Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 20
Lúðvík 13. Ma Hingað til hefur engin antík- yerzlun verið sett upp á Islandi, enda hafa íslendingar ekki sótzt eftir því að hafa í kringum sig húsgögn af hinum svonefndu klassísku stíltegundum: Barok og Rococo er einkum eru kennd við þrjá kónga franska: Lúðvík 14., Lúðvík 15. og Lúðvík 16. Sólkonungurinn númer 14 var maður hinnar ytri fágunar og skreytingar allar á húsum, höll- um og klæðnaði tóku miklum breytingum á hans tíð og voru stældar í nágrannalöndunum. Hann lét gera húsgögnin léttari en þau höfðu verið og flúra þau ákaflega svo sem kunnugt er. Þeg- ar Rococo-stíllinn kom til sög- unnar, var flúrið allt fínlegra. Þess konar húsgögn hafa þótt sjálfsagður hlutur hjá því fólki erlendis, sem komið er í álnir. Nú hefur hinsvegar Láðvík 13. komizt skyndilega í tízku, en enginn vildi neitt með hann hafa hingaðtil. Hann ríkti frá 1610— 1643 og réði smekknum eins og öðru á þeim tíma, sem Frakk- land var á uppleið til þess að verða stórveldi. Lúðvíks þrett- ánda húsgögn eru dökk og frem- ur sterkleg. Þau eru ekki bein- lír.is þung, en öllu klossaðri en þ u, sem kennd eru við aðra Lúðvíka. Þau þykja fara vel með nútíma húsbúnaði og frægir lista- menn jafnt sem bankastjórar keppast nú við að ná sér í Louis Treize, sem fornsalarnir grafa upp á aldagömlum háaloftum og höllum í Frakklandi. Armarnir á stólunum eru bogamyndaðir og yfirleitt er grindin útskorin í a.Ilskonar bogamyndir. Bökin eru yfirleitt há. Tveir Louis Treize stólar í íbúð rithöfundarins James Johns í París. Bibltein kvHcmynclud Hinn nauðrakaði Adam og Eva eru að vonum klæðlítil í aldin- garðinum Eden. > Bók bókanna hefur lengi verið uppáhaldsbókmennt kvikmynda- framleiðenda. Þeir hafa gert sér mat úr boðorðunum tiu, Barra- basi, ævi Jesú Krists og mörgu fleiru. Rómverjinn Dino de Laur- entius er einn þeirra, sem lesið hefur Bibliuna og látið sannfær- ast um, að i Bibliunni væri það efni, sem hann hefur lengi ver- ið að leita að. Aðrir hafa orðið de Laurentiis fyrri til að upp- göltva efnið, en hann hcldur því fram, að allir liinir hafi íarið vitlaust að. Hann segir til dæmis, að það sé tóm vitleysa að taka einhver ákveðin -atriði ein út úr og stílfæra þau sem mest. Hann ætlar að kvikmynda alla fyrstu Mósebók eins og hún leggur sig, frá sköpun heimsins til Abra- hams og ísaks. Hann ætlar að hafa þriggja ára undirbúning, vera eitt ár að taka myndina, og allt á að kosta sem svarar rúmum sex milljónum íslenzkra tkróna. Hann hefur ráðið John Huston sem leikstjóra, en Christ- opher Fry hefur ráðizt til að gera kvikmyndahandritið. Fyrir báða gilda þau æðstu fyrirmæli de Laurentiis, að hvika í engu frá frásögn Biblíunnar. í þessari mynd eru hlutverkin frægari en leikai-arnir. De Laur- entis segir, að öllu máli skipti að finna leikara, sem svari lil þeirrar hugmyndar, sem flestir hafa gert sér um viðkomandi Biblíupersónur. Markmiðið er, að þegar t. d.Eva kviknar á hvita tjaldinu, andvarpi sem flestir bíó- gestir: Einmitt svona hef ég hugsað mér Evu. Þannig sjáum við, við hlið nafna eins og Ava Gardncr og Peter O’Toole nöfn Ulla Bergryd (Eva) og Michael Parks (Adam). En skyldu allir hiafa hugsað sér Adam nauðrakaðan? I Hvert sinn, sem sænski prófess- orinn Georg Borgström fer frá Michigan State University í Banda- ríkjunum og fer til heimalands síns, eru það talin mikil tiðindi í dagblöðum þar. Borgström er nefnilega einn helsti sérfræðingur heimsins í öllu, sem viðkemur fjölgun mannkynsins og næringar- vandamálum í sambandi við það. 1 mörg ár hefur hann haldið því á lofti, að mannfjölgunin sé orðin svo gífurleg á jörðinni, að eitthvað verði að gera til að stemma stigu við þvi hið fyrsta, áður en mann- kynið ferst af næringarskorti. 1 hverri bókinni af annarri hefur hann sagt þessa skoðun sína: Heimsendir á næstu grösum! Hann neitar því alveg ákveðið að „Það bjargist einhvernveginn". Við verðum að sjá takmörkin fyrir tilverumöguleikum okkar, og að heimsendir er á næsta leiti ef ekk- ert er að gert. Árið 2000 verður mannkynið langt yfir 6 miljarða — en í dag er það 3,2. Hvernig á að fæða þennan fjölda, þegar rúm- lega helmingur mannkynsins fær ekki nægan mat i dag? HEIMSENDIR Á NÆSTÖ GHÖSUM! 2Q VIKAN 10 tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.