Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 30
Svo fékk Vivien tilboð um að ferðast og sýna föt, og ætlaði að vera í burtu í hólfan mánuð. Við Róbert hittumst á hverjum degi og um helgina ætluðum við út í sveit. Allan föstudaginn var veðrið dásam- legt, og ilmur af vori í loftinu. Eg hlakkaði óstjórnlega til að vera með Róbert allan daginn úti í náttúr- unni, og ég ætlaði að vera Melinda, í þröngum síðbuxum og láta vor- vindinn leika um Ijóst hárið. A laugardagsmorguninn var aus- andi rigning. Eg náði í vaðstígvél og gamlan popliniakka sem ég setti niður í tösku og vonaði að ég þyrfti ekki að nota, því að eins og Róbert sagði, það hlaut að stytta upp. En það stytti bara ekki upp. Þegar við fórum úr lestinni á þorps- stöðinni steyptist regnið úr loftinu og rokið var eftir því. Við ætluðum að ganga upp á hæð í nágrenninu, sem var ákaflega vinsæl vegna út- sýnisins, en við sáum ekki meira en meter frmaundan okkur. — Þetta hlýtur að vera gott fyrir heilsuna, sagði Róbert og sneri höfðinu í veðrið. — Og fyrir andlegu heilsuna, tók ég undir. — Manstu hvað það rigndi oft ofsalega í Skotlandi? — Jú, og það var oft mikið verra en þetta, sagði hann og regnið streymdi niður í hálsmálið á jakk- anum hans. Fyrst urðum við að fara yfir ak- ur sem lá alveg undir vatni, og það var erfitt að halda jafnvæginu og tala saman um leið. Þegar við höfðum vaðið yfir akurinn, tók við langur kafli af slepjugum þúfum og svo komumst við loks á gang- stíginn. — Þetta verða fjórir kílómetrar á einum tíma, sagði Róbert og strauk hendinni gegnum rennblautt hárið. — Nú eru bara þrír eftir. — Við förum ekki að gefast upp, snörlaði ég. Það lak óhugnanlega úr nefinu á mér og mér var kalt á fótunum, þótt ég væri í tvenn- um ullarleistum innan í stígvélun- um. — Auðvitað ekki, sagði Róbert með áherzlu. Svo strituðum við áfram. Stígur- inn sást varla og svo var eins og við stæðum í stað. Það var líklega vegna þess að ofaníburðurinn var eins og moldarvellingur. Allt í einu komum við auga á hús þarna úti í auðninni og það reyndist vera veitingahús. Það var himnesk tilfinning að sleppa úr rigningunni inn í notalega veit- ingastofuna. Við sátum þar fyrir framan arineldinn í tvo tíma, borð- uðum brauðið okkar og fengum okkur súkkulaði með þeyttum rjóma, og tíminn flaug áfram. A leiðinni heim í lestinni var ég eiginlega prýðilega ánægð með ferðalagið, þótt það hefði ekki verið neitt líkt því sem mig hafði dreymt um. Ég gaut augunum til Róberts, sem var að lesa kvöld- blaðið, og sú æsandi hugsun flaug í gegn um höfuðið á mér ,að hann hafði ekkert minnzt á Vivien í marga daga. Einmitt þá lagði Róbert blaðið frá sér og sagði: — Vivien trúir því aldrei að við höfum farið i ferðalag í þessu óveðri. Hún kem- ur á mánudaginn .... Öll þessi Ijúfa ánægjutilfinning, sem ég hafði verið svo yfirfull af hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég horfði döpur út í regnið, en hvað veröldin var grá og leiðinleg. Það var ekki eingöngu vegna þess að Vivien var að koma heim, heldur aðallega vegna þess að Róbert hafði notað þessa blíðu tóntegund, þegar hann nefndi nafnið hennar. Ég hafði aðeins einn dag til stefnu til að bjarga hamingju minni. Þegar ég kom heim í íbúð- ina mína varð mér litið á sjálfa mig í speglinum. Það var ófögur sjón, — hárið í lufsum, eldrauðar kinnar, glansandi nef, rennandi blautur gatslitinn poplinjakki og krumpaðar síðbuxur með poka á hnjánum. Þetta fyrirbrigði var ekk- ert í ætt við Melindu. Róbert ætlaði að koma klukkan hálfátta. Klukkan korter yfir sjö var ég ennþá í gallabuxum og með rúllur f hárinu, en inni í svefnher- berginu beið nýi silkikjóllinn minn. Ég var búin að leggja á borð í dagstofunni og allt var tilbúið. Loginn frá kertinu speglaðist í vín- flöskunni. Gluggatjöldin voru dreg- in fyrir og stór vöndur af Ijósgul- um túlípönum lýsti upp sófaborðið. Ég reiknaði með að ég hefði tíu mínútur til að hressa upp á ásjón- una. En þá hringdi dyrabjallan. Ég opnaði — og við hliðina á Ró- bert stóð Vivien. Hún leit út eins og tízkuauglýsing. Þröngur kjóll- inn var ábyggilega eins dýr og hann leit út fyrir að vera, svo maður tali ekki um leopardpelsinn .... — Vivien var búin einum degi fyrr en hún bjóst við, sagði Róbert glaðlega. — Við komum beint frá brautarstöðinni og ég var viss um að þú tækir það ekki illa upp þótt hún kæmi með . . . — Auðvitað ekki, svaraði ég með innantómri rödd. — En hvað hér er heimilislegt, sagði Róbert. Dökk augu Vivien horfðu um allt herbergið og stöðv- uðust við dúkað borðið. — Kvöldverður fyrir tvo og log- andi Ijós, sagði hún í léttum tón. — Já, þetta er mjög heimilislegt og ég skal veðja um að grammó- fónsplata með dempaðri músik bíður á plötuspilaranum. Rödd Vivien var svo ísmeygileg að Ró- bert tók ekki eftir broddinum í henni. Ég dró andann djúpt. í upplit- uðum gallabuxum, með rúllur í hárinu fannst mér ég vera klossuð, hversdagsleg og yfirunnin. Hvernig gat mér nokkru sinni dottið í hug að hann tæki mig fram yfir hana . . Ég bauð þeim sherry og flýtti mér inn í svefnherbergið. [ flýti reif ég úr mér rúllurnar og burst- aði hárið. Ég hafði engan ítma til að laga andlitið, enda var mér alveg sama núna. Ég kærði mig heldur ekkert um að fara í nýja kjólinn og fór bara í hvíta skyrtu- blússu og grátt flanelspils. Heita brauðið leit Ijómandi vel út, en ég hefi ekki hugmynd um hvernig það var á bragðið. Ekki veit ég heldur hvort kjötið var meyrt eða seigt. Þetta var hræði- legt kvöld. Róbert horfði sem dá- leiddur á Vivien, þegar hún var að segja frá sýningarferðinni, en ég tók fram óhreina diska og bauð þeim af fötunum. Ég var á spani allt kvöldið og hafði það á tilfinn- ingunni að ég væri eins og gervi- manneskja. Það eina sem ég vissi var að kvöldið tæki einhverntíma enda og að ég myndi loka hurðinni á eftir þeim fyrir fullt og allt. Andvarpandi tók ég jraðaberja- pæina út úr ofninum og þegar ég kom með hana inn í stofuna var dökka höfuðið ískyggilega ná- lægt því rauða. Vivien horfði á Róbert með svo greinilegum eign- arrétti að ég bókstaflega gat ekki meira. Ég varð alveg máttlaus og missti bakkann á gólfið, og þarna lá eftirmaturinn í hrúgu á gólfinu. Vivien fór að skellihlægja, en ég var alltof eyðilögð til að særast. Ég staulaðist út í eldhúsið, hálf- blind af tárum, en stanzaði þegar ég heyrði rödd Róberts: — Þú ætt- ir að skammast þín Vivien! Mellý er búin að stjana við okkur í allt kvöld og þú hefir ekki rétt út fing- ur til að hjálpa henni . . Ég fór inn aftur. Vivien hló hálf- vandræðalega og yppti öxlum: — Þú veitz að ég get ekki hreyft mig i þessum kjól. — Þá held ég að þú ættir að reyna að fá þér föt sem þú getur hreyft þig í. Róbert var svo reið- ur að ég varð hálfhrædd. Vivien stóð á fætur og rödd hennar var undarlega róleg. — Ég þarf að vera í myndatöku snemma í fyrramálið svo ég vona að þið afsakið að ég fer heim núna. Ég má ekki vera með poka undir augunum. Og Mellý, þú lít- ur eftir Róbert fyrir mig, er það ekki? Hún stanzaði andartak í gætt- inni og horfði á Róbert. Ég gat ekki ímyndað mér að hann léti hana fara eina heim. En hann leit ekki einu sinni upp. Svo lokaðist hurðin og við heyrð- um klappið af hælum hennar í stiganum. Róbert reis á fætur, kom til mín og tók um axlirnar á mér. — Þegar ég sá ykkur saman í kvöld komst ég ekki hjá þvf að sjá, byrj- aði hann, svolítið hikandi. — Þú ert svo indæl Mellý mín, en Vivien, hann hristi höfuðið. — Þegar hún fór að hlæja að þér, sá ég allt í einu, hve blindur ég hefi verið. Ég gat ekki komið upp nokkru orði og hjartað barðist eitthvað svo undarlega í brjóstinu. Allt í einu skeði undrið mikla, ég lá í faðmi hans. — Mellý, sagði hann. — Elsku litla Mellý mín . . . Ekki Melinda . . . Melinda hefði aldrei misst fatið í gólfið. Melinda hefði líka verið uppá klædd í tæka tið. Hún hefði siglt inn, köld og ró- leg í græna silkikjólnum og sett eftirmatinn með vingjarnlegu brosi við hliðina á Vivien. Og líklega hefði hún verið brúðarmey við brúðkaup þeirra .... Brúðarkjóllinn minn festist ábyggilega í bílhurðinni, og örugg- lega stíg ég í slörið. En það gerir ekkert til, ég kæri mig ekki leng- ur um að vera Melinda. Það er Mellý sem Róbert giftist á morg- un. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR ER ORKIN HANS NOA? ÞeH cr allí.if eaml leikurinn { henni Ynd- IsfrfS okkar. Ilún hefur faliS Srklna hans Nóa elnhvers staðar { hlaSlnu og heitir giSnln verSIannum'handa Jþeim, sem gctur fundis Srklna. VerSlannin eru stór kon- fefcUtassl, fuliur af bezta konfckti, og framleiStuiðinn er auSvitaS SselgætisgcrS- in Nói. Nafn Helmlii örkln er i his. —— Siffast er dregiff var hlaut verSIaunin: Valdimar S. Gunnarsson, Bíldudal. Vinninganna má vitja £ skrifstofu Vikunnar. 10. thl. 0Q VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.