Vikan

Útgáva

Vikan - 25.03.1965, Síða 19

Vikan - 25.03.1965, Síða 19
ur ársins, hvar sem maður býr í heiminum. Sá fyrsti, sem hlaut þennan heiður, var Charles Lind- bergh, þegar hann hafði flogið yf- ir Atlantshafið. Árið 1963 varð negri fyrir valinu í fyrsta sinn, Martin Luther King. Þrisvar sinnum var Franklin D. Roosevelt valinn, sem er met. Churchill var tvisvar valinn, sömuleiðis Trumann, Eisen- hower, George Marshall og Stalin. Jafnvel tveim konum hefur hlotnazt þessi heiður, hertogaynjunni af Windsor þá kölluð frú Wallis Simp- son, og Elizabeth drottningu — ef maður reiknar ekki með árið 1937, en þá voru það hiónin Chiang Kai- shek og frú á forsíðunni. Jafnvel Adolf Hitler komst á for- síðuna árið 1938, vegna þess að í reglunum segir skýrt og greini- lega: „Viðkomandi þarf að vera áhrifamesta persóna í fréttum árs- ins — til góðs eða ills. (En þegar Stalin var á forsíðunni 1942, var það ekki „til hins verra". Banda- rískar skipalestir streymdu þá tii Rússlands með hergögn). Árið 1950 valdi TIME nokkurskonar fyrirmynd á forsíðuna — Bandaríski Kóreu- hermaðurinn — og 1956 var það hin óþekkta ungverska frelsishetja. 1960 var forsíða TIME skrýdd fimmtán andlitsmyndum í frímerkia- stærð af bandarískum vísindamönn- um — einasta hópmyndin í þeim hópi. ur ársins h|á Time i sér allt öðruvísi en húsöndin, þeg- ar tilhugalifiS er í algleymingi. Sannleikurinn er sá, að kven- fuglinn er „útbúinn" sérstökum móttökutækjum, sem aðeins tekur á móti ákveðnum hreyfingum. Þessar hreyfingar verður steggur- inn að framkvæma, ef hann á að vonast eftir árangri. Ef þær eru ekki gerðar á réttan hátt og í réttri röð, þá hefur öndin jafn mik- inn áhuga fyrir honum og venju- legum ánamaðki. Þessvegna er það að stokkandar- steggir haga sér svona einkenni- lega á vissum árstímaum. Hús- andarsteggir gera öðruvísi, sef- andarsteggir gera öðruvísi, o. s. frv. En svona til frekari skýringar: Myndirnar sýna hvernig stokk- öndin — sem er algeng á Reykja- víkurtjörn — fer að þessu. Fyrst er bara venjuleg mynd, sem sýnir önd og stegg, þegar þau fyrst hitt- ast. Ekkert meira um það. Næsta mynd sýnir þann óhjá- kvæmilega atburð, þegar sá þriðji kemur í spilið, og vill ekki be- kjenna þann, sem fyrir er. öndin er trú og trygg sinum maka, og gefur það i skyn, að hún sé engin „allsherjarskvísa" með því að beygja höfuðið aftur með búknum og bíta í axlarfjaðrirnar. Það þýð- ir: Þið skulið berjast um mig! Svo, þegar ákveðið er hver skuli hljóta heiðurinn — og ánægj- una — þá byrjar ballið. Nú verður steggurinn að bera fram bónorðið. Það gerir hann með því að kasta höfðinu afturábak, og gefa frá sér ákveðin og há hljóð á meðan. Svona nokkrum sinnum inn á milli, lyftir hann vængnum og bendir með nefinu á Ijósbláa flekkinn á vængnum. Hann stingur nefinu síðan niður í vatnið og sparkar upp ósköpum af vatni. Það er alveg nákvæmlega sama hve fagrir eða liprir biðlar koma til andarinnar, —ef þeir eru ekki af réttum stofni, og gera ekki réttar hreyfingar, þá æsist hún ekki upp — hefur engan áhuga. Þetta er aðferð náttúrunnar til að halda stofninum hreinum. 27 milljónir sáu heims- sýninguna í sumar Robert Moss, framkvæmda- stjóri heimssýningarinnar, á- ætlaði að 40 milljónir manna mundu koma á sýninguna sl. sumar, en raunin varS sú, aS „aSeins“ 27 milljónir komu. Þar af er talsverSur fjöldi, sem af einhverjum ástæSum fær fritt inn. Heimssýningin sem fyrir- tæki gekk samt skinandi vel og Moss hefur fullar hendur fjár eftir sumariS. Aftur á móti fóru sumir á hausinn meS sinar sýn- ingar og meira að segja eftir ó- trúlega skamman tíma. Öll þjón- usta, sem sýningaraSilar fengu frá bandarískum iSnaSarmönn- um þótti óheyrilega dýr. Indó- nesía til dæmis varS aS borga pípulagningamanni jafn mikið á tímann og einn slíkur hefur á einni viku í Indónesíu og kaup- iS var reiknaS frá þeim tíma, sem hringt var til aS panta hann. Þeir aSilar sem sýna einhvers- konar tæknileg undur og fram- tíSarspádóma, hafa gert þaS bezt og dregið flesta sýningar- gesti til sín. General Motors á alltaf metiS hvar sem er og einn- ig hér. Samtals lögSu 16 milljón- ir leið sína i sýningarhöll GM. Fjórtán milljónir komu á sýn- ingar Ford og General Electric, en samt voru þau fyrirtæki ekki í öSru sæti, heldur kaþólska kirkjan og þykir mörgum at- hyglisvert. Þar mun það einkum vera hin fræga höggmynd Mich- elangelos, Pietá, sem hefur liaft aSdráttarafl. Sú mynd sýnir eins og kunnugt er Jesús látinn i örmum Maríu. Miklar varúSar- ráSstafanir hafa veriS gerðar vegna þess aS myndin er geymd á sínum staS í skálanum i vetur og því var algerlega liafnað að Metropolitan Museum of Art fengi hana til umráSa i vetur. í staðinn var myndin dúðuð með sérstöku efni og smiðaður yfir hana stálkassi, sem setur i gang háværar sirenur, ef einhver kemur við hann. Auk þess er i honum termostat, sem heldur stöðugum 18 stiga hita á mynd- inni. Salurinn er læstur með þremur lásum og enginn getur fiktað við þá lása án þess að sírenur fari i gang. Til þess að allt sé pottþétt i eftirlætislandi ítalskra gangstera, liefur páfinn auk þess vopnaða menn á verði utan dyra allan sólarhringinn. Ilann þekkir sina menn. Sérstakt svæði <var helgað skemmtunum og skemmtikröft- um og má segja, að það hafi farið hraksmánarlega og misheppnazt gersamlega. ÁstæSan er auðsæ öllum sem þangað komu. Fólk liafði svo margt að skoða á sjálfri heimssýningunni, að skemmti- atriði voru óþörf til að bæta hitt upp. Sjálf sýningip, skálar þjóð- anna, mannhafið og hin tækni- legu undur liöfðu svo mikið að- dráttarafl fyrir flest fólk, að það nennti' ekki að verja ein- hverju af takmörkuðum tima sin- um til þess að horfa á allskonar „slio\v“. America be seated, í- burðarmikil sýning undir stjórn Mike Todd jr. lokaði eftir þrjár sýningar. Yfirlitssýning á Broad- waystykkjum var sýnt 234 sinn- um fyrir hálftómu húsi og for- rikur sirkuseigandi frá Texas fór á hausinn með allt saman. Þannig fór líka með skauta- sýningu Dick Buttons, Ice-Trava- ganza. Þetta sýnist hafa verið vanhugsað frá upphafi. Það er ótrúlegt að nokkur maður fari aS eyða tíma á þessháttar sýn- ingum, sem allstaðar er hægt að sjá. Eftir vetrardvalann opnar lieimssýningin að nýju 22. april í vor. VIKAN 12. tbl. J

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.