnirnar og harm spurður spjör- unum úr (hvorttveggja í óbeinni merkingu), þar til menn þóttust nokkuð öruggir um að ástæðan fyrir Umsókn Þrándar væri í raun og veru áhugi fyrir náminu. Þá fékk hann reynslutíma og var „óreglulegur“ nemandi í skól- anum næstu sex mánuðina. Eftir þann tíma átti hann að sanna áhugann með prófi. Og það var á þessum reynslu- tíma, sem Þrándur lenti í ævin- týrinu með gleraugun. En það fór allt vel, bæði ævintýrið og prófið í skólanum, og það leið ekki á löngu áður en hann var kominn það vel niður í pólsk- unni, að hann gat ferðazt um landið á sumrum og haldið fyrir- lestra um ísland. Þá komst hann að því, að Pól- verjar vita yfirleitt meira um ísland en margar aðrar þjóðir. Jafnvel meira en margir Danir, en hjá þeim hafði hann verið um tíma nokkru áður. Pólverjar eru fróðleiksfúsir og vita margt, jafn- vel þótt það sé enn til í bænda- stétt að menn kunni hvorki að lesa né skrifa, — og kæri sig lítið um að bæta úr því. Hann minn- ist þess t.d. að einu sinni þegar hann var í fyrirlestrarferð, þá kom hann í lítið sveitaþorp og ætlaði auðvitað að halda þar fróð- legan fyrirlestur og sýna myndir af landi og þjóð. En hann komst aldrei langt með prógrammið, því bændurnir hópuðust strax í kringum hann og kröfðust þess að fá að vita hvað túnin hér heima gæfu mikið af sér per hektara, hvað mikið þyrfti að bera á per hektara, hve mikið mjólkurmagn fengist per kú, o.s.frv. „Þetta varð ómengaður búnað- arþáttur," segir Þrándur. „En gaztu þá svarað öllum þessum spurningum?“ „Já, það var mesta furða. Ég hafði verið mikið í sveit, og var kunnugur þeim málum, svo ég bjargaði mér þokkalega út úr þessu.“ „Segðu mér eitthvað frá skól- anum, sem þú vart á. Hvað heitir hann, Þrándur?“ Framhald á bls. 37. VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.