Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.03.1965, Side 48

Vikan - 18.03.1965, Side 48
«««-«-<■«<< ««<«« <«««« ««< <■<■«■«■<■<■<«<■<■ Skta ryaicppi! Skía ryatcppi! PERLEMOR Höfum á lager persneskt og íranskt teppagarn, efni og fjölbreytt mynstur fyrir ryateppi og púða. Fyrirmyndirnar sem eru til sýnis í Húsgagna- verzluninni Hverfisgötu 18, verða til sölu þar á næstunni. JÓH. ÓLAFSSON & Co. Hverfisgötu 18, Reykjavík. — Sími 11632. <■< « « < «««<«««««< «««<««<««««<<« <**K**~L j: • ' 4 ______ VIKAN u. tbl. en augliti til auglits við hinar sterku líkur til, að reimleikar geti gerzt í formi dulvitaðra fjar- hrifa, virðist að svo komnu máli allt eins líklegt, að einhver heim- ilisfólksins, sennilega húsmóðir- in Margrét, hafi með fjarlirifum ómeðvitað orsakað ókyrrðina. Allavega skyldu mcnn forðast sleggjudóma í málum sem þess- um, hvort heldur sem er meö eöa móti, þar til nákvæm rann- sókn hefur farið fram, og leiddar liafa verið í Ijós staðreyndir, sem gera kleift að leggja hlutlaus- an og réttan dóm á málið. Parasálfræðirannsóknarstofan i Freiburg safnar skýrslum um allar tegundir fyrirbæra þeirra, sem yfirnáttúruleg eru nefnd. Eru i safni stofnunarinnar þegar yfir eitt þúsund slikar frásagn- ir. Beinir greinarhöfundur þeim tilmælum til lesenda, að þeir sendi stofnuninni frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum, sem þeir hafa komizt í tæri við. Ef mögulegt er þurfa frásagnirnar að vera staðfestar af einum eða fleiri vottum, því hetur sem frásagnirnar eru vottfestar, þvi betra. Einnig er æskilegt, en þó ekkert skilyrði, að fyrirbærið (draumur, sýn o. s. frv.) hafi verið skrifað niður áöur en að sannaðist, að það hefði liaft yfirnáttúrulegar upplýsingar að geyma. Þau fyrirbæri, sem til á- lita koma geta verið margskon- ar og eru þessi helzt: liugsana- flutningur milli manna, vitneskja um fjarlæga eða ókomna atburði, fyrirboðar i draumi, yfirnáttúru- leg hreyfingarfyrirbrigði, að vera sér meðvitandi utan líkam- ans og margt fleira. Til þess að forðast aukavinnu við þýðingar er þess óskað, að frásagnirnar séu á ensku eða þýzku þar sem því verður við komið, annars á íslenzku. Upplýsingar þær, sem gefnar verða, eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál, og öllum bréfum og fyrirspurnum verður svarað. Bréfin skal stila til: Institut fuer Grenzgebiete der Psychologie, 78 Freiburg, Þýzkalandi, Eichalde 12. ★ Höfum við tapað hæfi- ieikanum til að anda rétt? Framhald af hls. 47. á þykktina. Slakið vel á. Andið að yður rólega þannig, að kviðurinn lyftisf. Andið frá yður hægt, en vel og tæmandi. Um leið sígur kvið- urinn. Þegar þér hafið lófanö á þyktinni, getið þér betur gert yð- ur grein fyrir hreyfingum kviðarins. Til þess að þér andið rétta þindar- öndun þurfið þér að slaka vel á kviðvöðvunum. Iðkið þessa öndun á hverjum degi, ákveðið, en stutt í einu, unz hún er orðin yður eðlileg og án þvingunar. Þér eigið að geta fram- kvæmt hdna sem stutta eða djúpa öndun, eftir því sem á þarf að halda. Þindin skilur að brjóst- og kviðarhol. En • röntgenmyndir sýna, að hún er einnig öndunarlíffæri. Við þindaröndun þenjast lungun mest út neðst og starfa fleiri lungnafrum- ur við þindaröndun en aðrar önd- unaraðferir. Við slíka öndun gefur þindin líffærum kviðarholsins eins konar nudd, sem er þeim mjög gagnlegt. Heilbrigð börn anda þindaröndun, sömuleiðis dýrin. Þetta er sú öndunaraðferð, sem ætti að vera öllu fólki eðlileg, þeg- ar það er í hvíldarstellingu. Þessi öndun kemur sér mjög vel fyrir kon- ur, meðan varir fyrri hluti fæðing- ar. Brjóstholsöndun. Slakið vel á. Leggið lófa utan á brjóstholið. Látið góma mætast rétt neðan við bringubeinið. Andið þannig að yð- ur, djúpt og rólega, að brjóstholið- eins og víkki, þenjist út til beggja hliða. Andið frá yður, slakið á. — Iðkið þetta daglega, stutt í einu, en samvizkusamlega og vel. Þetta er sú öndunaraðferð, sem. bezt er að nota, þegar annað stig: fæðingar byrjar, svonefnt útfærslu' eða rembings tímabil. HraSöndun, (yfirborðsöndun, and-- kafaöndun). Hröð öndun, framkvæmd með hálfopnum eða galopnum munni, nær aðeins til efsta hluta brjósthols- ins. Andið þannig til að byrja með 18—20 sinnum á mínútu, 25—30 sinnum á mínútu, síðan 50—60 sinn- um á mínútu og loks allt að 150 sinnum á mínútu. Þessi aðferð við öndun hjáipar mjög, þegar sóttin fer að harðna. Grípið því óðar til hennar, er yður finnst þörf á þeirri hjálp, sem hún veitir. Andið ótt og títt í hríðunum. Látið ekkert trufla það. Festið hugann algerlega við öndunina. Árangurinn verður stór- kostleg hjálp, sérstaklega á síðasta tímabili útþenslu hríðanna. Slík öndun gerir samdrátt legsins fjar- lægari og óraunverulegri.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.