Vikan

Tölublað

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 11.03.1965, Blaðsíða 16
r Sigurjön Jónsson frá Þc Solveig Halldórsdóttir var fædd 1739 í Ytri-Borgum í Hornafirði. Foreldrar: Halldór Pólsson bóndi þar — bjó óður í Krossalandi í Lóni — og kona hans Halldóra Þorleifs- dóttir. Þau hjón áttu mörg börn, kunnugt um níu, Solveig yngst þeira og það eina, sem fætt var í Nesjum. Frá uppvexti Solveigar er allt á huldu. Ein heimild drepur á, að hún hafi farið úr fæðingarsveit sinni um tvítugsaldur og leið hennar legið til vesturhiuta sýslunnar. Sennilega hefur hún þó verið eldri, þegar hún kvaddi Hornafjörð. Hennar verður fyrst vart í desem- bermánuði 1769, stendur þá á þrf- tugu og er vinnukona á Núpum í Fljótshverfi. Þar var myndarheimili, húsráðendur mitt á sextugsaldri, bóndi fróður í andlegu og húsfreyja þrifin og guðhrædd. Solveig Hall- dórsdóttir kann vel fræðin, býr yfir tápi og krafti: „vinnur mikið en ei rétt geðþæg." Samtfmis var á Núpstað 33 ára gamall vinnumaður, sem Sigurður hét og var Gunnsteinsson, „skikkar sér vel en afkomulítill til verka." Hann hafði verið þarna í hverfinu fullan áratug svo vitað er, lengst á Kálfafelli, heilsuveill og til engra stórræða en hlýðinn og frómur. Þrem árum áður komst hann í tíund, framtal hans nam 3 hundruðum. Hefur vafalaust hlotið arf og vex um leið að verðleikum í augum Fljótshverfinga. Það er oft að saman liggja örlög karla og kvenna, sem ólfk eru um skapgerð og líkamsburði. Sá veik- byggði þráir stuðning í lífsbarátt- unni, sá sterki nýtur þess að verða öðrum stoð og stytta. Vandséð hvor gefur meira, enda áhöld um. Þau Sigurður Gunnsteinsson og Solveig Halldórsdóttir gengu í ekta- skap og hófu búsýslan í Ásgarði í Landbroti. Það virðist liggja í loft- inu, hvort var húsbóndi á heimilinu. Þeim fæddist sonur árið 1775, heit-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.