Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 43
hafði ólgað hið innra með henni í átta þjáningarfull ár: — Lifir hann? — Svo sannarlega, Julie. Og þú skalt fá að hitta hann. Það verð- ur ekki auðvelt að koma því í kring, en þú skalt fá það. — Ó, góði guð, ég þakka þér. Guð, ég þakka þér. Hvar er hann? — Á sjúkrahúsi, vina mín, í Austur-Þýzkalandi. Hann er ekki sá sami Russ, sem þú þekktir eða sem ég þekkti heima í Texas, Julie. En hann lifir að minnsta kosti. Hann hefur orðið að þola helvíti á jörð, en hann lifir. — Ó, Red! Hún grúfði andlitið að grófu efninu í frakkanum hans. — Þakka þér fyrir, hvísl- aði hún innilega og gat ekki hætt að snökta. Hann strauk hár hennar og hélt henni þétt upp að sér. —■ Svona Julie, svona, það er allt í lagi með hann. Það verður allt í lagi með hann. — Góði guð, ég þakka þér. Hún nötraði frá hvirfli til ilja. — Og þið hinir? Allir þið hinir? — Það er löng saga .... Hann tók varlega undir handlegg henn- ar. Komdu, við skulum koma lengra burt frá hótelinu. Hann leiddi hana út með dimmum súlnagöngunum. Svo snéri hann höfðinu og leit á hana. — Hvenær fæ ég að hitta hann, Red? — Mjög fljótt, vona ég. Það verður ekki svo auðvelt að koma því í kring. Þú verður að vera þolinmóð svolítið lengur. Julie, ekki vænti ég að þú hafir amer- ískar sígarettur á þér? —- Jú, svo sannarlega. Hún dró pakka upp úr vasan- um á regnkápunni sinni og rétti honum hann. Hann kveikti á eld- spýtu, og þegar hann hafði feng- ið glóð í sígarettuna, hélt hann logandi glóðinni upp að andliti sínu og sagði beisklega: —-Mað- ur er svo sem orðinn eldri, er það ekki? Kinnarnar voru orðn- ar grófar og augun innfallin. Hinn forni Don Juan frá Dixie ■ pilsefni medf íofnum teygjustreng margir litir SÖLUSTAÐIR: KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT 'OG SÍS AUSTURSTRÆTI A V ♦ * A-10 10-8-6-5-4-3 A-6-3-2 . A A V ♦ * D-9-8-4 A-D-G-9-2 D-G-10 G N V A S * V ♦ * 7-5-3-2 K-7 9- 8-7 10- 5-4-3 A K-G-6 y ekkert + K-5-4 4, K-D-9-8-7-6-2 N-s á hættu, vestur gefur. Norður Austur dobl pass pass pass 6 lauf pass Útspil tíguldrottning. Það er alkunna í bridge að oft fæst ágætur árangur úr spili, sem er illa meldað og ennþá verr spil- að. Norðurspilarinn í ofan- greindu spili var þekktur fyrir bjartsýnar sagnir og pass var svo til óþekkt fyrirbrigði hjá honum. Hann var hins vegar gæfusamur í þessu spili að hafa mjög góðan spilara á móti sér. Suður drap útspilið í blindum og byrjaði strax að undirbúa væntanlegt endaspil með því að trompa hjarta. Síðan spilaði hann laufi á ásinn og gosinn frá vestri staðfesti grun hans um að tromp- liturinn félli ekki. Aftur var Suður Vestur 2 hjörtu 1 hjarta 5 lauf dobl pass pass pass hjarta trompað og þar með átti sagnhafi aðeins fjögur tromp eft- ir. Nú kom spaði, tíunni svínað og þegar hún hélt var ásnum spilað og síðan spilað hjarta í þriðja sinn. Austur kastaði tígli, sagnhafi trompaði, tók spaða- kóng og laufkóng, og spilaði síð- an tígulkóng og meiri tígli. Vest- ur átti slaginn en nú átti austur aðeins 10-5 í trompi eftir og sagn- hafi D-9, þannig að spilið var unnið. „Nú var eins gott að ég sagði elcki sjö, makker,“ sagði norður. „Ég var mikið að hugsa um það“. „Já, það má nú segja,“ sagði suð- ur og strauk sveittan skallann. VIKAN 10. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.