Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 41
hina ermina eins, en gerið seinustu affellingarnar gagnstætt. (Við Þessar affellingar verða ermarnar hærri að aftan). Leggið öll stk. á Þykkt stykki, nælið form þeira út með títu- prjónum, leggið rakan klút yfir og látið gegnþorna næturlangt. Saumið hliðar- og ermasauma með Þynntum garnþræðinum og aftur- sting. Saumið ermarnar í handveg- ina á sama hátt, og ath. að láta hærri hluta ermarinnar nema við hæstu brún að aftan. Saumið innri vasana, og fellið af vasastykkjun- um. Fellið fast af, og prj. sl. 1. sl. og br. 1. br. um leið og fellt er af. Prjónið kragann. Takið upp á prj. nr. 5 um 99 — 101 — 101 — 103 1. í hálsmál. Takið ekki upp laus bönd, heldur dragið garnið af hnyklinum með prjóni frá röngu á réttu. Prj. 1 1. sl. og 1 1. br. 3 sm. Takið þá prj. nr. 4% og takið úr í hvorri hlið með því að prj. saman 2 1. fyrir innan 1. 1. í 2. eða 3. hv. umf., báðum megin, 4 eða 8 sinnum. Prj. þar til öll hæð krag- ans er um 6—8 sm. Fellið af. ... og er talinn af Framhald af bls. 5. þessu sinni var þetta rödd með greinilegum þýzkum hreim. — Já, þetta er Julie Thorpe. — Óskoð þér að fá einhverjar upplýsingar? — Já, Ó, já! — Komið í kvöld niður að súlnagöngunum, fyrir utan handavinnubúðina. Klukkan níu. — Ég skil. Takk. Ég kem þang- að. Nötrandi af taugaæsingi og spennu kastaði Julie sér niður á rúmið og sá í fyrsta skipti að það hafði verið búið um það fyrir nóttina. — En hvað gerði það til. 7. í leiðinlegu veðrinu að kvöldi hins 3. ágúst 1951 flýtti Julie sér eftir gangstéttinni, sem lá niður að súlnagöngunum. Hið innra með henni brann sú von, að nú væri hún loksins komin að enda átta ára biðar og ótta. Gluggarnir í öllum smábúð- unum voru ennþá upplýstir. En handavinnubúðin ein var opin. Hún stóð við gluggana og horfði á vasakútana, sem voru margir hverjir saumaðir með presta- kragamunstrinu, sem henni hafði fundizt svo mikill hlekkur í „sönnunargagna" keðju hennar. Gegnum opnar dyrnar sá hún hvar þokkaleg, eldri kona var önnum kafin við að brjóta saman borðdúka. Þegar augnaráð þeirra mættist, brosti hún, kinkaði kolli og snéri sér undan. Já, virt- ist hún segja. Allt í lagi. Þér er- uð komin á rétta staðinn, og þetta er rétti tíminn. Ljósið var slökkt í búðinni og síðan 1 öllum hinum búðunum. Það gerðist hratt. Eitt ljósið eft- ir annað, og fikraði sig út eftir röðinni. Konan kom út úr búð- inni, spennti upp stóra, svarta regnhlíf og hvarf. Það var svo dimmt, að Julie sá ekki lengur á klukkuna sína, svo þögult, að hún heyrði tifið í henni. Hinum megin við súlna- göngin sá hún svifbrautarklefa, sem stóð á palli. Búinn að vinna þennan daginn og ef til vill þetta árið. Hælaskellirnir í henni berg- máluðu, þegar hún gekk fram og aftur fyrir dimma gluggana. Sekúndurnar liðu og hún gerði sér allt í einu ljóst, hve stór þessi súlnagöng voru. Hversu einmana þau voru. Og hversu mörg dimm skot og skuggar voru þar, sem hreyfingarlaus skuggi gat stað- ið í og beðið. En nú voru skuggarnir vinir hennar. Þeir hlutu að vera það. Frú Thorpe hafði verið hugrökk, hversu mikið sem var í húfi. Og Julie Thorpe varð að minnsta kosti að vera jafn hugrökk. Svo heyrði hún fótatakið. Fyrst hávært og drafandi í þögninni. Svo dó það út. Hún heyrði ekk- ert. Sá ekkert. Ekki einu sinni skuggamynd. Og þó vissi hún, að maður hafði komið inn í súlna- göngin. — Halló! Rödd hennar var dimm og skjálfandi í göngunum. Hún fann hvernig loftið titraði í kringum hana. Fótatakið nálgaðist varlega. Það brakaði í þungum skóm. Nú sá hún ógreinilega veru í myrkr- inu, langa og óheflaða. Hún heyrði nafn sitt nefnt. — Julie? Röddin var lág, spyrjandi, næst- um tortryggin. — Hér, sagði hún og beið með- an hann kom til hennar. Svo fann hún kalda fingur fálma eft- ir úlnlið hennar. -—■ Hæ, Julie. Það er ég, Julie, Red. Mannstu eftir mér? Eitt brjálæðislegt andartak hafði hún næstum kastað sér í fang hans. Þegar hún heyrði þessa amerísku rödd, fann hve stór maðurinn var, hve hár, hafði hún leyft sér að vona, að sá sem kom þarna á móti henni og hvísl- aði nafn hennar væri — Russel Thorpe sjálfur. — Red? eitt andartak sagði nafnið henni ekkert. — Monaghan, Red Monaghan, sagði maðurinn lágt. Monaghan, aðstoðarflugmaður- inn? Sami Red, sem var svo ó- svífinn við hana á dansstað í Texas? Hún gat ekki trúað því. Hann hafði eins og Russ verið sagður dáinn. — Já, Julie. Félagi Russ. Hann þrýsti hönd hennar. — Ó, guð. Hún riðaði. Og svo bar hún fram spurninguna, sem I------------------------------------------------------------------------------------------------------ ALSJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN LAVAMAT „nova 64“ er glöggt dæmi um hugvit og frábæran hagleik. Af fjölmörgum kostum leyfum vér oss að nefna: ★ Vélin er alsjálfvirk, þ. e. a. s. að ekki þarf að bíða eftir að hún ljúki forþvotti til þess að setja þvottaefnið fyrir hreinþvottinn. ★ Forþvottur úr köldu, hreinþvottur, fjórar skolanir, sérval fyrir við- kvæman þvott og uil. ■k Ryðfritt stál í trommlu, síu og vatnshólfi. ★ Tvöföld hurð. ★ Örugg varahluta- og viðgerðarþjónusta. Innri hurð með gleri. ---------------------------------------------------------— SÖLUUMBOÐ: Reykjavík: Húsprýði h.f., sími 20440—41. — Akranes: Staðarfell h.f. — PatreksfjörGur: Vesturljós. — Isafjöröur: Verzlun Kjartans R. Guðmundssonar. — SauÖárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. — Akureyri: K.E.A. — Húsavík: Kaupfélag Þing- eyinga. — Austurland: Verzl. Elísar Guðnasonar, Eskifirði. — Vestmannaeyjar: Haraldur Eiriksson. — Keflavík: Stapafell. Aðalumboð: Bræðumil* OrmSSOn h.f.Vesturgötu 3 - Sím. 11467 / ______________________________________________________________________________________________________________1' VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.