Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 18
Flóttafólk úr Landbrotinu freista þess að draga björg í bú, og varla seinna vænna. Ef ógnirnar vara lengi, má búast við að hestin- um verði að lokum hætt, og enginn veit, nema leiðia lokist úr eldsveit- unum, en svo fer ef hraunstraumar renna til sævar. Sumir tryggja sér samastaði í öðrum héruðum, koma snöggvast til baka og taka upp fjölskyldur sín- ar. Margir leggja á veglausan flótta. Bæir brenna í hrauneldinum. Aðrir standa eftir auðir og tómir. Yfir landinu liggur blá móða — sól er rauð sem blóð. Sigurður Gunnsteinnson og Sol- veig Halldórsdóttir véku burt úr Landbrotinu. Við upptöku eldanna var áhöfn á búi þeirra: 2 kýr, 3 geldgripir, 9 hross og 43 ær loðnar og lembdar. Sauðfjáreign án efa drýgri, því að þau hafa varla brotið þá almennu reglu: að fremja tíundarsvik á þeirri saklausu skepnu. Ýmislegt í búsgagni fá þau geymt hjá grönnum, sem hvergi fara. Fatnaður og sængurklæði er bundið í klyfjar. Einn pottur og ein kista hengd á klyfberaklakka. Svo mjakast flóttafólkið úr hlaði í Ás- garði, hjón komin á fimmtugsaldur og þrír drengir: synir þeirra 8 og 5 vetra, fóstursonurinn 13 ára gam- a 11. Dauðamóða grúfir blá og ábúð- armikil yfir sviðnu landi í skímu daganna — tungl óð í öskumistri um nætur rautt sem blóð. 2. Fjölskyldan frá Ásgarði átti langa og erfiða ferð fyrir höndum. Leið lá allt út í Vestur-Landeyjar, staðar numið í Fíflholtshverfinu. í Eystra-FífIholti bjó Ormur Halldórs- son, faðir Páls fósturpiltsins. Eins og áður er sagt voru þau Ormur og Solveig systkini, og Sigurður Gunnsteinsson settist nú að í hús- mennsku hjá þessum mági sínum. Fólkið ( Eystra-FífIholti tórði vet- urinn af, en harmkvælalífi, og sá ekki fram úr til hvers mundi leiða. Um vorið fól stiftamtmaðurinn á Bessastöðum síra Jóni prófasti Steingrímssyni á Prestbakka að flytja kassa til sýslumannsins í Vík í Mýrdal. Þal ( voru 600 ríkisdal- ir, sem sendir voru inn í landið bændum á eldsvæðunum til gripa- kaupa. Sýslumaðurinn átti að út- deila fénu. í austurferð síra Jóns Stein- grímssonar urðu á vegi hans ýmsir nauðleytarbændur úr sóknum hans. Greip hann þá til peninganna í kassanum og deildi dálitlu af þeim. Samúð hans með smælingjunum reiknaði valdsmaðurinn honum til afglapa, þótti fram fyrir hendur sér tekið. Verður svo oft að „margur geld- ur góðviljans." Einn þeirra vesalinga, sem síra Jón Steingrímsson rétti glaðning úr gjafa-pinklinum, var Sigurður Gunn- steinsson frá Ásgarði. Hann tók á móti 6 rdl. Högum hans þá var svo komið, að nautgripir hans, sauðfé og hestar, voru dauðir, allt kollfallið. Fyrir þessa 6 dali keypti hann hest. Ef rýnt er inn í fortíðina, verður Ijóslifandi skugginn af bóndanum frá Ásgarði í Landbroti, þegar hann skjögrar á fund eldmessuprestsins. Horaður og krepptur af kröm. Um sumarið fór hann sömu leið og bú- fénaður hans var áður farinn — hvarf út úr lífinu. Haustið 1784 semur sýslumaður Rangæinga lista um flóttafjölskyld- ur, sem eru þar í sýslunni, komnar úr austursveitum. Húsmaðurinn í Eystra-FífIholti átti fjóra að fram- færa og í hlut hans skyldi faila „fra Handel paa Vestmandöer: 2 tdl rug courant 6 rdl 38 sk 2 tdl bygg coUrant 4 rdl 26 sk Þegar plaggið var dagsett, er Sigurður Gunnsteinsson sálaður. Fóstursonurinn Páll Ormsson gefur upp andann í sama mund, dauða- mein vatnsbjúgur. Það var algengur sjúkdómur í móðuharðindunum: „Líkaminn þrútnaði upp, gómur og tannhold bólgnaði og sundur- sprakk með kvalræðisverkjum og tannpínu. Sinar krepptust, sérdeil- is í hnésbótum . . ." — Solveig Halldórsdóttir leitaði austur vorið 1796. Hún hafði stað- ið af sér hallærið og báðir dreng- irnir hennar. Lítilfjörlegt trúss var bundið upp á hest, sem lötraði þol- inmóður við hliðina á tötraklæddum hungurgöngumönnum: Ekkjunni frá Ásgarði og glókoll- unum hennar. — Þegar Solveig kom austur í Land- brot, fór hún í húskofa í Syðri-Vík. Sú jörð var þá enn í eyði. Á Alþingi við Öxará síðari hluta júlímánaðar sendi Lýður sýslumaður Guðmundsson stiftamt- manni greinargerð um ásigkomulag jarða í eldsveitunum, ásamt efna- hag og gripaeign bænda er hald- ist þar við. Gerir tillögur um að styðja þá til að koma upp bústofni á ný. Sýslumaður gleymir ekki Sol- veigu í þessu bændatali. „Denne enke er brav arbejd som beste mands person." Telur eigi fært að styðja hana minna en að kaupa 1 kú og 1 hest, — það framlag nam 14 ríkisdölum. [ þessum málum rakst þó ýmis- legt á annars horn eins og verða vill. Það sem önnur höndin gaf, ætl- aði hin að hrifsa. Um leið og rétti- lega var bent á, að bændum væri lífsnauðsyn að stækka búin og fil móts við þá komið í styrkveitingum, var leiguliðum konungs á Klaustur- jörðum gert að greiða hækkandi leigur af ábýlum sínum. Landsetarnir rifja upp það liðið var: „Hafa sumir af oss afliðna neyð- artíð hér við lafað, aðrir burthrak- ist og hingað aftur skriðið. í því bitra hungri lagt oss til fæðis, það við áttum af skinnareipum og öðru ætilegu og þar á ofan útgefið vorn fatnað og aðra útgengilega hluti til að halda við lífinu, og hefðum þó ekki af komizt, ef guð hefði ekki uppvakið kóngsins hjarta og hans trúrra undirsáta í hans ríki að líkna oss með peningum og matvörum af höndluninni. En nokkrir af oss hafa orðið að gefa til helminga og þar um bil í burtu aftur að ná til þess vegna hestaleysis og sein- legrar úthlutunar." Eftir ragnarök Skaftárelda varð jörð iðjagræn, grasið ilmaði og gott undir bú. Lífsbarátta fólksins er samt hörð, „þegar 4 eða 5 menn lifa á einni kú." Þótt eftir gripum sé leitað í öðrum héruðum eru fá- ir aflögufærir, og ekkert falt nema á uppsprengdu verði. Leiguliðarnir hafa því ekki getað nýtt gæði mold- arinnar, sem jarðirnar buðu fram: „En oss vantar bæði fólk, fæði og skæði, að uppvinna þær. Vær eigum ekki nokkrar vel afsetjanleg- ar vörur, því við höfum allt út- gefið að skyrtunni að halda Kfinu. Við eigum engin skinn til skinn- klæða so við gætum komist að sjó oss til bjargar. Við eigum aungva ull til að klæða oss af, hvað síð- ur að búa til vaðmál eður prjón- les til að láta í kaupstað fyrir mat eður aðrar nauðsynlegar vörur, þar sumir af oss hafa aungva skepnu átt afliðin ströffunarár . . ." Það var ekki undarlegt, þó að hreppstjórarnir hefðu áhyggjur af framfærslumálunum. 3. Hávelborni hr. kammerherra og herra stiftamtm(ann) Háttbjóðandi náðugi herra! Ég orðsakast fyrir yður hável- borna herra að andraga í auðmýkt og undirgefni eftirskrifað: Ekkjan Solveig Halldórsdóttir kom hér í sveit í júní-mánuði næst- liðið sumar með tveimur sínum börnum. Hún bjó í Ásgarði hér í sveit með sínum manni, Sigurði Gunnsteinssyni; hann er nú sálaður. Nefnd ekkja, Solveig Halldórsdótt- ir, á sveit í Hornafirði í austur parti Skaftafellssýslu, en bæði hennar börn eiga hér sveit. Nú eftir því að hér eru sérdeilis mikil sveitaþyngsli af bjargarlausu sveitarfólki, er búandi fólkið bæði fátt og fátækt að undirhalda sveit- arómaga hér, vildum við hrepp- stjórar hér hafa komið nefndri Sol- veigu til sveitar sinnar með fyrstu hentugleikum. En eftir því fólk var farið að búa sig til ferða og sinna bjargræðisútvega, varð ei viðkomið að flytja hana til sinnar sveitar, so og þegar fólk kom hér aftur úr sínum bjargræðisútvegun, fóru all- ir strax að slá; og var so Solveig hér í sveitinni næstliðið sumar vegna þessara óhentugleika. Næstliðið haust um Mikaels- messuleyti fóru héðan úr sveit tveir menn að kaupa kýr austur í nefnd- an Hornafjörð og áttu þeir að flytja nefnda Solveigu til sinnar sveitar eftir fyrirlagi okkar hreppstjóra hér. En mitt í þessu, án minnar ráðstöf- unar, tók Ólafur Ólafsson á Austra- Horni nefnda ekkju á sitt heimili. Nú sem ég sá og fornam þessa hans fyrirtekt upplagði ég hönum að flytja nefnda Solveigu 'tjl sveit- ar sinnar, þá hann héldi hana ei lengur, þar hann hindraði (án minn- ar tillátssemi) hennar flutning með nefndum mönnum til sveitar henn- ar. Er því mín auðmjúk bæn til yðar, háborni herra, að gjöra eina dec- ision, hvört nefndur Ólafur skal ei skyldugur að flytja ekkjuna Sol- veigu H. d. til hennar sveitar á sjálfs síns kostnað, so og hvört hún skuli ekki vera hönum ábyrgð til framfæris allt so lengi hann flytur hana ei til sveitar sinnar á sjálfs síns kostnað. Ekkjan Solveig á einn hest lif- andi, og er mér fortalið, að hann hafi hálfpart keyptur verið fyrir þá peninga, sem bóndi hennar Sig- urður G. s. fékk fyrir náðuga til- hlutan, (sem annað eldfólk hér) en hálfpart hafi hann hestinn borgað af sínu eigin góssi, (veit ég þó ei fyrir víst, nema hann hafi að öllu leyti keyptu verið fyrir nefnda pen- inga). Næstliðna hreppastefnu settu við hreppstjórar hér niður hjá nefndum Ólafi Ólafssyni annað barnið hennar Solv. til næstu far- daga,- átti hann að halda nefndan ómaga 10 vikur. En vildi hann ei hafa barnið nefndan tíma fyrir hestsbrúkunina, kynni hann vel gefa okkur til vitundar, so við eður einhvör annar kynni hestinn til láns hafa nefndan tíma fyrir barns- ins undirhald þessar 10 vikur. Nú er enn téða barnið ag hesturinn hjá Ólafi og kann verða til næstu fa rdaga. Nú á Solveig hálfan hestinn en þessi tvö börn hennar hálfan. Er þess vegna mín auðmjúk fyrirspurn til yðar, háborni herra, hvað gjöra skal nú með þennan hest næstkom- andi vor; hvört hann skal seljast Jg VIKAN 10. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.