Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 46
SunfesK APPELSÍN SÍTRÓN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili heyrði? Nafn þitt. Hann æpti: Julie, Julie! Það var átakanlegt! Læknarnir sögðu að það væri sennilega af áfallinu, sem hann fékk af því að vera kominn svo nærri dauðanum, sem hann varð að sjálfum sér aftur. Nákvæm- lega eins og þegar fólk fær höf- uðhögg, þú veizt. Sama kvöld bað hann mig um pappír og penna, og hann skrifaði nafnið þitt með prentbókstöfum og var svo stoltur á svipinn, að maður hefði getað haldið að hann hefði nýlega fengið Nóbelsverðlaun eða eitthvað þess háttar. Hann rétti henni pappírsmiða. í ljósinu af eldspýtu leit hún á hann og grét. Þetta var eins og eftir barn, sem var að læra staf- rófið og hefur krabbað stóra og jafna prentbókstafi. Russ, sem hafði háskólapróf frá Harvard. í þessari tómu skel sem var ekk- ert nema niðurbrotinn, vanmátt- ugur, hjálparvana líkami bjó ást- arneistinn ennþá, ástin til henn- ar. Hún bar pappírsmiðann upp að vörunum, tár hennar féllu á hann. Hún sá andlit hans fyrir sér í myrkrinu og þokunni. Stóru heillandi augun grátbáðu hana: — Julie, hjálpaðu mér ... -—- Það hafði svo sem verið fyr- ir sig, sagði Red lágt, — ef hann hefði meðan hann var minnislaus verið eitthvað ómerkilegt, til dæmis bakari. En Russel var alltaf svo gáfaður, vel gefinn. Það veiztu og það óheppilega er að hann var það einnig meðan hann var maður. Eftir því sem ég hef getað komist næst var hann í nánu sambandi við hátt- setta kommúnistaleiðtoga. Hann hafði varðveitt flokksleyndarmál. Því næsta dag, þegar ég kom til sjúkrahússins voru nokkrir stór- ir, ruddalegir náungar hjá honum og sögðu: —- Reyndu að muna, þú verður að reyna að muna og fleira í þeim dúr. Red andvarpaði. — Svo þú hlýtur að skilja að þeir verða ekkert ginkeyptir fyrir því að leyfa honum að stinga af, þegar honum sjálfum dettur í hug og það veit sá sem allt veit, að það er nógu erfitt að koma þeim út af austursvæð- inu, þótt ekki sé þannig í pottinn búið... Julie hlustaði á hann með grátstafinn í kverkunum. Hún lagði pappírssnepilinn á hné sér og sléttaði úr honum. — Ég gerði áætlun og hófst handa, sagði Red. — Það var ekki auðvelt... Með aðstoð Elsu og Ottó hafði hann staðið fyrir heimsókn ryk- sugusalans, (það var flóttagyðing- ur, sem hafði verið fús að heim- sækja frú Thorpe í svip) og einn- ig heimsóknina, sem frænka Elsu, gift amerískum hermanni, hafði gert. Og svo hafði Russ tekið ofan skólahringinn sinn og látið hann sem sönnunargagn. — Var þá konan með útsaum- inn alls ekki Elsa? — Nei. Nei, andskotakornið. Ég varð að nota eingöngu fólk, sem fór til Ameríku eftir lögleg- um leiðum. Reyna að fá það til samstarfs. Koma vitinu fyrir það. Ég mátti ekki taka þá áhættu að hringja til Ameríku, og ég þorði heldur ekki að skrifa bréf. Stóru náungarnir, sem ég hitti hjá Russ, höfðu auga með mér. Þeir höfðu stöðugt auga með mér. Þeir vissu að það var eitthvert samband milli Russ og mín — Þess Russ, sem þeir þekktu ekkij lengur. Og þeir voru tortryggn- ir. Og þeir eru ennþá tortryggnir. Red flýtti sér að halda áfram. Hann hafði komið í kring fund- inum við frú Thorpe í Alpen- stadt, og Red hafði farið með fjölskyldu sína svo þetta liti út eins og venjulegt frí. Og þeim hafði reynzt mjög erfitt að kom- ast út úr Þýzkalandi og meira að segja hér í Alpenstadt höfðu þau orðið að fara huldu höfði. — Ég þori að veðja að þeir vita, að ég er nú á þessu andar- taki hér að tala við þig, sagði hann. — Hvaða von er þá til, Red? — Það er alltaf til von, kann- ski meiri von en maður heldur. Alveg þangað til tengdamóðir þín dó hélt ég að ég hefði komið öllu í kring. Þetta var mjög flók- in áætlun. Hún var að mestu leyti fólgin í mútum. Þetta var fjárfrekt fyrirtæki en frú Thorpe var fús til samstarfs. Hún hafði pantað peningana heiman að. En svo dó hún, því miður. — Hversu miklir peningar voru annarsvegar, Red? Hann dró djúpt andann. — Tuttugu þúsund dollarar, Julie. Það kostar kannski ekki alveg svo mikið, en ég þarf að fá þá upphæð, svo ég sé alveg öruggur. Og eins og ég sagði við frú Thorpe, það sem ég ekki þarf að nota — það fær hún að sjálf- sögðu aftur. Hann klappaði henni á öxlina. — Þegar ég kom héma í kvöld, átti ég ekki von á því, að þú værir með svo mikla fjárhæð. Og það skil ég mætavel. Það sem ég ætlaði fyrst og fremst að gera, var að láta þig vita að Russ er lifandi og hann er enn- þá ástfanginn af þér og á ein- hvern hátt og einhvem tíma kemst hann út. Ég hélt að þér þætti gott að fá að vita það. Hann rétti henni höndina. — Vertu sæl, Julie. Ég verð að fara frá Alpen- stad meðan ég er ennþá í heilu lagi. Það er... hann kveikti á eldspýtu og hélt henni fast upp að klukkunni sinni... næstum miðnætti. — Red, ef ég gæti á einhvern hátt náð saman peningunum og léti þig fá þá, áður en þú ferð heim aftur... gætirðu þá ... hadið áfram með fyrirætlanir þínar? BRILLO stálsvömpum sem GLJÁFÆGIR potta og pönnur jafnvel fljótar en nokkru sinni fyrr. 4Q VIKAN 10. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.