Vikan - 18.03.1965, Page 50
Sunnudagsmatur - eða
óhátíðlegur gestamatur
Það má hafa eitthvað annað til hátíðabrigða en steik og grænar baunir. Ef
von er á gestum, sem ekki ætlast til að mikið sé haft við vegna komu þeirra,
er venjuleg heil steik fullhátíðleg, en hvernig lýst ykkur á þennan matseðil?
Jliólltg grœnmdissúpa
350 gr. hvítkál, 2 gulrætur, 1 persiljurót, 50 gr. smjörlíki, 1 tsk. vitamon,
Va tsk. „þriðja kryddið", % dl. rjómi.
Grænmetið rifið á rifjárni og soðið andartak í feitinni, en það má ekki brún-
ast. l>/4 1 vatn sett í pottinn með 1 tsk. vitamon og allt látið sjóða í hálftíma.
Þriðja kryddið sett í og rjóminn. Gott er að setja svolitla púrru í 5 mín. áður
en súpan er borin fram.
ýlalskur k\óirkiiur
Gott nautakjöt í buff er skorið í hæfileg stykki, barið dálítið með kjöt-
hamri og brúnað í smjöri á pönnu, kryddað með salti og pipar. Kjötið tekið
af pönnunni og hvert stykki sett í málmpappír, sem hefur verið smurður vel.
Á hvert stykki er sett þykk ostsneið, ein sneið úr tómat, og smásöxuðum lauk
þlönduðum með svolitlum hvítlauk stráð yfir og síðast rosmarin. Málmpappírn-
um lokað, en ekki látinn þrengja að stykkjunum, og pökkunum raðað í ofn-
skúffu og steikt við jafnan hita, ca. 190 gr., í u.þ.b. 30 mín. Kjötsoð er soðið
á pönnunni, sem kjötið var steikt á, og borið með kjötinu. Hrísgrjón eru laus-
soðin og söxuðum grænum pipar blandað saman við, og papriku stráð yflr, -
en þau eru höfð með kjötréttinum.
Spla-dbœiir
6 dl. vatn, 125 gr. sykur, 6 epli, saft úr tveimur appelsínum, rjómi, litlar
makkarónur.
Sykurlögur er gerður úr vatninu og sykrinum, eplin flysjuð og kjarnhús-
ið tekið úr og síðan soðin í leginum. Veidd upp úr og sett i skál. Saft úr tveim
appelsínum er sett saman við löginn og hann látinn sjóða svolitla stund, en
síðan hellt yfir eplin. Þeyttur rjómi, sem hefur verið blandaður með mörðum,
litlum makkarónum, er settur ofan á.
-----------------------------------------------------)
því eða ekki, hélt Julie skræk-
róma áfram, — hef ég ekki her-
bergislykilinn á mér.
Noessler tók allsherjarlykil
upp úr vasanum og henti hon-
um til Stigman. Höndin, sem
hélt á skammbyssunni, var stöð-
ug. Stigman opnaði dyrnar. —
— Haltu í hana, sagði Noessler.
Stigman lagði handlegginn ut-
an um hana. Hún fann gróft efn-
ið í frakkanum hans við kinn
sína. Og þessa ófreskju hafði hún
kysst!
Með skammbyssuna á undan
gQ VIKAN 11. tbl.
sér steig Noessler inn í herberg-
ið. Hún hörfaði skelfd til baka
og beið, en það heyrðust engin
skot, aðeins rödd Noessler: —
Vertu svo vænn að koma með
hana hingað, Stigman.
Stigman hrinti henni inn í her-
bergið og skellti hurðinni á eftir
sér. Með hrukkað enni kom
Noessler út úr baðherberginu.
Hún litaðist um í herberginu
og rak upp skrækan taugaæs-
ingshlátur. Poul var horfinn. Það
var leir og blóð á teppinu, blóð
á handklæðinu, sem Noessler
hélt á í hendinni. En enginn
Poul.
Noessler settist á rúmbríkina.
Hennar óuppbúna rúm. — Hann
getur ekki verið langt undan,
sagði Stigman. Ég tek ábyrgð á
því, að hann getur ekki verið
kominn langt.
—Við gefum djöfulinn í hann
í bili. En nú, Mademe. Kannske
þér vilduð vera svo vingjarnleg
að segja okkur hvar tuttugu þús-
und dollararnir eru, þessir tutt-
ugu þúsund dollarar, sem þér ætl-
uðuð að skulda dánarbúi Cecelie
Thorpe?
— Ég hef þá ekki, sagði Julie
snöggt.
Hún var að falla saman, en nú
fann hún styrk reiði og þver-
móðsku, í vitstola skeytingar-
leysi um eigið líf.
— Peningana, frú Thorpe. Hvar
eru þeir? Skammbyssan og gull-
bryddingarnar á einkennisbún-
ingnum - þetta hræðilega,
dökka andlit. Breytingin hafði
komið of snöggt til þess að hún
gæti skilið hana.
—- Ég hef þá ekki. Jú, þeir eru
niððri í Luzern. Nei, ég fékk þá
aldrei. Þeir komu aldrei fram.
Frú Thorpe losaði sig við þá —
hún eyddi þeim í gosdrykki. Þeir
eru hér inni í þessu herbergi.
Stigman gekk frá henni. Hann
opnaði dyrnar og gægðist fram
í myrkrið. Hann kreppti feitar
krumlurnar.
— Ég sver að þeir eru hérna
í herberginu, æpti Julie. — Þeir
eru undir rúmdýnunni. Lyftið
rúmdýnunni, báðir tveir þið
sitjið á þeim. Ef þeir væru orm
ar mundu þeir éta ykkur.
Stigman hló. Julie leit snöggt
á töskuna, sem hékk á skáphand-
fanginu.
— Eigum við að gefa henni
einn umgang, undirforingi?
spurði Stigman.
— Reynum fyrst ályktunar-
hæfileika okkar.
— Nicht, sagði Noessler.
— Jawohl, nicht, sagði Julie.
— Af hverju ekki, nicht?
— Seinni partinn í dag var hún
eitthvað að slultra í þokunni uppi
við kastalann, sagði Stigman. —
Var það ekki?
— Þeir eru ekki uppi við kast-
alann, Nein, greip Julie fram í
fyrir honum. — En þér eruð að
verða heitur. Staðreyndin er sú,
herra Noessler, að þér gætuð
ekki verið heitari en einmitt
núna. Eins og ég var að segja.
Þið sitjið á þeim.
Noessler þreif illskulega sæng-
urfötin og römdýnuna og henti
hvoru tveggja á gólfið.
— Þú ert afskaplega fyndin,
ljúfan, sagði Stigman.
— Þér virðist ekki vera yður
þess fylliega meðvitandi í hvaða
hættu þér eruð stödd, sagði
herra Noessler.
Hún fór að titra. — Eftir allt
það sem þig hafið látið mig þola!
Hún fékk reiðitár í augun. —
Hvað hef ég nú að óttast? Það
er ekkert frekar, sem þið getið
gert mér! Þið eruð ómannlegir.
Noessler yggldi sig á hana og
byrjaði síðan að rannsaka her-
bergið lið fyrir lið. Hann opnaði
allar skúffur, reif sængurfötin
úr verunum, leitaði inni í skápn-
um. Hann sleit töskuna niður af
skáphandfanginu, leit niður í
hana og henti henni svo í gólf-
ið.
—• Þeir eru hér ekki, foringi,
sagði Stigman. — Hún sagðist
ætla að hitta mig með peningana
eftir ámástund. Ef hún hefði haft
þá hér, hefði hún komið undir
eins. Hún vissi að mér lá mikið
á. Hún ætlaði ekki að tefla á
neina hættu. Hún trúði hverju
einasta orði sem ég sagði, for-
ingi.
Allt í einu hentist Stigman
fram á ganginn. Nokkrum sek-
úndum síðar var hann kominn
aftur. Hann hristi höfuðið. —-
Mér heyrðist ég heyra eitthvað.
— Taktu þessa. Noessler kast-
aði skammbyssunni til hans. —
Reyndu að finna þennan Duquet.
Sjáðu um hann. ... og.... þeg-
ar þú hefur lokið því af, komdu
þá aftur með skammbyssuna.
Hann leit á Julie. — Uppi við
kastalann, Madame?
— Þeir eru hér í herberginu.
Það eina sem þið þurfið að gera,
er að leita almennilega. Ég skal
segja ykkur, þegar þið eruð heit-
ir.
Hann sló hana í andlitið og
augu hans skutu gneistum. —•
Verdammte Frau! Það er hægt
að deyða á mismunandi hátt, það
hljótið þér að skilja. Þaulhugs-
aðan hátt. . . . Hann greip um
úlnlið hennar og setti handlegg-
inn aftur fyrir bak hennar. —
Þvingið mig ekki til að brjóta
af yður handlegginn — þennan
fallega handlegg!
Julie æpti af þjáningu. — Allt
í lagi! Ég skal segja yður hvar
þeir eru. Sleppið mér þá! Hann
sleppti henni. Snöktandi lét hún
fallast niður á rúmstæðið.
— Uppi við kastalann.... ég
faldi þá undir steini.
Framhald í næsta blaði.