Vikan - 18.03.1965, Page 34
Hún náði því ekki að líta við.
Kona stóð við borð þeirra.
Þjónninn var strax kominn með
stól handa henni. Martin hafði
ekki tíma til að standa upp, því
að hún settist strax á milli þeirra
við borðið.
— Góðan daginn, ég er kona
Martins. Nei, nei, sitjið þið kyi'r.
Hönd í snjóhvítum hanzka
greip um úlnliðinn á Lill. Hræðsl-
an og roðinn sem breiddist yfir
andlit og hálsinn, gerðu henni
erfitt um andardrátt .... Þrjú
við tveggja manna borð, var einu
of margt.......
Martin sagði: — Var þetta
nauðsynlegt, Gertrud?
-— Já, vinur mnin, það var
mjög nauðsynlegt fyrir okkur
öll þrjú.
—• Ég verð að fara, sagði Lill
og greip um töskuna sína. Það
var það eina sem henni datt í
hug. En hanzkaklædda höndin
greip um handlegg hennar.
— Sitjið þér kyrr andartak.
Ég skal ekki gera niett uppi-
stand. Við eru þó öll fullorðnar
manneskjur.
— Ég er aðeins tuttugu og
tveggja ára, sagði Lill og rödd-
in varð hálfskræk.
— Ég skal ekki segja neitt af
þessum gatslitnu setningum,
sem venjulega eru notaðar í slík-
um tilfellum, byrjaði Gertrud.
•—• Mér finnst þetta ekki neitt
hversdagslegt, tók Lill fram í
fyrir henni. En Gertrud hélt
áfram, eflaust búin að undirbúa
það heima.
—■ Ég ætla ekki að biðja yður
að gefa Martin eftir, ekki að biðja
hann um að vera kyrran hjá mér,
ekki að reyna að segja yður að
það séu til aðrir karlmenn, ekki
— Nú er nóg komið, sagði Lill
kuldalega. Hún var ákaflega aum
innra með sér. Ef hún stæði upp
núna, gæti hún líklega ekki
staulazt út úr borðsalnum.
— Þú veizt að ég þoli ekkert
uppistand, sagði Martin biðjandi.
-—- Þetta verður ekkert uppi-
stand. Þetta er bara þriggja
manna tal. Nú talaði hún ber-
sýnilega við Martin. Röddin var
lág og róleg og auðséð að hún
var búin að undirbúa þetta sam-
tal nákvæmlega.
— Við töluðum um þetta fyr-
ir mánuði síðan, sagði Gertrud.
•— Ég stakk upp á því að þú flytt-
ir að heiman um tíma, en þú vild-
ir það ekki. Fyrst í stað neitað-
irðu að það væri nokkur önnur
kona með í leiknum, en ég vissi
að það var vitleysa. Ég þekki
þig eins vel og lófa minn. Mig
langaði til að hjálpa þér, ég vildi
ekki að þú færir að flana út í
neitt. En þú vildir ekki tala neitt
um það.
Hún talaði eins og að þau væru
ein, hún og Martin.
■— Ég verð að fara, — sagði
Lill.
— Nei, verið þér kyrr svolítið
lengur. —• Hún var búin að taka
af sér hanzkana og studdi með
svölum fingurgómunum á úln-
lið Lill. Hún var með tvo mjóa
einbauga. Það hefir líklega ver-
ið í tízku fyrir tíu árum að hafa
þá svona mjóa, hugsaði Lill.
— Hvemig vissuð þér að við
vorum hér, spurði hún allt í einu.
Gertrud leit á Martin, og brosti
raunalega.
Þú hafðir skrifað kort sem ber-
sýnilega átti að fylgja blóm-
vendi, sagði hún við Martin. —
En það hafði komið á það blek-
klessa svo að þú skrifaðir annað.
En þú gleymdir kortinu á borð-
inu. Hvort sem þú gerðir það af
gleymsku, eða trassaskap, — eða
Þá .........
Lill tók eftir því að Gertrud
var með eyrnalokka, glansandi
perlur sem voru eins og þær
væru grónar við eymasneplana.
Martin hélt sannarlega upp á
perlur. En perlurnar sem hann
hafði gefið Gertrud voru fastar
í eyrunum, þær voru ekki eins og
hennar perlur, til að skrúfa ým-
ist úr eða í.
— Nú er ég barnaleg, hugsaði
Lill. Við erum þó fullorðið fólk.
Hún heyrði Gertrud tala um lög-
fræðing sem hafði sagt að þetta
væri ákaflega einfalt mál.
—- Bara að skrifa nöfnin okk-
ar á pappírsblað, sagði Gertrud.
Lill stóð skyndilega upp, áður en
Gertrud náði því að hindra hana.
— Nei, farið þér ekki, sagði
hún aftur. Lill fannst þetta vera
orðið hlægilegt. Það, að Martin
stóð upp um leið og hún var ekki
skrýtið, því að karlmenn stóðu
venjulega upp um leið og kven-
fólkið, það var svo algengt.
— Ég ætla ekki að hverfa,
sagði Lill rólega, og leit á Ger-
trud. Það var svo óendanlega
miklu léttara að horfa niður á
hana. Og þar að auki var það
satt, hún ætlaði ekki að stinga
af. Hún ætlaði bara að fara til
snyrtiherbergisins. — Ég ætla að
fara á snyrtiherbergið til að
púðra á mér nefið.
Martin fálmaði út í loftið og
snerti handlegg hennar. Hún
brosti róandi til hans, þrátt fyr-
ir það að hún hafði á tilfinning-
unni að hún sæi hann ekki alveg
greinilega. Hún var reið þeim
báðum. Hún varð að komast í
burtu frá þessum brosandi and-
litum og þessum rólegu röddum.
Teppið var mjúkt og það þakti
allt gólfið. Lill smeygði sér á
milli borðanna. Hún kinkaði
kolli til einhvers sem hún þekkti,
en mundi ekki í augnablikinu
hvað hét.
Snyrtiherbergið var tómt, hvítt
og svalt. Lill andvarpaði þegar
hún hneig niður í einn stólinn
fyrir framan spegilvegginn. En
þegar hún leit í spegilinn sá hún
aðeins andlitið á Gertrud.
Nei, þrjátíu og tvö ár var ekki
svo hár aldur fyrir konu. Gert-
rud var svo róleg, það var eng-
in gervimennska. Auðvitað hafði
hún haft nógan tíma til að und-
irbúa sig, en það gat nú enginn
ráðið við röddina. Hún hafði ver-
ið róleg, skær og án nokkurrar
hræðslu. Hún hafði valið ná-
kvæmlega fötin sem hún var í,
doppótta blússu og hattinn, sem
Martin var eflaust mjög ánægð-
ur með.
— Hatturinn á að mynda
ramma um andlit konunnar ....
Gertrud hafði líka verið með
ljósan varalit, máske kamilíulit.
Hún hefir líklega farið í snjó-
hvíta hanzkana, horft í spegil-
inn heima hjá sér og hugsað:
— Getur það verið að hann
hafi viljandi gleymt að henda
kortinu? Eða trassaskapur? . . .
Eða vildi hann að ég hjálpaði
honum út úr þessari klípu með
stúlkuna? — Ég þekki hann eins
og lófa minn.
Hún náði í pappírsþurrku og
nuggaði af sér varalitinn.
— Ég er miklu skárri án hans,
sagði hún upphátt, — mikið
skárri. Ó, að ég skuli ekki muna
hvað hann heitir þessi sem var
að heilsa mér áðan, þarna
frammi..........
Jæja, þau höfðu verið að tala
um hana fyrir mánuði síðan, tal-
VIKAN 11. tbl.