Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 49
fara heim. Þá mundi hann eftir því að ég var til og kom til að h|álpa mér í kápuna, hjálpaði mér líka þegar ég fór með höndina inn í rifið fóðrið á kápuerminni. Melinda hefði auðvitað verið búin að gera við þessa rifu fyrir löngu, hún hefði líka töfrað Róbert með fegurð sinni. Mellý gerði auðvitað við kápuna, en ekki fyrr en eftir marga daga. Eg var að kaupa í matinn í kjörbúð sem var opin á kvöldin. Um leið og ég gekk fram h|á pýramída af sultukrukkum, kom ég auga á Róbert. Hann var með langt franskbrauð í annari hendinni og pakka af vínar- pylsum í hinni. Þetta var viku eftir að ég hitti hann í veizlunni og mig hafði dreymt um hann á hverri nóttu. Melinda hefði kinkað vingjarnlega kolli og haldið áfram við innkaup sín, en Mellý hrökk við og fálmaði út í loft- ið og á næsta augnabliki |á allur sultukrukkuhlaðinn í gólfinu í einni kássu. I sameiningu reyndum við að .tíina upp sultukrukk- urnar sem heilar voru, og þær voru ekki margar. Róbert sneri sér að afgreiðslumanninum sem kom hlaupandi og sagði með afsakandi brosi. — Eg er hræddur um að það séu ekki margar krukkur heilar, en ég skal með ánægju bæta skaðann. — Kemur ekki til mála, sagði maðurinn, — þetta er mér að kenna. — Eg flýtti mér að kassanum til að borga, en Róbert komst þangað á undan mér, ég veifaði með buddunni til stúlkunnar, en Róbert var þá búinn að borga. Þegar við stóðum á gangstéttinni fyrir utan búðina, tók ég eftir því að hann hafði ekki keypt neitt. — Hvað gerðirðu við pylsurnar? sagði ég. — Þær urðu eftir þarna inni, ég á ábyggilega einhvern dósamat heima. Onotaleg hugsun sló mig. Þetta var síðast í mánuðin- um og þessi óvæntu útgjöld mín vegna hefðu kannske komið sér illa fyrir hann. Og til þess að hann færi ekki hjá sér sagði ég, hversdagslega Mellý: — Það er nú svo lítið varið í dósamat, ég sting upp á því að við skiptum með okkur kjötbollunum mínum. Honum létti bersýnilega og sagði: Þakka þér kær- lega fyrir. Ef satt skal segja komst ég ekki ( bankann ' dag. Ibúðin mín var á þægilegum stað og ósköp notaleg, þótt ég segi sjálf frá. Eftir matinn sátum við í þægi- legum sófa í dagstofunni og drukkum kaffið. Allt í einu setti Róbert frá sér bollann og sagði: — Heyrðu Melly, það er skemmtikvöld hjá fyrirtækinu í næstu viku, og Vivien hefur ekki tíma til að koma með tnér. Mér þætti gaman að því að þú kæmir með mér, — það er að segja ef þú ert ekki upptekin. Melinda hafði auðvitað aldrei verið boðin í stað- inn fyrir einhverja aðra, en Mellý varð að kyngja stolt- inu ef hann langaði að fara, og til þess langaði hana ntjög mikið. Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.