Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 33
fólks öfundar okkur. En samt sem
áður hefur þetta líf okkar sínar
góðu hliðar. Ætli það vegi ekki
hvort upp á móti öðru.
Ég reydni að nota hárkollur,
sagði hún og var eflaust að hugsa
um svörtu hárkollurnar, sem hún
notaði við myndatökur. Þær voru
fallegar og klæddu hana vel, enda
mundi hún aldrei nota neitt óklæði-
legt, iafnvel ekki til að gera sig
óþekkianlega. — En það bar eng-
an árangur, það þekktu mig allir.
Brigitta hló. — Þú ættir að reyna
Ijósa hárkollu, Franqoise.
— Ég ferðast alltaf undir nafni
fyrri mannsins mins, sagði Sagan.
— Er þetta þitt rétta nafn? —
Sagan? spurði Brigitte sakleysis-
lega.
— Nei, það er Quoirez, svaraði
Sagan, sem hafði tekið nafnið Sag-
an úr sögu eftir Marcel Proust.
— Það eru nú meiri hlunnindin,
sagði Brigitte fjörlega. — Ef þú
færð vegabréf með þínu rétta nafni,
veit enginn hver þú ert. Það er
öðru vísi með mig, þetta er mitt
rétta nafn. Ef ég fæ vegabréf stend-
ur örugglega Brigitte Bardot á því.
— Svo er nú þetta kjaftæði um
jafnrétti kynjanna, — byrjaði Sag-
an. Hún var orðin rólegri og hag-
ræddi sér á gólfinu, lá á hnj^num,
rétti úr öxlunum og sveiflaði hand-
leggjunum fram og aftur og dró
svo fingurgómana eftir loðnu tepp-
inu.
— Ég er nú helzt fyrir hlutina
eins og mér finnst þeir eigi að vera,
sagði Brigitte.
— Það þýðir ekkert. Sagan var
hálf óþolinmóð og hélt áfram að
sveifla handleggjunum. — Sjáðu til,
piltarnir segja: „Látum okkur gera
þetta eða hitt, og stúlkurnar hrópa
„Húrra og bravó", en fara svo sínu
fram í laumi. Þetta er hefðbundin
venja.
— Brigitte muldraði eitthvað,
skilningsvana.
— Karlmennirnir verða að vera
þeir háu herrar, hélt Sagan áfram,
— vera „matadorar", það þýðir
ekki annað en að horfast ( augu
við það. Þér finnst kannske þetta
vera ýkjur hjá mér, en það er nú
svona samt, og þeim líkar bezt
við undirgefnar stúlkur. Hún þagn-
aði andartak, — stúlkur sem virð-
ast undirgefnar, er það ekki?
— Undirgefnar? Brigitte hló. —
Þar get ég ekki verið þér sammála,
Franqoise.
— Ég sagði „sem virtust vera
undirgefnar", sagði Sagan.
— Ég er samt ekki sammála þér,
ég vil bara ekki heyra undirgefni
nefnda. — Brigitte hló.
Sagan hélt sínu fram. — En það
er nú oft heppilegt.
Þegar hún þagnaði andvarpaði
SÍGILM
ScsCfUSv
MEO Cf MYND'ttM
Brigitte. — Ja-há, karlmenn. Ef kon-
an er bjálfi og karlmaðurinn
greindur, eða öfugt, er ekki hægt
að gera neinn samanburð. Það sem
um er að tala er einfaldlega það,
að konurnar eru komnar út úr hýð-
inu og neita því að láta meðhöndla
sig sem ambáttir. Hún hélt áfram
blíðum rómi. — Yfirleitt held ég að
nútímakonur lifi svipuðu lífi og við,
Franqoise. Þær eru bara ekki fræg-
ar og þessvegna ekki í sviðsijósinu
eins og við. En yfirleitt held ég að
það sé ekki svo mikill munur á lifn-
aðarháttum...........
— Ég er viss um að þitt líf er ekki
svo frábrugðið daglegu lífi ann-
arra stúlkna, sagði Sagan.
— Nei, ábyggilega ekki. Christine
getur borið vitni um það. Þú mátt
trúa því að ég er reglulega sið-
prúð stúlka, sagði Brigitte rólega,
en með áherzlu. — Ég hegða mér
altaf vel. Oui, oui, oui . . . Þegar
ég hugsa um margar sem ég þekki
.... Hún hló. — Þessar kjaftasög-
ur sem ganga um mig, hún ætlaði
að kafna úr hlátri, — og eflaust um
þig líka, Franqoise.
— Hlægilegar, hreytti Sagan út
úr sér.
— Kjaftasögur eru bara kjafta-
sögur og hafa ekki við neitt að
styðjast, sagði Brigitte. — And-
styggilegar.
— Jæja, sagði Sagan eftir dálitla
umhugsun, — stundum hafa þær
við eitthvað að styðjast. Ég á sport-
bíla. (Einu sinni átti hún bæði
Aston-Martin og Jaguar og var
næstum drepin í árekstri á þeim
fyrrnefnda árið 1957). En það er
ekki þar með sagt að ég sé alltaf
í kappakstri. Ég eyði miklu meira
af tíma mínum í litlum Renault
sem ég á, heldur en sportbílunum.
Það er hlægilegt að dæma eina
stúlku æfilangt eftir smbáatviki
sem hefir komið fyrir hana ein-
hverntíma í lífinu.
— Þetta er satt, viðurkenndi Bri-
gitte. — Fólk finnur einhverja smá
átyllu sem svo er spunnið utan
um. Kjaftasagan er komin í gang.
Hjá því verður ekki komizt. Hvað
þér viðvíkur getur fólk jafnvel
ætlað þér þá hluti, sem þú lætur
söguhetjur þínar gera.
— Hvað er að söguhetjum mín-
um? spurð Sagan undrandi. — það
er ekkert Ijótt við þær, þetta eru
góðar stúlkur, þegar allt kemur
til alls ....
Söguhetjurnar hjá Sagan eru nú
oft dálítið afbrigðilegar, en Bardot
lét sem ekkert væri, vegna þess að
það var ákveðið fyrirfram að þær
áttu ekki að tala um eða gagnrýna
verk hvor annarrar þetta kvöld.
— Söguhetjur mínar eru ekkert
vondar eða lastafullar. Lesið þið
Balzac, þar heyrið þið um kynvillu
og allskonar lesti.
— Hvað segja foreldrar okkar
um þetta allt saman. Það var allt
öðruvísi í þeirra æsku, sagði Brigitte
hugsandi. — Það er alltaf mikill
munur á lífi foreldra og barna.
— Viðvíkjandi sambandi þínu
við föreldra þína, Brigitte, í hvaða
NflTURflNfl-umboðið,
Laufásveg 16, sími 18970
Brjóstahaldari teg: 6615
hefur eitt vinsælasta
„form" á markaðnum.
CATARÍNA - magabelti
hefur ótrúlega gagnstæða
eiginleika, heldur að, en
er samt sérstaklega mjúkt.
Sokkaböndin fóðruð fyrir
þær konur sem þola ekki
sokkaböndin næst sér.
NATURANA
framleiða
aðeins úr beztu
fáanlegum
efnum
Perlon
HELENCA
HEIIVIILIS-
TRYGGING
BRL INi A-
TRYGGI IMG
G LE R-
TRYGGI IM G
BRUIXIABÓTAFÉLAG
ÍSLAIMDS
LALGAVEGI 105
SÍIVfll: 24425
VXKAW U.OL 23