Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 47
Hann svaraði ekki um hríð. Hann gekk nokkur skref, snérist á hæl og kom aftur. — Ég gæti að minnsta kosti reynt, býst ég við. En ég get ekki lofað að það gengi eins og áætlað er. Ég gæti ekki sagt: Eftir eina viku sérðu manninn þinn aftur, gamla vin- kona.. Þetta er erfitt fyrirtæki... — Ef ég sendi símskeyti heim og bæði um að senda peningana í símskeyti hingað — það tæki að minnsta kosti dag — gætirðu beðið á meðan? — Ég get það ekki, sagði hann. — Ég verð að fara heim. Ég verð að hugsa um Elsu og börnin. — Já, ég veit en, geturðu ó- mögulega gert það? Framhald í næsta blaði. Angellque Framhald af bls. 24 ske hefurðu komizt að því að hann væri giftur. Kannske að hann hafi svikið þig. Kannske að hann sé dáinn.... — Hann er dáinn, Ninon. — Það er lika bezt. Þá er sár þitt laust við ígerð, en.... Angelique rétti stolt úr bakinu. — Við skulum ekki tala meira um það, Ninon! Mig langar að gift- ast Philippe. Eg verð að giftast Philippe. Þú getur aldrei skilið hvers- vegna. Ég elska hann ekki, það er satt, en hann hefur viss áhrif á mig og hefur alltaf haft. Og ég hef alltaf vitað að hann yrði minn ein- hvern tíma. Segðu ekki meira.... Þegar Angelique kom heim fann hún þennan óskiljanlega sama Phil- ippe í setustofunni sinni. Hann var tíður gestur en það færði Angelique ekki nær markinu. Það lá við að hún væri farin að velta þvi fyrir sér, hvort hann væri ekki að koma til að sjá Marie-Agnés, en þegar hann hélt áfram að koma, þótt Marie-Agnés væri farin til Karmelitaklaustursins í Fau- bourg Saint-Jacques, til að undirbúa komu páskanna komst hún á aðra skoðun. Dag nokkurn frétti hún, að hann hefði státað af því að drekka bezta rosolio í París á heimili hennar. Ef til vill kom hann að- eins til að njóta þessa frábæra drykkjar, sem hún útbjó sjálf með miklu kryddi. Angelique gladdist af því, hve henni lét vel að búa til góðan mat og drykk, og sá enga ástæðu til að nota ekki hverja beitu sem gafst. En þetta særði stolt hennar. Var hvorki fegurð hennar né samræðu- list þess megnug að heilla Philippe? Þegar kom fram á vorið, fylltist hún örvæntingu og því meira sem páskafastan hafði veikt hana. Með sjálfri sér hafði hún leikið sér af of miklum ákafa með þá hugmynd að giftast Philippe, til að hún hefði hugrekki til að hætta við það, því þegar hún væri orðin Marquise du Plessis, yrði hún kynnt við hirðina. Hún myndi finna aftur fæðingar- jörð sina og fjölskyldu og ráða yfir hinni fallegu, hvítu höll, sem hafði verið draumur æsku hennar. Taugar hennar þöndust á vixl milli vonar og kjarkleysis og hana dauðlangaði til að heimsækja La Voisin til að fá upplýsingar um fram- tíðina. Og það var Madame Scarron, sem gaf henni tækifæri með því að heimsækja hana kvöld nokkurt. — Angelique, ég er komin til að sækja þig, þvi ég verð að biðja Þig að koma með mér. Þessi brjálæðingur, Athénais, hefur fengið það í höfuðið að biðja þessa djöfullegu spákonu, Catherine Monvoisin, um ráð af einhverju tagi. Ég veit ekki Vegna hvers. En mér virðist, að nærvera tveggja heiðvirðra kvenna sé nauðsynleg til að vinna á móti þvi illa, sem getur hlotizt af heimsókninni. — Þú hefur fullkomlega rétt fyrir Þér Francoise, flýtti Angelique sér að samþykkja. Ólgandi af óþolinmæði og alls óhrædd gekk Athénais de Montespan ásamt verndarenglunum sínum tveimur inn í hús galdranornarinnar. Þetta var fallegt hús í Faubourg du Temple, því hin nýríka galdra- kerling hafði nú flutt úr skuggahverfinu, þar sem dvergurinn Barcar- ole hafði lengi verið dyravörður hennar. Nú til dags lá við, að fólk færi ekki í felur með að heimsækja hana. Venjulega tók hún á móti viðskiptavinum sínum sitjandi í hásæti, vafin i skikkju, útsaumaða með gullnum býflugum en þennan dag hafði hún ekki brugðið þeim háttum, sem hún lærði með lágstéttar- fólkinu, heldur var dauðadrukkin. Um leið og konurnar þrjár stigu inn yfir þröskuld Catherine Mon- voisin, þóttust þær vissar um, að hún gæti ekki sagt þeim neitt af viti nú. Hún starði lengi á þær með möttum, ölvuðum augum. Svo slangraði hún til hinnar skelfingu lostnu Francoise Scarron og greip hönd hennar. — Þér, sagði hún, — þér eigið óvenjuleg forlög. Ég sé hafið og nóttina og sólin skín yfir öllu. Nótt, það er fátækt, við vitum það öll. Það er ekkert til svartara en hún! Það er eins og myrkrið! En sólin það er konungurinn! Já kæra vinkona, konungurinn mun elska yður — hann mun ef til vill giftast yður. — Hvaða bölvuð vitleysa! hrópaði Athénais reiðilega. — Það var ég, sem kom til að spyrja yður hvort konungurinn myndi elska mig! Þér vitið ekkert hvað þér eruð að segja. — Verið ekki óánægð, litla frú, sagði hin loðmælt. — Ég er ekki nógu full til að rugla saman forlögum tveggja kvenna. Hér fær hver maður sinn rétta skammt. Réttið mér höndina. Það er líka sól í yðar hendi, og svo, svo er hamingja. Já, konungurinn mun elska yður lika, en hann mun ekki giftast yður. —• Plágan hirði þessa fullu norn! muldraði Athénais og kippti að sér hendinni. En La Voisin virtist ákveðin í að láta hvern hafa sinn skammt. Hún þreif hönd Angelique, ranghvolfdi I sér augunum og kinkaði kolli. — Stórkostleg forlög! Nótt, en einnig eldur, eldur sem ræður yfir öllu. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris Framh. í nœsta blaOi. SUNNUORGSBLRfl TIHAHS flytur fróðlega þætti um líf og sögu þjóðar vorrar, skrifaða af ritsnjöllum mönnum. — Blaðið er nú þegar orðið dýrmætt safnrit, og mun innan tiðar verða ófáanlegt nema með geypi verði. AFGREIÐSLAN, Bankastræti 7, sími 12323. ÁVALLT UNG ^AN^ASIIR rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi óburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg ÚTSÖLUSTAÐIR. - REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jóhannessonar. VIKAN 1«. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.