Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 31
Það er: honum fylgir ýmislegt, sem aðrir selja sem
aukahluti. Framsætin eru hvort um sig stillanleg
— í þrjár mismunandi stöður. Stólbök framsætanna
eru einnig stillanleg — í þrjár mismunandi stöður.
Þannig að þér getið stundum setið uppréttur en
stóllinn þó aftarlega eða haft stólinn framarlega og
bakið hallandi, eða allt eftir því, sem þægilegast er
fyrir yður. Þér getið setið fast upp við stýrið eða
langt frá því yður til hvíldar o. s. frv. og árang-
urinn er minni þreyta í langferðalagi.
Baksætið er 127,5 cm breitt og nægjanlegt fyrir þrjá.
Volkswagen býður upp á ýmislegt fleira! Það er
öskubakki afturí — Tvö leðurgrip afturí — Tvö
sólskyggni stillanleg upp og niður svo og til hliðar.
Loftklæðning er þvottheld og öll sætaáklæði. Fest-
ingar fyrir öryggisbelti. Fatasnagar. Rúðuspraut-
ur. Sjálfvirkt innsog. Aurhlífar. Þægindi og smekk-
legur búnaður sameinast í Volkswagen, og er inni-
falið í verði hans. — Verð kr. 147.000,00.
S'imi
21240
[HEILD VERZLUMIN
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
ALLTAf FJÖLGAR YOLKSWAGEN
NUnFMfl ER VEL OG SMEKKLEGA BUIHH10IHHAH
Fólk á að sofa hjá
hverjum sem það vill
Framhald af bls. 27.
vfðast hvar í heiminum ólitin ein
skærasta stjarna frönsku kvikmynd-
anna.
— Ég vildi ekki fara til Ameríku
hvað sem í boði væri, sagði hún,
— ekki fyrir nokkurn prís.
— Hversvegna? spyr Sagan.
— Vegna þess að þeir gera svo
mikið veður út af öllum hlutum.
Þeir mundu gera lífið óbærilegt fyr-
ir mér. í raun og veru langar mig
til að fara, en ekki með öllum þess-
um óhemju lótum.
— Vildirðu heldur laumast inn í
landið.
— Ja-ó, það vildi ég gera. Ég
ætla að bíða með að fara þangað
til ég get laumazt inn að tjalda-
baki. Þær hlógu báðar.
— Þetta er ekkert líf sem við lif-
um, sagði Brigitte og var hávær.
— Allt sem lífið getur haft upp á að
bjóða er eyðilagt fyrir okkur, þvi
að allt sem við segjum og gerum
er rangfært. Það er hræðilegt.
— Auðvitað er gott að hafa pen-
ingana, — Sagan tók upp þráðinn.
— Það er gaman að hafa peninga
til að strá um sig með. Og það er
lika skemmtilegt að skrifa, og um-
gangast annað fólk og vinna með
því. En hitt, hitt allt er hreinasta
plága!
— Já, það má segja, greip Bri-
gitte fram í. — Ég hefi mikla ánægju
af starfi mínu, mér þykir gott að
hafa nóg að gera, skilurðu. í raun
og veru þykir mér svo vænt um
starf mitt að ég er ennþá að fokka
við þetta, þótt ég hafi svarið þess
dýran eið að steinhætta.
Þessi einlæga yfirlýsing Bardot
um að hætta svona snemma frægð-
arferli sínum, til þess að losna við
þessi áköfu afskipti fólks af einka-
lífi hennar, hafa aldrei verið tekin
neitt alvarlega, nema af henni
sjálfri.
— Ef ég hætti, Brigitte reyndi að
gefa sem bezta skýringu, en hún
hafði haldið að ef hún hætti að
leika í hálft ár, mundi almenningur
gleyma henni og hún fengi að
hverfa ( fjöldann, — þá hefði ég
samt sem áður óþægindin við
átroðning fólks, en fengi ekki
ánægjuna af starfinu. Svo til hvers
væri þá að hætta.
— Segjum nú svo, hélt hún áköf
áfram, — að Franqoise tilkynnti
allt í einu að nú skrifaði hún ekki
staf í viðbót. Hún væri samt sem
áður Franqoise Sagan sem allir
þekktu. Franqoise? — Er þetta ekki
hliðstætt?
— Jú, sagði Sagan og hallaði
sér á olnbogann, — ég býst við því.
— Það er allt undir því komið frá
hvaða sjónarmiði litið er á hlutina,
hélt Brigitte áfram. — Þeir sem ekki
þekkja til halda að þetta líf okkar
sé dans á rósum. Ef við segðum
þeim hve hræðilegt það getur ver-
ið, myndi enginn trúa okkur. Fjöld-
VIKAN 10. tbl. gj