Vikan

Útgáva

Vikan - 18.03.1965, Síða 18

Vikan - 18.03.1965, Síða 18
7 KY8KMYNOUÐ Á I S LIi 0 I Nýja Bíó á einasta eintakið, sem til er af þessari mynd, sem varð víðfræg á sínum tíma. Hún er fyrsta kvikmyndin, sem leikin hef- ur verið á íslandi, tekin árið 1919 hér í Reykjavík, á Þingvöllum, í Borgarfirði og austur á Keldum. í henni léku m. a. Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) Gunnar Gunnarsson skáld, Martha Kalman, Guðrún Indriðadóttir, Stefanía Guðmundsdóttir o. fl. íslenzkir leikarar. ÞaS var algjörlega bannað að taka Ijósmyndir í kvikmyndaverinu, því kvikmyndafélagið ætl- aði sjólft að sitja að öllum slíkum myndum. Óskari Gíslasyni Ijósmyndara tókst samt að ná þar nokkrum myndum, og hér er ein þeirra. Baðstofan sést nær, en kirkjan er háreistari og nokkru fjær. Þarna er greinilega nóg af áhorf- endum, og mun þó oft hafa verið fleira. Það þótti tíðindum sæta, þegar sænskir kvik- myndatökumenn komu hingað fyrir tveim — þrem árum til að taka hér kvikmyndina „79 af stöðinni" fyrir Edda Film, og varla leið sá dag- ur að ekki væri þess getið í dagblöðunum hvar myndatakan færi fram þann daginn, hvað hefði ( verið tekið í gær o. s. frv., og enn þann dag í dag er þess vandlega getið í hvers sinn er kvikmyndatökumenn koma hingað til að taka myndir af landi og þjóð fyrir erlendar sjón- ‘ varpsstöðvar eða kvikmyndafélög. Það er því engin furða, þótt uppi hafi verið fótur og fit í Reykjavík árið 1919, þegar hing- að kom flokkur frægra leikara og kvikmynda- tökumanna frá einu frægasta kvikmyndafélagi heims, til þess að taka hér alíslenzka kvikmynd eftir alíslenzku handriti. Þessi myndataka var heldur ekki gerð í nein- um hálfkæringi, því myndin varð fræg víða um lönd og þótt hún væri ein dýrasta kvik- myndin, sem félagið hafði ráðizt í að taka þá, fór samt svo að hún varð ein hin vinsælasta og gaf félaginu drjúgar tekjur. Þessi mynd varð líka sú, sem þann heiður hefur hlotið að vera mest sýnda kvikmyndin hér á landi til þessa dags, hefur verið ein ábatasamasta kvikmynd sem Nýja Bíó hefur fengið til sýningar — þótt þögul sé — og enn er til af henni eintak, sem Nýja Bíó á. Það eintak mun vera það einasta, sem til er af þessari filmu. Myndin heitir Saga Borgarættarinnar, og er gerð eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar. Bjarni Jónsson bíóstjóri Nýja Bíós var fenginn til að undirbúa kvikmyndatökuna hér á landi og sjá um alla fyrirgreiðslu hér heima. Til myndatökunnar hér í bænum leigði hann túnblett við Hallveigarstíg og Ingólfsstræti, þar sem kirkja Aðventista er nú. Fyrir túnið varð hann að greiða 25 krónur yfir tímann og fannst dýrt í þá daga. Bjarni leigði síðan yfir 20 hesta handa leikurunum og starfsfólki, en bifreiðum var vart til að dreifa þá, enda vegir ekki við þeirra hæfi, en ferðalög urðu töluverð, því sumt af myndinni var tekið á Þingvöllum, annað að Reykholti í Borgarfirði og enn önnur atriði aust- ur að Keldum á Rangárvöllum — og svo auð- vitað hér í Reykjavík í „kvikmyndaverinu" sem þá var kallað. Leikararnir voru nokkuð margir, ýmist íslenzk- ir eða danskir, en það breytti engu hvaða tungu- >. mál leikarar töluðu, því ekkert af því heyrðist, því að myndin var þögul. Þess i stað birtist textinn á tjaldinu. Helzfu setningar og útskýr- ingar komu þar fram á dönsku, en hljómsveit lék undir og skapaði „stemmingu" eftir því sem við átti. Helztu íslenzku leikararnir voru þau Guð- mundur Thorsteinsson (Muggur) listmálari, Guð- rún og Martha Indriðadætur, Stefanía Guðmunds- dóttir, Sigurður Magnússon frá Flankastöðum, Stefán Runólfsson, Jón nokkur bóndi í Gunnars- Síra Ketill og ekkjan á Bolla (Guðrún IndriSa- dóttir). Ketill neitar að skíra barn ekkjunnar, sem var óskilgetið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.