Vikan

Issue

Vikan - 18.03.1965, Page 14

Vikan - 18.03.1965, Page 14
 FRAMHALDSSAGAN Hann andvarpaði þungt. Ég skal segja þér hvað þú getur gert, Julie. Lærðu þetta númer hér: Fimm, sex tveir, átta. Hef- urðu það? Þú getur hringt í það frá herberginu þínu. Það gerði frú Thorpe. Láttu hringja tvisvar sinnum, leggðu svo á og láttu skiptiborðið hringja aftur. Ef ég er þar, þá svara ég. Ef þú færð ekkert svar, þýðir það að ég hef orðið að fara. Betur get ég ekki gert. — Gott, Red, ég hringi. Hún teygði sig upp og kyssti hann á kinnina. — Og þakka þér fyrir! Bara fyrir það, að þá komst og sagðir mér allt saman. Þú ert hetja. Seigðu honum að ég elski hann... og ég sé reiðubúin að eyða því sem eftir er af ævinni — hversu langan tíma sem það kann að taka, — til að fá hann heim aftur. — Okay, Julie, sagði hann lágt. -—■ Vertu sæl. Hún snéri sér við og gekk ó- sjáandi í gegnum kolsvart myrkr- ið, upp malborinn gangstíginn heim að hótelinu. Aldrei á ævi sinni hafði Julie verið eins sigurviss og nú. Hún sá dásamlegar sýnir fyrir aug- um sér, þegar hún gekk heim í rigningunni. Hún sá hinum meg- in við nóttina og dimm, svört fjöllin, hið fagra meidda enni Russ, og hélt því varlega í fangi sínu. Hún sá flugvélina hnita hringa yfir Idlewild og hún ætl- aði að segja: — Nú ertu kominn heim, Russ. Nú ertu kominn heim, ástin mín. Hún ætlaði að gera hann heilbrigðan aftur. Hún ætlaði að gefa honum alla sína orku og heilbrigði. Allt mundi verða sem fyrrum. Hann myndi fara í læknisfræðinám, eins og hann hafði ætlað. Þau myndu eignast hús á Long Island. Og hún myndi fá barn í fangið. Sýnin breyttist í peninga — skrjáfandi þúsunddollara seðla. Henni fannst einkennilegt, að hún skyldi hika á þessu andar- taki, en það var ekki auðvelt að hrista af sér heiðarleikahugtak heillar ævi, og Julie Thorpe hafði frá barnæsku verið innprentað, að hún ætti að vera samvizku- söm, þegar peningar annarra væru annars vegar. Svo meira að segja núna, þegar hún stökk hljóðlega upp óupplýstan stigann með pappírslappann, sem Russ hafði skrifað nafn hennar á í hendinni, voru það ekki þrjátíu þúsund dollararnir hennar frú Thorpe, sem hún hugsaði um, heldur tryggingarfé Russ frá hernum — tíu þúsund dollarar, sem hún hafði aldrei snert — og hinir næstum sextán þúsund dollarar, sem hún hafði sparað saman á nærri átta ára vinnu í listmunaverzluninni. Sextán þúsund dollarar. Sím- skeytaskipti. Tólf tímar. Tuttugu og fjórir tímar. Hún læsti dyrunum sínum, stillti sér upp við gluggann og horfði á fallandi regnið. Hver gat hafa æpt? Og hvers vegna? Alpenstadt var í fasta svefni og allir gluggar voru dimmir og drungalegir, salirnir hljóðir. Á bílastæðinu stóð aðeins einn bíll. Við eldhúsinnganginn lýsti dauft ljós. Allt í einu sá hún veru renna sér út um dyr starfsfólks- ins, staðnæmast, litast um og grípa í tærnar á sér. Það var litli matsveinninn. í fótspor hans komu aðrir tveir menn með ferðatöskur. Þeir stigu upp í bíl- inn og óku burt. Klukkuna vant- aði tíu mínútur í eitt. Henni fannst frú Thorpe rífa í handlegg sinn og mása fyrir- skipanir í eyra hennar: Taktu þá. Þeir eru ætlaðir handa honum... Það fær aldrei neinn að vita það. Julie gerði samkomulag v;ið sjálfa sig. Hún skrifaði á sím- skeytaeyðublað, gekk niður stig- ann og í gegnum dauft upplýstan forsalinn. Við innganginn logaði lítið ljós og við afgreiðsluborðið stóð herra Noessler og raðaði lyklum. Hann var snöggklæddur og karlmannlegri en nokkru sinni fyrr. — Aha, Madame .... Enn á fótum? Fyrirgefið klæðnað minn. Er allt eins og vera ber? — Já. Ég var að velta því fyrir mér, hvort það væri of seint að senda símskeyti? — Að sjálfsögðu ekki. Símstöð- in í Luzern hefur opið alla nótt- ina. Ég skal gjarnan senda það nú þegar. Hún lagði eyðublaðið á af greiðsluborðið fyrir framan hann og hann las það og myndaði orð- in um leið með vörunum: — Hawtorne Clarke. Tilkynni hér með að ég skulda dánarbúi Cecelie Thorpe tuttugu þúsund dollara. Bréf fylgir með nánari útskýringu. Julie Gray Thorpe. Hann leit á hana skilningsrík- um augum. Svipurinn í augum hennar, fölvi hennar og regnvott hár var greinilega eina skýring- in sem hann þarfnaðist. Hann brosti. — Þeir hafa sem sagt náð sambandi við yður, Madame? Og hann er lifandi? -— Já, sagði Julie lágt. — Leyfið mér að óska yður til hamingju. Ég er svo glaður yð- ar vegna, Madame. Hvað sjálfan mig snertir — ég vona að yður finnist ég ekki uppáþrengjandi, þótt ég segi að mín vegna sé ég ekki jafnglaður. Hann leit ófram- færinn niður á lyklana sem lágu í röðum á afgreiðsluborðinu. — Ó, herra Noessler, hún snerti létt við karlmannlegum handlegg hans. — Þér eruð svo góður. Þakka yður fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir mig. Eins og hann sæi eftir því að hafa eitt andartak misst stjórn á sér, var hann á ný hinn sam- vizkusami dyravörður. Hann skellti saman hælum og hneigði sig. — Ég skal strax senda skeyt- ið, Madame. Þegar hún var aftur komin upp á herbergið sitt lyfti hún símtólinu. Það liðu nokkrar mín- útur áður en hún heyrði rödd Noessler.' — Fyrirgefið mér, Madame, en ég var einmitt að senda skeyti yðar. Hvað get ég gert fyrir yður? — Vilduð þér vera svo vænn að hringja fyrir mig í fimm þús- und sex hundruð tuttugu og átta. Og, herra Noessler, gætuð þér ekki hringt fyrst tvær hringing- ar og slitið þá og hringt síðan í sama númer aftur? — Að sjálfsögðu, Madame. Ég skil. Hún heyrði hringt tvisvar og svo var sambandið rofið. — Nú, Madame, sagði Noessler. Hann hringdi aftur í númerið. — Ja, sagði hikandi rödd. — Red? — Já. Julie? — Já. Ég get látið þig hafa peningana, Red. Alla upphæðina. Núna undir eins. Hvar á ég að hitta þig? •— Sama stað. Það er ljómandi. Nú undir eins. — Gefðu mér smástund. Julie lagði tólið á og tók tösku frú Thorpe út úr skápnum. Hún hafði verið vandvirk þegar hún saumaði fóðrið í aftur. Hún reyndi að rífa það frá með nögl- unum; síðan gekk hún að snyrti- borðinu eftir naglaskærunum sínum. Þegar hún snéri aftur í átt- ina að töskunni stanzaði hún eins og hún hefði límzt við gólf- ið. Hún heyrði eitthvað frammi á ganginum. Hægt annarlegt fótatak, eins og einhver drægi á eftir sér fæturnar. Þungan and- ardrátt Ei.tthvert þrusk við dyrnar hjá henni. Það var tekið í dyrahandfangið og hún heyrði stunið. Hún hengdi töskuna inn í skáp- inn, sneri lyklinum í skránni og kippti dyrunum upp á gátt. Inn yfir þröskuld hennar féll karlmaður, þungt og líflaust eins og lík, sem fellur út úr skáp. Maður með ljóst, úfið hár. Poul Duquet lá á grúfu við fætur hennar. f einhverskonar fáti dró hún hann innyfir þröskuldinn og inn í herbergið. — Poul! Henni tókst að snúa honum við. Ó, Poul! Andlit hans var marið og bólg- ið og fötin ötuð leiri. Hann and- aði með stuttu þjáningarfullu VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.