Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 22
Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 39. hluti Á mildum vornóttum sat hún fyrir framan eldinn eða fyrir opnum glug-ga og beið eftir því að klukkustundirnar liðu. Hana skorti þá elju og áhuga, sem venjulega hélt henni gangandi. Hún var fómarlamb þjáninga, sem hún gat ekki skilið. Því ungur líkami hennar var einmána, meðan hugur hennar og hjarta dvaldi meðal anda og minninga hins liðna. Svo stóð hún snöggt upp, greip kerti, gekk til dyra og beið í myrkum ganginum eftir einhverju, sem hún vissi ekki hvað var... AS þessu sinni snerust allra höfuC eins og á einum búk í áttina til Angelique. Hún brosti enn. Ljósið lék um hálfopnar varir hennar. Rakinn, sem þakti gullna húS hennar, kom henni til að glansa eins og laufblaS undir daggardropa. Þreytan, sem litaSi augnalok hennar blá gaf henni einkennilegan svip nautnar og einmanaleika. Karlmennirnir, sem viðstaddir voru, titruðu. Þögnin var Þung og mettuS. Chevalier de Hére sagði i lágum hljóðum: , — Þér eigið ennþá völina, Madame. Ef þér neitið, er veðmálinu aflýst, og allt situr við sama og var við lok siðasta spils. Ef þér sam- þykkið, er veðmálið í gildi. Angelique tók upp spilin. — Veðmál samþykkt, Monseigneur. Hún hafði ekkert nema gosa, drottningar og lágspil; verstu spilin, sem hún hafði fengið allt kvöldið. Eftir nokkur kaup heppnaðist henni þá að koma sér upp sæmilegum spilum. Nú átti hún tveggja kosta völ: Að leggja spilin undir eins, og tefla á þá hættu að de Condé hefði ef til vill betri spil en hún, eða að reyna að koma sér upp enn betri spilum með aðstoð „happdrættis". 1 Því tilfelli gæti prinsinn, sem ef til vill hefði ekki of góða hönd sjálfur, bætt stöðu sína og ef til vill lagt lokun, með kóng og ásum, fyrir hana. Hún hikaði. Svo lagði hún spilin. ' Áhorfendum hefði ekki brugðið meir, þótt hleypt hefði verið af falibyssuskoti. Prinsinn starði á spil hennar og engin taug I líkama hans hreyfðist. Svo reis hann snöggt á fætur, breiddi hægt úr spilunum sínum á borðið og hneigði sig djúpt: — Hötel de Beautrellis er yðar eign, Madame. 78. KAFLI Hún gat ekki trúað sínum eigin augum. Spili hafði verið flett, lágu, ómerkilegu spili, en það og fjarstæðukennd hamingja hafði fært henni Hðtel de Beautreillis á ný! Hún leiddi litlu drengina sína tvo og þaut í gegnum þennan glæsilega samastað. Hún þorði ekki að segja við þá: — Þetta átti faðir ykkar! En hún sagði hvað eftir annað: — Þetta eigið þið! Þið! Hún grandskoðaði hvert smáatriði: Ferska skreytingu gyðjanna, styttanna og laufskurðarins, smíðajárnshrings í svölunum, panelþilj- anna, sem nú voru notaðar í staðinn fyrir þung veggteppi. 1 hálfrökkri stiganna og ganganna glitraði á gull og blómafléttur, sem hér og þar voru rofnar af ljómandi styttuarmi, sem hélt á blysi. De Condé prins hafði ekki búið þetta hús húsgögnum því hann hafði lítinn áhuga fyrir því. Hinsvegar hafði hann lítið flutt burt af þeim húsgögnum sem fyrir höfðu verið, og Það sem eftir var, gaf hann Angelique með örlæti hins mikla manns. Hann tók tapi sínu vel og yfirgaf spilasalinn eftir að hafa goldið veðmálið. Ef til vill var hann særðari en hann lét á sér sjá. Konan hafði ekki augu fyrir neinu öðru en Hötel de Beautrellis, og hann velti því fyrir sér með nokkru þung- lyndi, hvort vináttan, sem hann hefði stundum getað lesið í augum hins fagra sigurvegara síns, hefði ekki, þegar allt kom til alls, aðeins verið kænskubragð. En hann var ekki hrifinn af því að eiga á hættu að orðrómur um spilið bærist til eyrna hans hágöfgi. Konungurinn var ekki skilnings- ríkur á sérvizku eins og fjárhættuspil. Svo prinsinn ákvað að hverfa um sinn til Chantilly. Angelique var ein með dýrðardrauminn sinn. Af ódulinni ákefð tók hún að skreyta húsið samkvæmt nýjustu tizku. Smiðir og allskonar iðnaðarmenn voru sóttir. Hún skipaði Monsieur Boulle að smíða henni húsgögn úr gagnsæjum viði, með inngreyptu fílabeini, skjaldbökuskel og gullbronsi. Útskorið rúm hennar, stólar og veggir svefnherbergis- ins voru yfirdekkt með grænhvítu satíni með stórum gullblómum. 1 dyngju hennar var borðið og trébekkirnir skreytt með fölbláum gler- ungi. Gólf beggja þessarra herbergja var úr viði, sem var svo ilmandi að lykt hans brauzt í gegnum klæði þeirra, sem gengu á Því. Hún lét sækja Gontran til að mála loftið í stóra salnum. Hún keyptl þúsund smáhluti, smáskreytingar frá Kína, málverk, lín, gull og kryst- allsdiska. Skápurinn sem einnig var skrifborðið hennar var álitinn mjög sjaldgæfur hlutur af ítalskri gerð og var næstum eina fornhús- gagnið í húsinu. Það var úr svartviði, bryddað með bleikum og kirsu- berjarauðum rúbinsteinum, granatsteinum og fjólubláum gimsteinum. Meðan hún var með þetta eyðsluæði keypti hún éinnig lítinn, hvítan hest handa Florimond, svo hann gæti riðið eftir götum garðsins. Cantor fékk tvo sterka en gæfa dráttarhunda, sem hann gat beitt fyrir litla, gyllta hundakerru, sem hann gat setið í. Sjálf fylgdi hún tizkunni með Því að kaupa einn af þessum síðhærðu litlu kjölturökkum. Hún kallaði hann Chrysantemum. Florimond og Cantor, sem höfðu ekki smekk nema fyrir stórum, herskáum skepnum, sýndu þessari vasaútgáfu af hundi opinskáa fyrirlitningu. Að lokum til þess að halda flutninginn inn í nýja húsið hátíðlegan, ákvað hún að efna til mikillar veizlu og dansleiks. Þessi hátíð var til að staðfesta hina nýju stöðu Madame Morens sem ekki var lengur súkkulaðiselja í Faubourg Saint-Honoré, heldur ein af hinum góðu konum á Marais. Veizlan í Hötel de Beautrellis var stórvelheppnuð. Mesta fyrirfólkið í Paris sat boðið. Madame Morens dansaði við Philippe du Plessis Belliére, stórglæsilegan að vanda í grænbláum satínklæðum. Kjóll Angelique var úr kóngabláu flaueli, gullbryddaður. Þau voru glæsilegasta parið i veizlunni. Það kom Angelique á óvart, að sjá kuldalegt andlit hans þiðna lítið eitt í brosi, þegar hann leiddi hana og hélt hönd hennar hátt I branale yfir þvert dansgólfið. — Nú eruð þér ekki lengur prinsessa sorgarklæðanna, sagði hann. Hún geymdi þessi orð í hjarta sínu með þeirri afbrýðissömu til- finningu sem oft fylgir dýrmætum, sjaldgæfum gjöfum. Leyndarmálið um upphaf hennar gerði þau að samsærismönnum. Og hann mundi eftir litlu, gráu verunni sem með titrandi hendi leyfði hinum glæsilega frænda sínum að leiða sig. — Óttalegur kjáni gat ég verið, sagði hún við sjálfa sig og brosti. Þegar húsið var fullgert færðist einhver drungi yfir Angelique. Þetta glæsilega heimili gleypti hana. Hðtel de Beautrellis hafði verið henni of þýðingarmikið. Þessi samastaður, sem Joffrey hafði aldrei búið I, en virtist þó mettaður minningum, kom henni fyrir sjónir eins og hann hefði elzt fyrir aldur fram af langvarandi sorg. Það eru minningar þess sem gæti hafa orðið, hugsaði hún. Á mildum vetrarnóttum sat hún fyrir framan eldinn eða fyrir opnum glugga og beið eftir því að klukkustundirnar liðu. Hana skorti ennþá elju og áhuga, sem venjulega hélt henni gangandi. Hún var fórnarlamb þjáninga, sem hún gat ekki skilið. Því ungur líkami hennar var ein- mana, meðan hugur hennar og hjarta dvaldi meðal anda og minninga hins liðna. Svo stóð hún snöggt upp, greip kerti, gekk til dyra og beið í myrkum ganginum eftir einhverju, sem hún vissi ekki hvað var.... Var einhver að koma?.... Nei! Allt var hljótt. Börnin sváfu í her- bergjum sínum, í gæzlu tryggra þjóna. Hún hafði fært þeim á ný hús föður þeirra. Nótt nokkra lá Angelique sem oftar i stóra, útskorna rúminu sinu. Henni var kalt. Hún snerti mjúkt, stinnt hörund sitt og strauk létt yfir það, döpur í huga. Enginn lifandi maður hefði getað fullnægt þrá hennar. Það var einmitt þá, sem úr djúpum næturinnar hljómaði söngur, himneskur, fíngerður söngur, líkastur söng englanna þegar þeir svífa yfir landið á aðfangadagskvöld. Fyrst hélt Angelique, að þetta væru ofheyrnir. En þegar hún gekk fram á ganginn, heyrði hún greinilega að það var barnsrödd, sem söng. Hún tók kertastjakann og gekk I áttina að barnaherberginu. Hún lyfti dyratjaldinu hægt og nam þar staðar, hrifin af Því, sem fyrir augu hennar bar. Silfurgljáandi náttlampi kastaði daufri birtu yfir herbergið, þar sem stóðu rúm litlu drengjanna. I stóra rúminu sínu stóð Cantor I hvitu nátttreyjunni, með litlu, þybbnu hendurnar krossaðar yfir magann. Hann beindi augum sínum upp á við og söng eins og líttill Paradísar-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.