Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 50
BLAUPUNKT BÍLTÆKI „Standard" Festingar í flestar tegundir bifreiða. FERÐATÆKI með festingum í bíla. Einnig má setja í samband plötuspilara eða segulband. SENDUM GEGN PÖSTKRÖFU Feröa" tæki með innbyggðum plötuspilara fyrir allar stærðir af plötum - battery og 220 volt. Q mismunandi tegundir ferða- tækja með bátabylgju. FULLKOMIN VIÐGERÐAÞJÓNUSTA RADIOVER sf. Skólavörðustíg 8 - Reykjavík • S'mi 73525 BACONBRAUÐ Skerið formbrauðið eftir endiiöngu og skerið síðan sundur í miðju, en með þessu fást mjög stórar sneiðar. Ristið þær eða steikið á pönnu. Steikið nóg af bacon og þekið brauðsneiðarnar með þvi. Eplin rifin á rifjárni, rifinni piparrót blandað í, og allt steikt í baconfeitinni. Eplablandan sett i miðjuna á hverri sneið og tómatbátum raðað utan með ef þeir fást. iHEIT BOLB.A Skerið ósæta hveitibollu (fást í brauð- búðum) í tvennt og skerið neðan af kúpta hlutanum, svo að hann standi líka stöð- ugur á diskinum. Smyrjið þykkt með góðri lifrarkæfu, setjið nóg af sveppum, sem áður hafa verið skornir og soðnir stutta stund í smjöri, ofan á, kryddið með salti og pipar. Þunnar baconsneiðar, ekki mjög langar, lagðar ofan á og brauðið sett í heitan ofn í 15—20 mín. eða þar til baconið er vel stökkt. BUFF TARTAR 600 gr. fínhakkað, gott nautakjöt, 2 eggjarauður, salt, hvítur pipar, örlítið vatn. Ofan á er sett: 4 eggjarauður, hrár, saxaður laukur, kapers, rauðbeður. Raunverulegt buff tartar er alveg hrátt nautakjöt með ofantöldu ofaná, en það fellur ekki í allra smekk, enda er nautakjötið hér varla eins gott og fyrsta flokks kjöt erlendis. Þetta buff er því aðeins steikt. Eggjarauðunum tveimur er hrært í kjötið og örlitlu vatni bætt í, kryddað með salti og pipar. Gerð úr kringlótt stykki, sem eru steikt mjög hratt báðum megin, því að innan í eiga þau að vera hrá. Hrá eggjarauða sett á hvert stykki, lauk, kapers og söxuðum rauðbeðum raðað utan með eins og á myndinnl. Fyrir fjóra. gQ VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.