Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.03.1965, Qupperneq 13

Vikan - 18.03.1965, Qupperneq 13
álægð hafsins gerði hitann bærilegan; allsstaðar var vatn í bak og fyrir og haustið var að koma. Báturinn kom að norðan. Þar heitir Murano og þar blása þeir krystal af meiri íþrótt en annarsstaðar getur dæmi um. Allir voru með krystal ( skjóð- um sínum; krystall er einkennismerki fyrir auðlegð og munað Feneyja, krystalI og gull. Báturinn stefndi á sólarlagið og borg- in var framundan og hyllti uppi á haffletinum eins og bæirnir í Land- eyiunum, sem stundum ná að lyfta sér upp yfir Vestmannaeyjar í logn- heitri júlfsól. Alltaf vorum við að fara fram hjá þessum staurum, sem stóðu eins og svört strik upp úr vatnsskorpunni til þess að gera komposi- sjónina betri á móti ofgnótt láréttra forma. Sjórinn var gylltur þessa stundina, spegilsléttur og gylltur og það voru líkt og helgispjöll, hvað báturinn öslaði hranalega um alla þessa fegurð. Það var siglt framhjá kirkjugarðseyjunni þar sem Feneyingum er holað niður ( blautan sand- inn að hérvistardögum loknum. Borgin var framundan eins og stórt skip með mörgum turnum,- ekkert í heiminum er iíkt þessari borg, sem byggð er á sandi og hefur það nú svo sem frelsarinn nefndi til dæmis, aldrei verið talin góð undirstaða. Brúnar hliðar húsanna risu þverhnípt uppúr sjónum og báturinn virt- ist taka stefnuna beint á næsta húsvegg, en þar reyndist þá vera skarð í vegginn og örmjótt síki. Borgin vafði okkur örmum á sama augna- bliki og það varð ekkert séð nema þrílyft húsin sín hvorum megin og festing himinsins yfir. Þar eru engar gangstéttar. Einungis standa hús- in bppúr vatninu líkt og stórflóð hefði átt sér stað og fyrsta hæðin væri geymd neðan vatnsskorpunnar. Sumir voru úti í gluggum og kannski hafa þeir séð það sjálfir, hvað vatnið var óhreint og hvernig ruslið flaut meðfram veggjum. Sumir en ugglaust ekki allir. Ég sá eina frú í prýðis- legum haustholdum teygja út armana og demba úr ruslafötunni niður í síkið. Og viti menn; þegar lengra kom, þá voru þar nokkrir þénanlegir embættismenn bæjarfélagsins á báti og veiddu upp ruslið með hrífum. Og jafnskjótt verður þar fyrir allmikill skógur staura uppúr vatninu, sumir skrautmálaðir með þeirri litagleði sem ein á rétt á sér þar sem allt speglast í vatni. Þessir staurar eru raunar einskonar hestasteinar, not- aðir frá fornu fari til þess að tylla föstum bátum og gondólum; þeim farartækjum einum, sem notuð verða í Færeyjum. Þar stigum við á land. Mig hafði lengi dreymt um það að koma til Feneyja; þóttist Kka hafa öðlazt nokkra hugmynd um staðinn af lesningu og myndum. En samt varð margt með ólíkindum og kom skemmtilega á óvart. Það var stemning hjá hópnum og sýnileg eftirvænting. Margir hefðu viljað taka undir með Stefáni frá Hvítadal: Lífs míns draumur er dýr / þessi dagur hann ól / mér finnst heimurinn hlýr / eins og hádegissól. Samt var komið kvöld, dimmt haustkvöld, en myrkrið var heitt og andrúmsloftið seiðandi. ☆ ☆ ☆ Herbergisglugginn opnaðist út að Kanal Grande, sem kalla mætti Stórál á íslenzku og kvöldverðurinn var framreiddur úti á slkisbakk- anum, framan við hátelið. Það var grillsteikt nautakjöt af nautum en ekki gömlum kúm, mátulega snöggsteikt. Pasta í forrétt og ávextir eða (s á eftir. Rauðvín með. Þegar til þess kemur að búa til góðan mat, verður erfitt að kenna ítölum eitthvað nýtt. Það var talsverð umferð um álinn; dekkbátur með ferðafólk, snubb- aralegir bátkubbar hlaðnir varningi, mélpokum og kössum. Vörur í verzlanir. Flutningamennirnir lágu afturábak á sekkjunum með sixpens- arana fyrir andlitinu og virtust ekki taka eftir því, hvað kvöldið var rómantískt með dökkan næturhimin og Ijósin í spegli vatnsins. Innanum allt þetta smugu ílangir gandólar; ræðarinn stendur aftast og rær og stýrir ( senn með stórri ár. Gondólaróður ( Feneyjum er í ætt við fagrar listir, þar verða allar hreyfingar dýrslega mjúkar og án erfðis. Sumir eru með Ijósker og þar að auki í sérstöku úníformi þv( allir vita hvað kvenþjóðin yfirleitt er veik fyrir úníformi, ekki síst skandinaviskar píur og jentur og flikkur, sem flykkjast þarna suðureftir til þess að láta fallerast. Þetta hefur orðið til þess að allstór hópur ítalskra ungmenna fórnar sér til þess eins, að ævintýraþyrstum ungpíum af norðurhjara heimsins megi verða dvölin hugljúf og minnisstæð. Þeir eru kallaðir Pappagalli, sem er þv( miður í ætt við skammaryrði og þröngsýn stjórn- arvöld hafa reynt að hefta hugsjónarstarf þeirra á þeim forsendum að það sé landinu til minnkunar. Svona er bannsett ekkisen vanþakklætið. Það er ekki eins og þeir séu á kaupi að þessu strákagreyin, nema svo giftusamlega takist til að mátulega pipraðar stútungskellingar frá Ame- ríku reki á fjörur þeirra. Þær standast að vísu ekki þýzkum valkyrjum eða sænskum skerjagarðsflikkum snúning í ástum en þær eiga nóg af dollurum og það kemur í sama stað niður. Vígstöðvar pappagallanna eru raunar helst á baðströndum, en einn og einn bregður sér í gondól og syngur O sole mio með miklum ástríðuhita. Þessum kunnu tónum og ýmsum öðrum eftir Rossini og Verdi heyrðum við bregða fyrir úti á álnum meðan við lukum við matinn. Stundum sveigðu gondólamenn fyrir öslandi mótorpramma og komu það nærri bakkanum að aldan gekk á land og við máttum í skyndi draga upp fæturna líkt og hirpurmeyjar sem vita af mús f nágrenninu. ☆ ☆ ☆ Stóráll, það er lífæð Feneyja; hann klýfur eyjaklasann í tvo megin- hluta eins og öfugt S. Það er Broadway eða Austurstræti án bifreiða og umferðaljósa, án gangstétta eða búðarglugga. Það sker enginn mót- orhvinur ( eyrum, vélarhljóð bátanna er dempað og gjálfur öldunnar við bakkana ber það næstum ofurliði. í Feneyjum eru naumast til götur og þar af leiðandi engir bílar. Aætlunarbátarnir eru strætisvagnar og þeir ganga eftir Stórál og stærstu síkjunum og alla leið út á Lidó. Eitt kvöld síðla liggur leiðin austur eftir Stórál. Ræðarinn leggur gond- ólnum upp að bakkanum framan við hótelið og síðan skoppum við léttilega á öldunum, sem stóru mótorbátarnir láta eftir sig. Ræðararnir hingað og þangað um álinn voru í hörku samræðum á löngu færi; gott Framhald á bls. 39. VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.