Vikan

Útgáva

Vikan - 18.03.1965, Síða 31

Vikan - 18.03.1965, Síða 31
Saga Borgarættarinnar Framhald af bls. 22. maður, en skorti þrautsegju. Fær hann þó Janzen í hendur forstjórn félagsins og býst til íslandsfarar. Ketill hefir þá verið rúman hálfan mánuð [ Kaupmannahöfn og hefir á þeim stutta tíma trúlofast Ölmu dóttur Vivilds bankastjóra. En er hann veit það, að Ormarr ætlar að fara heim, afræður hann að gera slíkt hið sama. Giftist hann nú Ölmu í skyndi og fer með hana heim til íslands. Örlygur gamli á Borg fagnar þeim Ormari og Ölmu vel, því að hann sér að hún er góð kona — og alltof góð handa Katli. En hann lætur sem hann sjái ekki Ketil. Ormarr skilur ekkert í því. En þegar þau hjónin eru farin frá Borg og til prestsetursins Hofs, þá fær Ormarr að vita allt. Faðir hans segir honum það sjálfur, — að Rúna sé með barni og Ketill sé faðir að því. En þá sýnir Ormarr það, að hann sver sig í föðurætt sína og segir: — Það verður að dylja sannleikann vegna Ölmu. Rúna má ekki heldur verða fyrir skömm. — — Ég elska hana. Ég ætla að giftast henni. Við siglum — erlendis elur hún svo barnið og ég gengst við því. Þá vöknar gamla Örlyg um augu og hann faðmar son sinn að sér. ----Þau Ormarr og Rúna koma nú úr utanför sinni og hafa verið gift um hríð. Hafa þau með sér barn þeirra Rúnu og Ketils. Og þá nær ódrenglyndi Ketils hámarki sínu, því hann notar sína eigin yfir- sjón til þess að svívirða föður sinn og bróður. Barnið er of gamalt til þess að Ormarr geti átt það. En hver er það þá? Það er engum öðrum til að dreifa en Örlygi gamlal Þennan orðróm lætur Ketill ber- ast út um sveitina, þangað til hann býst við því að sóknarbörn sín hafi snúið bakinu algerlega við Borgar- fólkinu. Þá gerist hann svo djarfur að bannfæra föður sinn og bróður í prédikunarstólnum fyrir það, að þeir hafi valdið hneyksli í söfnuð- inum. En þar skjöplaðist Katli. Skin- helgisgrtman er þá rifin frá andliti hans og sóknarbörnin sjá það nú fyrst, þótt seint sé, að það er lyg- ari og svikari sem þau hafa trúað og treyst á. Föður hans verður svo mikið um þennan atburð ( kirkj- unni, að hann fær slag og deyr í höndum Ormars. En frú Alma, sem alltaf hefir elskað Ketil og treyst honum, verður geðveik. Ketill sér það nú um seinan, hve glæpsamlegt allt framferði hans hef- ir verið. En nú er það þýðingar- laust að hrópa á guð um hjálp, þv( að guð hefir snúið við honum bakinu.---- Þennan sama dag hvarf síra Kefill. Menn sáu það síðast til hans, að hann stóð uppi á kletti fram við ána og hugðu allir að hann mundi hafa fleygt sér þar fram af og á þann hátt stytt sér aldur, þvl að hylur var þar í ánni og straum- mikið. En í mörg ár varpaði endurminn- ingin um hann skugga á Borgar- ættina.------- II. hluti. „Gestur eineygði" og „Örninn ungi". Það eru nú iiðin 20 ár síðan Örlygur gamli á Borg dó og síra Ketill hvarf. Ormarr er nú bóndi á Borg og höfðingi sinnar sveitar, eins og faðir hans hafði verið. Hjóna- band þeirra Rúnu var hið farsæl- asta, en ekki hafði þeim orðið barna auðið. En hjá þeim ólst upp Örlygur ungi, sonur þeirra Rúnu og Ketils og gekk Ormarr honum að öllu leyti í föður stað og hann átti að erfa Borg að Ormarri látn- um. Það var nú um haustið, að Örlyg- ur hafði farið upp á heiði til þess að smala fé fóstra síns. Á heim- leiðinni hitti hann unga stúlku, sem var niður við á að þvo þvott. Hún hét Snæbjörg og var dóttir ekkj- unnar á Bolla, fátækrar konu þar í sveitinni. Meðan uppgangur síra Ketils var á hástigi, hafði hann neitað að skíra Snæbjörgu, vegna þess að hún var ekki hjónabands- barn. Það gat móðir hennar aldrei fyrirgefið. En það var þó ekki þv[ til fyrirstöðu, að þau Örlygur ungi og Snæbjörg feldu hugi saman. Hvorugt þorði þó að láta hitt vita um það og bæði urðu feimin og niðurlút í hvert skipti sem þau hitt- ust. Og eins fór nú. Morguninn eftir þá er Ormarr á Borg kom á fætur, sá hann lamb Örlygs þar ( túninu. Og við horn þess var bundið sokkaband og í það ofið nafnið Snæbjörg. Þá vissi Ormarr hvaðan vindurinn blés. En hann varð lítt glaður við það, þvf að hann hafði meiri metnað fyrir ætt sína en það, að hann vildi að Örlygur fengi heimasætunnar á Bolla. Hann vildi þó ekki skipta sér neitt af þessu máli að svo stöddu, en sagði Örlygi frá því, að s I uvE R G;ile*te Silver Gillette-þœgilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist VIKAN 11. tbl. gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.