Vikan - 18.03.1965, Síða 33
!amb hans væri komið heim. Glaður
varð Örlygur við þó fregn, en enn-
þá glaðari varð hann þó er hann
fann sokkaband Boggu bundið um
horn þess. Fékk hann nú leyfi fóstra
síns til þess að gefa mæðgunum
á Bolla lambið. Fór hann síðan sjálf-
ur með það, og í þeirri ferð fékk
hann fullvissu um það, að Bogga
elskaði hann og var hann því létt-
ur í lund og í spori á heimleiðinni.
En á leiðinni mætti hann manni.
Hann var gamall og gekk við staf,
með mal um öxl. Haltur var hann
á öðrum fæti og eineygður. Hár
hans og skegg var mikið og úfið
og föt hans voru garmar einir.
Þessi fátæki ferðamaður var Gestur
eineygi, sem var frægur um allt
land fyrir góðmennsku sína, hjálp-
fýsi, mannvit og óeigingirni. Örlyg-
ur hafði aðeins heyrt hans getið, því
að aldrei hafði Gestur eineygði
komið á þessar slóðir fyrr þótt far-
ið hefði um land allt. En það þótti
Örlygi merkilegt, að Gestur vissi
nafn hans og þekkti deili á öllu
fólki hans og kunni að nafngreina
það allt. Örlygur gaf honum nesti
og nýja skó, sem hann hafði ætlað
að hafa með sér í fjallgönguna og
skildu þeir sem beztu vinir. Fór
Gestur að Bolla en Örlygur heim.
Þessi fundur hafði mikil áhrif á
Örlyg og ýmsar setningar, sem
gamli maðurinn hafði sagt, höfðu
fest sig í huga hans og grófu þar
um sig. Örlygi fannst það nú næst-
um synd, að hann, sonur síra Ketils,
„prestdjöfulsins", eins og fólk kall-
aði hann, að hann skyldi fá að
njóta Snæbjargar. Faðir hans hafði
dáið í fordæmingu og var það þá
ekki skylda sonarins, að reyna að
bæta fyrir syndir hans og leysa
sál hans undan bölvaninni. Jú. Það
fannst Örlygi og hann ásetti sér,
að feta í fótspor Gests eineygða og
reyna líkt og hann að breiða út frið
og gleði meðal mannanna og bæta
þannig fyrir syndir föður síns.
Þeim Ormari og Rúnu varð ekki
um sél er hann sagði þeim frá þess-
um ásetningi sínum, en þau sáu að
það var þýðingarlaust að ætla sér
að telja honum hughvarf. Það varð
að beita brögðum til þess að hann
hætti við þessa fyrirætlun sína.
Tækifærið kom þeim upp í hend-
urnar. Héraðslæknirinn, sem var
ekkjumaður, var alltaf í ráðskonu-
hraki vegna þess að hann gerðist
jafnan helzt til nærgöngull kven-
fólki og flýði hver stúlka frá honum.
Nú var hann enn ráðskonulaus og
Ormarr brá þá á sitt ráð og útvegaði
honum Boggu fyrir ráðskonu. Örlyg-
ur vissi ekkert um þetta fyrr en
daginn sem læknirinn sótti Boggu.
Hann varð alveg hamstola, eins og
Ormarr hafði búizt við, tók hest
sinn og reið á eftir þeim. En þá
er hann náði þeim var fátt um
kveðjur. Tók Örlygur stúlkuna af
lækninum, hvað sem hann sagði og
hafði hana með sér heim til Borgar.
I þennan sama mund kemur Gest-
ur eineygði heim til Borgar og er
nú aðframkominn. Honum var tekið
þar hið bezta og Kata gamla þekkti
hann undir eins. Fór hún með Ölmu
til hans og sagði henni að nú væri
„hann" kominn og nú mundi allt
breytast til batnaðar. Veslings Alma
skildi það ekki, en í leiðslu strauk
hún blítt hærur förumannsins. Þá
grét Gestur eineygði.
Kata gamla lá nú ekki lengur á
því hver kominn var. Það var síra
Ketill, sem hafði reynt að afplána
syndir sínar með þungri pílagríms-
göngu í 20 ár. Þá var Ormari öllum
lokið og hann fyrirgaf honum af
hjarta, þótt hann hefði búizt við
því, að hann mundi aldrei geta
gert það. Og sömuleiðis fyrirgaf
Rúna honum allt, er hún sá hve
mikið hann hafði lagt í sölurnar til
þess að fá fyrirgefningu.---------
Gestur eineygði er dauðveikur,
Hann er borinn til rekkju og fólk-
ið stendur þar yfir honum þangað
til hann deyr. Síðast kallaði hann á
Ölmu. Þá var eins og hún vaknaði
af svefni. Hún leit í kringum sig:
„Hvar er ég? Þetta var rödd Ketils!"
Og í sömu andrá hneig hún niður
og var þegar örend. Sameinaði nú
dauðinn þau tvö, sem lífið hafði
aðskilið og veitti þeim þann frið,
sem lífið hafði ekki rjetað veitt þeim.
Atburður þessi fékk mikið á Örn-
inn unga. Hann hafði nú heimt
föður sinn, sem hann hafði aldrei
búizt við að sjá. Og hann sannfærð-
ist um það, að síra Ketill hafði bætt
fyrir syndir sínar sjálfur og þannig
létt sektarbyrðinni af herðum son-
ar síns. Vakti því koma og fráfall
Gests honum bæði sorg og gleði,
því að nú fann hann, að hann hafði
fullt leyfi til þess að njóta þeirrar
hamingju, sem lífið bauð honum.
★
Þrjú við borð
Framhald af bls. 17.
— Það var haf og himinn, rauð-
ur eins og . . . . já eins og kirsi-
ber, nei, ennþá skærari, bland-
aður.......
— Rauður eins og ástin, hugs-
aði Lill. En var ástin ekki líkari
blá-hvítum gasloga, sem sveið
undan?
Það var indælt að sitja svona,
andspænis honum. Hlusta á lága
hlýlega röddina, finna augu hans
hvíla á sér og að hafa hann svona
nálægt.
Þau voru komin að kaffinu.
Lill hallaði sér aftur í stólnum
og leit brosandi á hann. Hann
ætlaði að fara að segja eitthvað,
en þagnaði skyndilega. Á andlits-
svip hans sá hún að það var eitt-
hvað að gerast á bak við hana.
Alltaf á undan
STÆRSTI FRAMLEIÐANDI LANDSINS
Á
TÖSKU
0G ÞEGAR ÞÉR FERÐIST, ERU ÞESSAR
TÖSKUR ÓMISSANDI
Þegar þér farið út að verzla, er gott að hafa einn svona —
INNKAUPAPOKA ÚR VENYL
Múlalundur
ÖRYRKJAVINNUSTOFUR S.Í.B.S.
ÁRMÚLA 16 - REYKJAVÍK.
VIKAN 11. tbl. 23