Vikan - 18.03.1965, Side 49
Það er miög míkiisvert, aS önd-
önartæknin sé í góðu lagi, þegar
út í fæðinguna er komið. Notið því
út í æsar þær bendingar, sem hér
hafa verið gefnar.
Hraðöndun þessi er einnig m|ög
gagnleg þeim, sem mæðnir eru við
að ganga stiga, brekkur, o. s. frv.
Byrjið ó þessari öndun 1 neðst í
brekku eða stiga og haldið henni
alla leið upp.
Austurlenzk fræði halda því á-
kveðið fram, að háttbundinn andar-
dráttur sé, án minnsta efa, undir-
staða heilbrigði og aðferð til að ná
heilsunni aftur. Ut í þessi fræði
A B
verður ekki farið hér, aðeins bent
á eina og einfalda aðferð, sem
flestir geta notað. Hún er sú að
raula lag fyrir munni sér. Gerið
það, þegar þér eruð úti á göngu.
Meðan þér raulið lagið, andið þér
ósiálfrátt og eðlilega frá yður.
Lungun tæmast sem unnt er, og þér
komizt ekki hjá því að anda djúpt
og vel að yður.
Minnizt þessa: Rétt öndun er ein
af helztu undirstöðum heilbrigð-
innar."
... og er talinn af
Framhald af bls. 15.
fjarlæg rödd, innan um alls-
konar truflanir sem fylgja lang-
línusamtölum: — Julie ... Julie
... Er þetta Julie? Hjálpaðu
mér. Geturðu ekki hjálpað mér..
Svo heyrðist skellur, svo varð
allt hljótt.
Hún greip í borðbrúnina. Átta
ár í bið. Átta ár í von. Og frú
Thorpe hafði dáið, án þess að
vita sannleikann. Frú Thorpe,
eina fórnarlambið sem hafði dá-
ið af sjálfsdáðun, hvers dauði
hafði ekki verið hluti af áætlun-
inni því þeir höfðu ekki ennþá
lagt krumlurnar utan um tuttugu
þúsund dollarana hennar.
En þeir úrvals leikarar. Djöful-
legir úrvalsleikarar.
Hún þrýsti reiðilega á stöðvun-
arhnappinn. Snöktandi ýtti hún
tækinu niður af borðinu. Það féll
með skell í gólfið.
SENDIFER DA
ÞER FAIÐ
EINN — OG HÁLFtN
TRABANT
ffyrir sama verö
og sambærilegan bíi í nsesta
verðflokKí ffyrir offan
kr.
-OOO
Söluumboð _
BfLASALA GUÐMUMOAB
Bergþórugötu 3 — Sími 19032 - 20070
í sama bili heyrði hún fótatak.
Albert Noessler stóð í dyrunum
í Gamla Heidilbergs einkenn-
isfötunum sínum, myndarlegur,
snyrtilegur, með hvern hnapp
hnepptan. Hvert glansandi hár á
sínum stað. Hann brosti við
henni og lyfti augnbrúnunum.
— Einmitt, Madame, sagði
hann.
Fyrst horfði hún á hann, frem-
ur með undrun en hræðslu.
Þetta var ennþá sami Noessler,
fyrirmynd dyravarða með sama
óþvingaða brosið á vörum. En í
hendinni hafði hann skamm-
byssu, sem beint var að kvið
hennar.
— Mér þykir þetta svo leitt,
Madame. Raunverulega leitt.
Hann leit á stólinn og tók eft-
ir leirflekkjunum og reipinu á
stólbakinu. Hann horfði ásakandi
á segulbandstækið á gólfinu. —
Verið svo væn að koma með mér,
Madame. Með lítilsháttar hneig-
ingu steig hann til hliðar til að
hleypa henni framhjá. — Beint
áfram, Madame.
Hún fékk að hlaupa alla leið
til baka, umhverfis afgreiðslu-
borðið og inn á skrifstofuna, þar
sem skrifborðslampinn lýsti. —
Verið svo væn að taka yður stöðu
þarna við gluggann.
Hún stóð við dimman, stóran
útsýnisgluggann. Eitthvað small
fyrir aftan hana. Hún greip and-
ann snöggt á lofti. En svo heyrði
hún að það var ekki öryggið á
skammbyssunni. Noessler hafði
stutt á rafmagnsrofa. Gegnum
gluggann sá hún ljósin kvikna út
með gangstígnum, sem lá niður
að súlnagöngunum, eitt eftir ann-
að, og mynda langa, samhang-
andi Ijóskeðju. Svo slokknuðu
þau aftur.
Nokkrum sekúndum seinna
kveikti hann á mörgum fleiri rof-
um á töflu bak við hurðina. Hann
lyfti skammbyssunni lítið eitt og
sagði: — Aprés vous, Madame.
Afgreiðslusalurinn var baðað-
ur í ljósi, eins og það væri verið
að taka á móti hundruðum gesta.
Pelsum og gimsteinaprýddum.
Svo heyrði hún fótatak á möl-
inni fyrir utan og rétt í sömu
andrá opnaði maður í úlster-
frakka dyrnar. — Frú Thorpe,
má ég kynna herra Stigman.
Rauðhærður, ógeðslegur og
ruddalegur. Red hafði hann kall-
að sig. Hún hafði látið myrkr-
ið og spennínginn slá ryki í augu
sín, ásamt tærandi þrá. Það
rumdi í Stigman; hann brosti
skökku brosi til Julie og þramm-
aði kæruleisislega inn í herberg-
ið. — Hún sneri á mig, sagði
hann reiðilega.
— Henni seinkaði Stigman.
Hún fékk annað um að hugsa.
— Það hefur eitthvað tafið
hana, sagði Stigman hlæjandi.
— Ég verð að gefa þér mín
beztu meðmæli sem snilling í að
fást með reipi, sagði prinsinn frá
Gamla Heidelberg hrokafullur.
— Hvern fjandann meinarðu?
... ég hélt að hann gæti ekki einu
sinni gengið.
— Hann hefur kannske skrið-
ið. Og við vitum nákvæmlega
hvert. Komið. Hann þrýsti á
hnapp og lyftudyrnar opnuðust.
Lyftan stanzaði við hennar
hæð. Julie æpti: — Morðingjar.
Noessler og Stigman hlógu
glaðlega. — Það er enginn hér,
sem getur heyrt til þín, mín kæra
Julie, sagði Stigman. Herbergi
hennar var hinummegin við
hornið og hún tók að tala með
hárri, gjallandi rödd, sagði hvað
sem henni datt í hug, aðallega
til þess að Paul heyrði til henn-
ar og gæti forðað sér, ef hann
hefði ekki alveg tapað meðvitund
— ef hann var ennþá lifandi.
— Þér gerið ykkur mikið ó-
mak. Og þér þarna, þér sem
þóttust vera Red. Þér hafið sann-
arlega lent á rangri hillu. Þetta
var meistaraleg tjáning á hlut-
verki yðar. Þér hefðuð svo sami-
arlega átt að verða leikari.
Stigman rétti dálítið úr sér.
Þótt ótrúlegt mætti virðast, hafði
hún hitt á að örva hégómagirnd
hans. —■ Og hver hefur sagt, að
ég sé það ekki? spurði hann.
— Og þér, herra Noessler æpti
hún. — Jafnvel þótt þér séuð
morðingi, lostafullur morðingi,
þá eruð þér að minnsta kost
fjandanum snjallari.
— Ég þakka yður fyrir, Mad-
ame. En ég er enginn lostafull-
ur morðingi. Það tek ég yður illa
upp, Madame. Það var ekki fall-
ega sagt.
— Hvort sem þér viljið trúa
VIKAN U- tfeL 4Q