Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.03.1965, Side 43

Vikan - 18.03.1965, Side 43
BRIDGESTONE eriogestone mest selou hjólbarðar á islandi ROLF JOHANSEN & CO. - umboðs- & heildverzlun ekkert það fram í rannsókninni, sem gæti dregið úr trúverðugleik vitnanna. Atburðarásin var í stuttu máli, sem liér segir: Tveir ungir tæknifræðingar, Charles Pachére 23 ára og André Odier 21 árs, báðir starfandi við sama fyrirtækið, fengu leyfi hjá eiganda aldar gamals stórhýsis, er niðurrifs beið, til þess að búa í húsinu endurgjaldslaust. Tilefn- ið var, að Charles Pachére, sem var tómstundamálari, vantaði vinnustofu. Strax fyrsta kvöldið, er þeir voru að koma húsgögnunum fyrir, hrundu niður á þá naglar og skrúfur, en þcir héldu að hvorttveggja lilyti að liafa hrun- ið úr loftinu, jafnvel þótt engin ummerki slíks væru sjáanleg. Erfiðara fannst þeim að skilja það tveim kvöldum siðar, er stór steinn kom skyndilega þjót- andi úr áttinni frá lokaðri hurð sem lá að næsta herbergi. Nokkr- ir smásteinar fylgdu á eftir. Næsta kvöld, er þeir félagar sátu í makindum sinum við eld- inn, drundi skyndilega bylmings- högg á hurðinni fyrrgreindu. Var höggið svo kröftugt, að i hana kom sprunga. Enginn var þó sjáanlegur i næsta herbergi, enda ekki von, því að liúsið var eins og fyrr greinir autt að þeim félögum frátöldum, og útidyrnar voru lokaðar. í hálfkæringi tólc Odier þá upp pensil og málaði þvert yfir hurð- ina, „hurð hins ósýnilega". Varð hurð þessi eftir þetta oft fyrir hnjaski, en þó mest i eitt skipti er stór steinn kom þjót- andi að því er virtist ofan úr loft- inu, skall á hurðinni og möl- braut hana. Það sama kvöld sáu þeir báðir Pachére og Odier, hvar stór og þung kommóða lagðist hægt og rólega yfir á liiiðina, eins og henni væri hald- ið ósýnilegum liöndum. Nokkrum dögum seinna var Pachére búinn að leita lengi að eldiviðaröxinni. Eftir árangurs- lausa leit stóð hann og liallaði sér upp að skáp í eldhúsinu. Var hann að velta fyrir sér, hvað hefði eiginlega getað orðið af öxinni. Þá sá hann sér til mik- illar skelfingar öxina, þar sem hún sveimaði umhverfis einn bit- ann í loftinu og siðan seig hún hægt og rólega, skáhalt, niður á gólfið og lenti þar mjúklega og hávaðalaust. Fjöldamörg önnur fyrirbrigði gerðust, en of langt mál væri að greina frá þeim ðllum hér. Þó skal greina frá atburðum þeim, er gerðust, þegar tvö utanaðkom- andi vitni voru til staðar. Frá- sögnum vitnanna ber saman i öllum aðalatriðum. Kunningi þeirra félaga liafði komið í heim- sókn ásamt vinkonu sinni. Hann var 22 ára, hún var 26. Voru þau öll fjögur stödd í eldhúsinu, er þau sáu allt í einu, hvar stór steikarpanna hóf sig á loft, hent- ist að ljósastæðinu og braut það og peruna. Varla var búið að setja nýja peru i, er pannan fór aftur af stað. Þaut hún út um dyrnar inn í stofuna, straukst þar við fætur annars gestsins og hafnaði síðan á gólfinu miðju. Nú fannst gestunum nóg komið. Bjuggu þeir sig af stað hið skjótasta til brottferðar, en áður en af ])ví yrði, tókst eldiviðar- öxin á loft af snaga sínum, hjóst í útgöngudyrnar og stóð þar föst. í þetta skipti gerðust þarna í röð þrjú meiriháttar fyrirbrigði og má telja þetta hápunkt fyrir- bæranna. Eftir þetta dró smátt og smátt úr þeim og hurfu þau með öllu eftir 24 daga frá byrj- un þeirra. Hvaða afstöðu skal nú taka til slíkra frásagna? Þeir eru ekki ófáir, sem hafa þá fyrirfram mynduðu skoðun, að allar slíkar frásagnir hljót að vera vitleysa, það sé þvi tíma- sóun ein að gefa þeim nánari gaum. Oft er hér um að ræða rót- gróna skynsemishyggjumenn (rationalists), sem gjarnan rök- styðja mál sitt líkt og G.R. Price í grcin sinni „Science and tlie Supernatural“, Science, 26. ágúst, 1955. Price sagði eitthvað á þessa leið: „Yfirnáttúruleg fyrirbæri eru í algjörri andstöðu við nátt- úrulögmálin. Náttúrulögmálin eru byggð á hlutlausri reynslu og vísindalegum tilraunum, þau eru óhagganleg. Yfirnáttúrulegir atburðir geta þvi ekki gerzt og frásagnir af þeim eru annað- hvort hreinn uppspuni eða til- komnar vegna skynvillna." Það er afskaplega fljótlegt, en að sama skapi yfirborðskennt að afgreiða málið þannig, því þeg- ar fyrir liggur hundruð reim- leikafrásagna frá ýmsum lönd- um, oft staðfestar af fleiri vitn- um, fara ýmsir að efast um gildi slíkra röksemdafærslna, sem hér að ofan, því að væru frásagnir, eins og þær tvær, sem þegar frá greinir, metnar á sama grundvelli og vitnisburður votta fyrir rétti, mundi enginn óhhit- lægur dómur fella annan dóm VIKAN 11. tbl. 40

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.