Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 45
SJÖTTA HEFTIÐ KOIVSIÐ með forsíðumynd af HLJÓMUM. Allir nýjustu íslenzku og erlendu textarnir. Sendið kr. 25.00 og ykkur verð- ur sent heftið um hæl burðar- gialdsfrítt. Nýir danslagatextar Allir danslagalextamlr af nýjuslu lsr-».?zku plölunum oq nýir Beatles, Davo Clark Five, Rolling Stones og Cilla Black lextar. Úrtlilin I golrouninnl 13 og 4. hoftl TEXTAR VSÐ 160 LÖG FYRfR AÐEINS 90 Öll eldri hefti NÝRRA DANSLAGATEXTA og Beatles mynda- og textaheftið eru nú aftur til og verða seld á kr. 15.00 heftið hjá afgreiðslunni meðan upplag endist, en aðeins örfá eintök eru til af sumum heft- unum. Öll eldri heftin kosta aðeins kr. 90.00, en einnig má panta einstök hefti. Takið greinilega fram hvaða hefti þið viljið fá og sendið greiðslu með pöntuninni, því heftin eru ekki afgreidd í póstkröfu. Sérstök kostakjör: Ef öll eldri heftin eru pöntuð, þá fylgir nýjasta heftið með á aðeins kr. 10.00, eða samtals kr. 100.00. 6W0ERS box 1208 RVÍK Pleos pleai* me — I want lo hold you hand — Twut and ihout — Love me do — The hippy hippy ihake ~-óg allir 14 textarnlr o» plötunni „with the Beotlei" áiamt fjöldo mynda af BEATLES íku ... rödd hans brast... — þá finnst manni það svo fjandi ágætur staður. Gleymdu því aldrei. Hún sat hljóð. Svo and- varpaði hún og lagði hönd sína yfir hans. — Ég vorkenni þér svo sannarlega. Geturðu ekki komið heim til Ameríku, Red? — Mér hefur dottið það í hug. Ég hugsa stöðugt um það. En ég gæti aldrei komið heim sem ég sjálfur. Ef ég væri ekki fús á að verða dreginn fyrir herrétt og fá tuttugu ára dóm eða svo fyrir liðhlaup. Og ég á konu og tvö börn að hugsa um. — Red, sagði hún og fylltist hræðilegum grun. — Er það það sem þú ert að reyna að segja? Að ef Russ kæmist heim, ætti hann það sáma á hættu? — Nei, sagði hann hugsi. Nei, nei, það held ég ekki. Og af mjög eðlilegum ástæðum. Sjáðu til, ég er ekki einu sinni viss um það, en ég held, að í átta ár hafi Russ verið í öðrum heimi. Iiann þjáðist af minnistapi. Hann vissi einfaldlega ekki hver hann var. — Ó, góði guð, stundi Julie. — Mér þykir það leitt, vina mín. Red hló og klappaði henni varlega á handlegginn. — En þetta, sem ég var að byrja að segja um herréttinn, — mismun- urinn er sá, að ég varð þýzkur af ásetningi. Þegar stríðinu lauk, átti ég son og konu. Otto var kominn heim aftur. Hann lét mig hafa persónuskilríki, sem áður hafði átt dauður nazisti, sem hét Ditrich Eberhard. Og síðan hef ég heitið Eberhard. Okkur líður allbærilega núna. Við búurn í út- jaðri Austur-Berlínar. Við Otto eigum lítið bakarí... hlátur hans var beiskur. — Einmitt það, já. Red Monaghan bakari. Red Monaghan . . . hann þagnaði. Julie rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Skerandi neyðaróp barst heiman frá hótel- inu. Barmafullt af skelfingu. Og þótt Julie vissi að það var fullkomlega ómögulegt, vissi að það gat einfaldlega ekki verið þannig, var hún gripin af þeirri skelfingu að röddin, sem hún heyrði, væri rödd Cecelie Thorpe. Red snerist snöggt á hæli og gekk hratt aftur upp eftir súlna- göngunum hann dró hana með sér og laumaðist varlega áfram. Um leið og hann sá heim að hótelinu nam hann staðar og skyggndi hönd fyrir augu. Nú sást gangstígurinn ekki lengur. Það var slökkt á ljósunum. Þau biðu spennt og hlustuðu. Ekkert hljóð heyrðist heiman frá Alpenstadt. Að lokum sagði Red: — Hvað sem þetta hefur verið, þá veit ég eitt fyrir víst. Ég verð að komast héðan eins fljótt og mögulegt er. Hún lagði af stað. Með snöggri hreyfingu greip hann um úlnlið hennar. — Bíddu, Julie! Hvað heldurðu að þú getir gert? Og þar að auki. Hvað er þér mikil- vægast? Einhver kerling, sem skrækir, eða maðurinn þinn? Ég hef ekki tíma aflögu. Kannski hefur hún haft martröð. Kannski hún hafi séð rottu. Hvað viturn við um það? — Eitt andartak fékk ég þá brjálæðislegu tilhugsun ... Hún hikaði — ... að þetta væri frú Thorpe. — Hún er dáin, í guðs almátt- ugs nafni! Julie, þú skilur það kannski ekki, en allt þetta er mjög áhættusamt fyrir mig. Það væri lygimál ef ég segði, að ég gerði þetta eingöngu þín vegna eða fyrir þá gömlu. Ég gerði það aðallega fyrir hann, vegna þess að hann er úrvals náungi. Ég vildi reyna að bjarga honum frá því helvíti, sem það er að vera maður án föðurlands. Þú getur ekki krafizt þess að ég færi að forvitnast urn eitt eða annað,~ bara vegna þess að einhver æpir. — Ég veit það Red. Fyrir- gefðu. -— Okay. Ég skal vera stutt- orður. Kvöld nokkurt í desember — eða var það í nóvember — var ég í Berlín og þar datt ég um mann, sem lá í rennusteini. Hann var í raun og veru dauður. Beina- grind. Það var vesalings Russ. Ég kom honum inn á sjúkrahús. Ég sat yfir honum alla þessa nótt og allan næsta dag. Hann æpti linnulaust. Þegar ég kom aftur eftir hádegismatinn, gekk ég eftir ganginum í áttina að herbergi hans og gettu hvað ég VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.