Vikan

Útgáva

Vikan - 18.03.1965, Síða 22

Vikan - 18.03.1965, Síða 22
TYIaut mjög góða dóma allstaðar er- lendis. Var talin einhver stórkostleg- asta kvikmynd, sem þá hafði verið gerð á Norðurlöndum. Hún var líka fimmfallt dýrari í leigu en nokkur önnur mynd, sem fengin hafði ver- ið til landsins, enda varð kostnað- ur við tökuna geysimikill. Myndin var svo löng, að hún var sýnd í tveim hlutum, og fyrri hlutinn var sýndur í 33 skipti. Það var langt fram yfir það sem við höfðum kynnzt hér, enda urðum við að hafa tvær — þrjár sýningar á dag. Það hafði heldur ekki þekkst áður hér á landi, og gerðist ekki aftur fyrr en á hernámsárunum." „Var þetta kannski fyrsta kvik- myndin, sem tekin var hér á landi?" SAGA BORGAR- ÆTTARINNAR Hér hef ég prógrammið, samið af Arna Ola, og það lýsir myndinni bezt. Áður en þú birtir það, væri kannski rétt að skýra frá því, að eins og ég tók fram áðan, þá er myndin þögul. Allt fram til ársins 1930 þá lék Þórarinn Guðmundsson undir á meðan myndin var sýnd, og setti sína sérstöku stemmingu í fiðluleik Ormars. Eftir það valdi ég músikina af plötum og spil- aði þær undir á meðan myndin var sýnd, og reyndi þá að velja tilheyrandi tónlist eftir beztu getu. Það var svo 1957 að ég fór að huga betur að myndinni, og þá kom í Ijós að hún var orðin svo gölluð, að ekki var hægt að sýna hana lengur eins og hún var orðin skemmd. Nýja Bíó ákvað þá að láta lagfæra hana eins og hægt var, og endirinn varð sá að hún var sett á mjófilmu og tónlist tekin upp á segulband. Þetta varð geysi- lega dýrt — kostaði á annað hundr- að þúsund — en það varð til þess að filmunni var bjargað, og nú er þetta einasta eintakið, sem til er af henni. Og það fór líka svo að þrátt fyrir þennan kostnað, varð hagnaður af henni, því aðsóknin að myndinni eftir breytingarnar varð það mikil að kostnaðurinn vannst upp og meira til. Hér hefurðu svo prógrammið, með hlutverkaskrá og öllu sam- an . . ." SAGA BORGARÆTTARINNAR Kvikmynd eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, tekin á íslandi árið 1919 af Nordisk Films kompani. Leikstjóri: Gunnar Sommerfeldt. Hlutverkaskrá: Örlygur á Borg . . Fred. Jacobsen Ormarr .... Guðm Tharsteinsson Ketill (síðar Gestur eineygði Gunnar Sommerfeldt Rúna ...... Ingeborg Spangsfeldt 22 VIKAN 11. tbl. „Nei, ekki fyrsta kvikmyndin, en fyrsta kvikmyndin, sem leikin var. Áður höfðu verið teknar nokkrar kvikmyndir af bæjarlífinu, lands- lagsmyndir, konungskomu o. fl." „Hver heldurðu að hafi verið sú fyrsta, Ólafur?" „Fyrsta myndin, sem ég veit til að hafi verið tekin hér á landi, var tekin um aldamótin, og sýndi slökkviliðið í Reykjavík að æfingu. Ef ég man rétt, þá var hún tekin að tilhlutan dansks manns, sem vann hjá Thomsens Magasin. Hún var sýnd í Gamla Bíó 1906 — ég man eftir að hafa séð hana. En hún mun nú vera alveg ónýt — ef hún er til. Það er að segja að hún er ekki sýningarhæf. Síðan veit ég til þess að kvik- mynd var tekin við konungskomuna 1907. Hún var sýnd í Nýja Bíó, sem aukamynd. Það sem gaf henni fyrst og fremst gildi að mínu áliti, var að þar sást Matthías Jochumson. Ég er búinn að láta leita að þess- ari mynd mikið, bæði hér heima og erlendis, en árangurslaust. Hún er sennilega alveg glötuð. Svo veit ég að Petersen, sem átti Gamla Bíó, tók margar ágætar myndir af götulífinu hér í Reykja- vík árið 1919, sem voru svo sýnd- ar í Fjalakettinum, þar sem Gamla Bíó var þá til húsa. Það er ekki ó- sennilegt að eitthvað sé til af þeim ennþá í Gamla Bíó. En sama sumar var hér sænskur maður Hendrik Boge, sem tók gullfallegar myndir víðsvegar um landið. Þær voru sýnd- ar hér [ bænum, en siðan sendar út aftur. Þær eru nú týndar eftir því sem ég bezt veit." „Það er synd hvernig farið hef- ur með slíkar heimildarmyndir. Þær hafa sennilega allar haft að geyma ómetanlegan fróðleik. Var það ekki annars svipað með Sögu Borgarættarinnar, þótt hún væri leikin, — að þar sé ýmsan fróðleik að finna?" „Jú, auðvitað er það, og þá ekki sízt í sambandi við það fólk, sem þar kemur fram og er nú flest lát- ið fyrir löngu síðan. Og svo var Gunnari Gunnarssyni fyrir að þakka, að myndin var gerð eins íslenzkuleg og hægt var. Hann hafði þar hönd í bagga og hafði áhrif á leikstjórnina í þá átt." „Lesendur VIKUNNAR hefðu á- byggilega gaman af að heyra sögu- þráðinn í stuttu máli, því ekki er sennilegt að þeir hafi yfirleitt lesið söguna né séð myndina. Þú mundir kannski vilja segja okkur aðalefnið, Ólafur?" „Það er óþarfi að segja það. Örlygur, „Örninn ungi" . . Ove Kuhl Janzen skipstjóri . . Bertel Krause Grahl prófessor . . Victor Neumann Vivild bankastjóri .... Philip Bech Alma dóttir hans Inge Sommerfeldt Bjarni Jónsson kaupm. Chr. Fribert Páll í Seyru . . Sigurður Magnússon Gamla Ossa..........Marta Kalman Síra Daníel .... Stefán Runólfsson Ekkjan á Bolla Guðrún Indriðadóttir Snæbjörg (Bagga), dóttir hennar Elisabeth Jacobsen Gamla Kata . Stefanía Guðmundsd. Bóndi í sveitinni Jón í Gunnarsholti Jón Hallsson læknirinn Gunnar Gunnarsson I. Hluti. „Ormar Örlygsson og „Danska frúin á Hofi". Örlygur gamli á Borg er höfð- ingi sinnar sveitar, og það er eigi ófyrirsynju að hann hefur hlotið nafnið „kóngurinn á Borg". Tvo syni á hann, Ormarr og Ketil. Ormarr er eldri og hann á einhverntíma að erfa óðalssetrið Ðorg og gerast höfðingi sveitarinnar, þá er gamli Örlygur er fallinn frá. Gamla manninum þykir ákaflega vænt um Ormarr en honum er það áhyggjuefni, að Ormarr virðist ekkert gefinn fyrir búskapinn. Hann er einrænn maður og fer oft ein- förum. Er það vani hans að sitja tímum saman úti á víðavangi eða undir fossinum og leika þar á fiðlu. Hann hefur þó aldrei lært neitt að fara með hljóðfæri, en hann leikur og leikur og leggur sál sína og til- finningar í fiðluhljómana. Og þeg- ar fólkið í sveitinni heyrir hljómana, hættir það verki sínu og hlustar. — Það er Ormarr sonur kóngsins á Borg, sem leikur á fiðlu. Yngri bróðirinn, Ketill, er gagn- ólíkur Ormarri. Hann er skapharður maður og undirförull, og Örlygi gamla er þetta allt mikið áhyggju- feni. Fari þessu fram, neyðist hann til þess að senda Ormarr til Kaup- mannahafnar, svo hann fái að læra að leika á fiðlu. En skyldi Ormarr þá nokkru sinni koma aftur? Skyldi þá ekki fara svo, að Ketill tæki við jörðinni? Örlygur getur þó ekki fengið af sér að bæla niður útþrá Ormars. Og svo er það einn góðan veður- dag, að Ormarr er sendur til Kaup- mannahafnar, en Örlygur situr eftir á Borg með Ketil son sinn og Rúnu fósturdóttur sína, dóttur Páls á Seyru. Ormarr fær far til Kaupmanna- hafnar með manni þeim er Janzen heitir. Verða þeir góðir'vinir og þegar út kemur fer Janzen með Ormarr á fund prófessors Abel Grahls,-hins nafnkunna hljómlistar- kennara. Hann á að kenna Ormari allar listarinnar reglur ( fiðluleik. Byrjar hann á því að láta Ormarr leika fyrir sig — og verður undir eins hrifinn af, enda þótt Ormarr leiki þvert á móti öllum reglum og „teknik". Með glöðu geði gerist því prófessorinn lærimeistari hans:----- Svo líður og bíður. Það eru allt að því 10 ár síðan Ormarr fór að heiman. Allan þann tíma hefir hann dvalið í Kaupmannahöfn. En nú er hann líka fullnuma í list sinni og ( fyrsta skipti að koma opinberlega fram. Húsið fyllist af áheyrendum, sem þrá að heyra til þessa unga og efnilega snillings. Og hann hrífur undir eins hug allra með list sinni — leikur svo aðdáunarlega vel, að fólkið verður heillað. Ormarr hefir unnið sigur og nú liggur frægðar- brautin opin fram undan. En þá — þegar hann verður þess var — fær hann óstjórnlega löngun til þess að fleygja frá sér frægð og hylli og fá þessa hrifnu áheyrendur til þess að tryllast af bræði og skelf- ingu. Og í miðju kafi hættir hann við Mendhelsons fiðlukonsert og fer að leika Waldteufel! Allt komst í uppnám f salnum! Er maðurinn orðinn vitlaus? Eða hvað gengur að honum? En áður en nokkurt svar fáist við þeim spurn- ingum er Ormarr horfinn. Daginn eftir, þá er Jenzen skip- stjóri er að leggja af stað I síð- ustu för sína fil íslands, kemur Ormarr til skips og tekur sér far með honum .Á leiðinni heim fréttir Ormarr það, að prófessor Grahl hafi látizt af hjartaslagi. Honum varð svo mikið um það þá er uppáhalds lærisveinn hans fór svo illa að ráði sínu.------En „Orm- arr undi við indæla sjón, hið ó- numda víðlenda haf". Og svo reis ísland úr sæ — ættjörðin hans ást- kæra. — Rúna, fósturdóttir Örlygs, er nú seytján vetra og situr heima á Borg. En Ketill er á prestaskólanum í Reykjavík. Hann ætlar sér að af- loknu námi að taka við Borg — ættaróðalinu og það eru miklar lík- ur til þess, að svo muni fara, enda þótt Örlygur sé því mótfallinn. En þá kemur Ormarr allt ( einu, öll- um að óvörum, og hann er hinn rétti erfingi. Faðir hans fagnar hon- um vel og vill nú að hann setjist um kyrrt. En því er nú ver að hann vill að ekki. Hann þarf að fara til Kaupmannahafnar aftur, þvl að hann er að stofna eimskipafélag í sambandi við Janzen vin sinn og Vivild bankastjóra. Og það eim- skipafélag á að verða lyftistöng margra framfara á íslandi. Hans er sáft saknað heima og eigi sakn- ar Rúna hans minnst.------- Ketill hefir nú tekið vígslu og dvelur næsta sumar heima á Borg. Honum lízt allvel á Rúnu og getur tælt hana þrátt fyrir það, þótt hún hugsi ekki um neinn annan en Ormarr. Örlygur gamli kemst að þessu og verður afarreiður Katli. Skipar hann honum með harðri hendi að sigla til Kaupmannahafnar og koma ekki heim aftur fyrr en hann geti tekið við prestakallinu. -------Lánið hefir enn leikið við Ormarr og sigur er honum vís í hinu nýja starfi, ekki síður en á listabrautinni. En nú fer sem áður, að skyndilega missir hann áhugann fyrir starfi sínu — hann var áhlaupa- Framhald á bls. 31.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.