Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 6
ULTRfl+LflSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞA MEIR SILKIMJÚK AUGNAHAR. ULTRA'LASH er fyrsti augnháraliturinn sem lenglr og þéttir augnahárin án þess aS gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráSa. Allt sem þér þurfiS aS gera er aS bera ULTRA»LASH á meS hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leiS og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiSi og ekkert ergelsi út af -gljáalausum og klístr- uSum augnhárum. ULTRA'LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eSa bletti. Þetta er fyrsta skaSlausa efniS sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auSvelt aS hreinsa á nokkrum sekúnd- um meS Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góSum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. alltaf það hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna: Einkaumboð á íslandi fyrir Simms Mofor Units (International) Ltd., London ÞJONUSIAN Önnumst ollar Yiðgerðir og stillingar á SIMMS olíuvcrkum og cldsncytislokum fyrir dieselvélar. BlÖRN&HAIiDÓR HF. SIÐUMÚLA9 SfMAR 36030.36930 Höfum fyrirliggjandi varahluti ! oliuverk og cldsncytisloka. Leggjum óhcrzlu á aS Yeita eigendum SIMMS olíuverko fljóta og góðo þjónustu. TÍZKUSÝNINGARDÖMUR Sæl Vika! Mig langar til að koma dálitlu á framfæri og ég valdi Vikuna til þess, ég vona að ég fái þetta bréf birt því ég veit að það hafa fleiri áhuga á þessu en ég. Þetta er í sambandi við tízkuskólana og því sem því fylgir. Mig lang- ar til að spyrja, af hverju er ekki stofnað félag fyrir þær stúlkur sem hafa verið í tízkuskólum og hafa áhuga á að verða tízkusýn- ingardömur? Þeim er ekki gefið tækifæri til að sýna hvað býr í þeim á þessu sviði t.d. hafa verið haldnar sýningar hér og þær stúlkur sem sýnt hafa, hafa yfir- leitt ekki verið úr tízkuskólum, það hefur bara verið leitað á göt- um bæjarins af stúlkum sem hef- ur verið haldið að séu hæfar til að sýna föt það hefur ekki verið leitað til þeirra sem lært hafa að sýna föt. Að mínu áliti finnst mér þetta vera mjög mikil móðgun við þær stúlkur sem hafa verið í tízkuskólum. Svo þakka ég þér fyrir allt gott sem komið hefur í Vikunni. Skólastúlka. P.S. Hvernig er skriftin. Væri nokkur leið að fá birtar myndir af Maríu, Thelmu og Guðrúnu? -----— Það er ekki annarra að stofna stéttarfélag tízkuskóla- kvenna, þær verða að gera það sjálfar og þá fyrst geta þær kom- ið fram með sínar kröfur, og verði þeim ekki sinnt, er sjálf- sagt að fara í verkfall. Meðan þær láta ekkert á sér kræla sjálf- ar vcrður haldið áfram að þramma um göturnar í leit að stúlkum til að hengja föt utan á og enginn getur sagt neitt við því. P.S. Skriftin er hörmulega ólæsi- leg og stafsetningin bág. Óskir þínar varðandi Maríu, Thelmu og Guðrúnu uppfylltum við í 6. tbl. 1965. ORÐSENDING TIL KENNARA. -------Mig langar að koma á framfæri ráði til kennara. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að okkur krökkunum líkar bezt við þá kennara sem tala við mann eins og jafnaldra sína? Glettast og hafa gaman af tví- ræðum sögum en fara hvergi yf- ir takmörkin. Ég á því láni að fagna að hafa einn slíkan. Hann er dásamlegur. Við berum bæði virðingu fyrir honum og getum talað við hann sem félaga. Því miður er líka einn sem er algjör andstæða. Við þorum varla að anda í návist hans, af hræðslu við að óhreinka loftið. Allt þarf að vera slétt og fellt. Samt er hann ekki kennari fyrir fimm aura. Þeir mega taka þetta til sín sem vilja. Miðskólanemandi. BREYTT LOFTSLAG. Kæri póstur! Viltu vera svo góður að veita mér upplýsingar varðandi þetta bréf mitt og helzt eins fljótt og mögulegt er. Það eru hjón (konan 35 mað- urinn 42 ára) með telpu (13 ára). Konan er hálfgerður sjúklinur af tauga og vöðvagigt (búin að leita til og ganga milli flestra gigt- lækna borgarinnar án þess að fá bata) telpan er ekki hraust fyrir brjósti (fær oft bronkítis og asma) en maðurinn vinnufær og vanur flestri verkamannavinnu. Þessi fjölskylda á ekki húsnæði og engar eignir, sem sagt ein af þeim sem rétt skrimta frá ári til árs. Þó ekki sé fjölskyldan stór (og algjört reglufólk sé hér um að ræða) þó rétt hrekkur kaup mannsins fyrir húsaleigu og brýnustu nauðsynjum (svo fer mikill peningur í læknishjalp og meðul). Nú langar þetta fólk svo mikið að reyna nýjar leiðir og fara utan um tíma, eitthvað þar sem hlýrra er, þar sem væri von að mæðgunum batnaði las- leikinn og jafnframt þar sem maðurinn gæti unnið fyrir þeim. Og spurningin er hvar væri lík- legast að þetta fólk gæti bæði verið sér til heilsubótar og unnið jafnframt fyrir lífsviðurværi, hvar í heiminum eru frekast möguleikar? Svo bið ég þig að birta ekki bréfið, en þakka þér kærlega fyr- ir ef þú verður svo góður að svara þessu og gefa mér bend- ingu, og með þá von í brjósti ætla ég að fylgjast vel með póst- inum í Vikunni á næstunni. Virðingarfyllzt Þ. Þ. Þ. -------Það er ómögulegt fyrir leikmann að segja til um það. 1 fyrsta sæti verður að setja úr- skurð færs læknis um það, hvers

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.