Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 28
ÞAKJÁRN, ÞAKRENNUR OG RÖR, ÞAKGLUGGAR, ÞAKKJÖLUR, LAGERSKÁPAR OG GATAVINKLAR, JÁRNVÖRUR TIL HÚSBYGGINGA, RAFMAGNSVERKFÆRI OG ÚRVAL AF ÖÐRUM VERKFÆRUM, INNRÉTTINGAR FYRIR VERZLANIR OG BIRGÐAGEYMSLUR Flóttafólk úr Land- brotinu Framhald af bls. 19. Var sá flutningur vandkvæðum bundinn: að dómi nærgætinna manna, var gamla konan eigi flutn- ingsfær. Hreppstiórarnar héldu því bló- kalt fram, að Solveig ætti enn framfæri í Hornafirði. En þar sem hún væ^i öldungis ófær til allra flutninga, lögðu þeir til að henni yrði lagt úr hreppssjóðnum gegn endurgjaldi fró fæðingarsveit. Svo hófust bréfaskriftir. Yfyrvald sýslunnar reifaði mólið og tilkynnti Hornfirðingum, hvaða baggi væri þeim bundinn. Svar- bréf þeirra er hógvært en hólt, — þeir sló úr og f, jótast ekki undir kvaðir. Segjast eiga fullt í fangi að sjá um ómaga og viti ei hvar ætti að taka umbeðið forlag vegna Solveigar. „Hitt mætti heldur finnast viður- kvæmilegra, að sonur hennar, Gunnsteinn að nafni, sem full- hraustur vinnumaður, og eftir þvf sem heyrst hefur á bæði fé og hesta, sæi fyrir henni svo lengi hann gæti eins og hann líklega allt hingað hil gjört hefur. En finnist hann þar til óhæfilegur að sjá framvegis fyrir móður sinni, sem þó að líkindum ekki er, ósk- um við heldur hann með hana hingað kæmi, þegar honum sökum vega og veðurs sýnist þar til beztu hentugleikar. En að hann eftir sem áður vinni á Kleifarhrepp og leggja henni svo þangað árlegt forlag getur enganvegin látið sig gjöra." Þjarkið um sveitfesti Solveigar hefur sjálfsagt verið á baugi, þegar eftirfarandi atvik gerðist: Síra Bergur gamli Jónsson þjón- ustaði qömlu konuna. Hann var nærri blindur orðinn, góðglaður og hempulaus og ræða hans kostuleg. Þau þekktust vel, sálusorgarinn og Solveig, hún verið mörg ár á heim- ili hans, fyrst vistráðin og seinna tökukona. Saqt er að hún hafi mælt eftir þjónustugerðina: ,,Æ, góður prestur ertu, greyið þitt." Mála-Davíð bjó þá í Prestbakka- koti. Hann greip ræðuna á |0ft og færði til bundins máls — en varla til fegrunar efnisiega: 1 Solveig kerling signi ég þig, sá er kross ágætur. Ijóss að baki móts við mig milli dags og nætur. Lút þú niður, lægðu haus, legg ég, hvar sem stendur, illa skyggn og úlpulaus yfir þig báðar hendur. V Sértu nú af syndum kvitt sárhvít eins og snjárinn, á tíundunum, tötrið mitt, tórðu stundleg árin. 4 Bænarskrífli ber ég fram: Bölið nær sem þvingor, Ifknar að þér leggi hramm Lóns- og Hornfirðingar. Huldir vættir hvur um sig, hels við grimma stinginn, til upphæða teymi þig, tíræð fretkerlingin. 6. „Ár og sumar leið frá því, að Solveig var flutt úr Skaftárdal, og ekkert gerist f sveitfestismálinu. Hreppstjórar Kleifarhrepps fara á stúfa, nefna það „embættispli'gt og hreppsins nauðsyn". Þeir hnippa í Hornfirðinga, setja þeim upp að „greiða eitthundrað á landsvísu" f árlegt framlag með Solveigu Hall- dórsdóttur, og meta sanngirnislegt fyrir svo þungan örvasa ómaga. Kollegar þeirra f Holtahreppi snúa sér beint til sýslumanns. Rekja málavexti. Solveig hafði lengi bú- ið og f vinnumennsku verið f Kleif- arhreppi, að hún hljóti að hafa unnið þar sveitfesti. Vitna til ný- legrar ályktunar frá suðuramtinu f líku tilfelli, og óska eftir sýslumanns úrskurði til málsloka. Kleifarhrepps hreppsfjórar herða róður: Þeir segja dvöl Sólveigar þar í hrepp hafi meira verið til þyngsla en uppbyggingar. í mörg ár ómagi í skjóli sona sinna, er lengi voru niðursetningar en aldrei fullkomn- ir verkmenn. Annar þeirra dauður fyrir mörgum árum. Hinn, Gunn- steinn kominn í þrot að veita móð- ur sinni, félaus og heilsulaus, vænt- anlegur sem ómagi á sinn fæðingar- hreap. Ýmislegt f þessu einkennist af heldur sterklegu orðalaqi. Tákn- rænt um rakalausar blekkingar, sem sveitarstjórarnir sögðu ómeng- uð sannindi, þegar þeir otuðu sfn- um tota í deilum um ómagafram- færi. Gamla konan var sett á Kleifar- hrepp. Leitað var eftir að fá úr- skurðinum breytt, en þeim kröfum vísað frá. Þess Ifka skammt að bíða, að brunninn kveikur yrði að skari sem féll. Solveig Halldórsdóttir andaðist 30. júní 1825 á Hörgslandi, 86 ára gömul. — Við lok þáttarins verða nefnd fáein nöfn, sem eiga heima í per- sónusögu hennar: Laundóttir Björns Siaurðssonar hét Guðrún. Hennar móðir Guðný Helgadóttir átti Jón Guðbrandsson, hann var ættaður úr Lóni. Guðrún óx upp hjá móður sinni oq stiÚD- föður í Landbrotinu. Giftist Oddi Sverrissyni, biuggu á ýmsum jörð- um á Síðu, fluttust þaðan út að Fossi f Mýrdal. Þau áttu mörg börn. Ekkja Björns Sigurðssonar, Vil- borg Jónsdóttir, giftist aftur. Henn- ar seinni maður hét Þorsteinn Sverrisson. Þeim varð ekki barna auðið og slitu samvistir. Ráðskonan hanns Gunnsteins, árið sem hann bjó í Bakkakoti, Guðrún Grfmsdóttir, fluttist vorið 1819 frá Söndum f Meðallandi til systur sinnar að Hólagerði í Fá- skrúðsfirði. Guðrún glftfst austur þar og eignaðist afkomendur. Gunnsteinn Sigurðsson kvæntist aldrei. hann var lengi húsmaður í Leiðvallahreppi, síðustu æviárin niðursetningur. Skarpar gáfur urðu honum lítill hamingjuauki, en þver- girðingur og undarlegheit í hátt- um entist til þjóðsagnafrægðar. í þjóðsögum og munnmælum geym- ast margir, sem urðu að umskipt- ingum í mannheimi. í safnritinu „Ömmu" er þáttur um Gula-Gunnstein eftir dr. Jón Þorkelsson. Jón ólst upp í Hlíð í Skaftártungu, heyrði frá Gunn- steini sagt og mundi hann. Sumt er þar reyfarakennt. Vill löngum brenna við, að afkáraskapur er ýktur f munnlegum frásögnum, þó að ekki sé hallað meginmáli. Púað í fölskvaðar glæður til að bregða birtu á fornleg sprek. Gunnsteinn Sigurðsson andaðist 8. ágúst 1866 í Hlíð í Skaftártungu, einu ári betur en níræður. Ferming- ardrengur, sem vann að garða- hleðslu ásamt eldmessuorestinum vorið 1789, hafði lokið lífsreisunni. Síra Jón Steingrímsson kvað drenginn gott mannsefni, ef vel væri uppalinn. Prófasturinn var lífs- reyndur og langsýnn, orð hans spásögn um það, sem verða vildi. Þroskavæn!egustu nýgræðinaa kel- ur oft í vorhretum — og verða kyn- legir kvistir. Heimildir: Kirkiubækur oa sókn- armannatö! úr prestaköllum í austurhluta Vestur-Skaftafells- sýslu. Bréf oq skvrslur í þjóð- skialasafni. Rit sfra Jóns pró- fasts Steingrfmssonar. MeHnrfa Framhald af bls. 49. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir skemmtunina var ég f raun og veru oft Melinda. Til dæmis þegar ég kevpt! kjólinn, enda var hann dýr, úr rósrauðu ullarkrepi með vfðu pilsi og mikið fleginn f bakið. Kórónan á öllu var þó sjal- ið, úr sama efni, fvafið silfurbræði. Meðan ég beið eftir að Róbert kæmi til að sækja mig, stóð éq lenqi fyrir framan soeáilinn oq horfði á Melindu. háa. aranna oq aðlaðandi, og í draumi hevrði éq Róbert segia: — Þú ert eins oq rós- rauð symfónfa........ En þegar hann kom saqði hann: — Þú minnir mig á rauðu klettana í Briahton . . . — Ég hefi víst verið eitthvað vonsvikin að siá, bvf að hann klappaði mér bróðurleqa á kinnina og sagði glaðlega: — Eitt er vfst, að ég týni þér ekki í fjöld- anum! Eftir nokkra dansa gengum við út á svalir til að anda að okkur hreinu lofti. Það var ekkert tung! á svörtum næturhimninum, en þess f stoð glitruðu neon-!jósin frá hús- unum f kring. Við stóðum þarna h!jóð oa hlustuðum á tónlistina að innan. Ég var vfðs fjarri f drauma- heimi mfnum, þegar Róbert spurði: — hefir þó nokkurn tfma verið 2S VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.