Vikan - 25.03.1965, Page 36
GfiBAR
FERMINGARGJAFIR
FR'A KQDAK
KODAK VECTA
myndavél í gjafakassa, með tösku
og tveim filmum, KR. 367,—
j i:E"J ^
1 * :T.
«
■ . ' ' ; '* /•
17^71 mmm — —pli;^
KODAK
INSTAMATIC 100
með innbyggðum flashlampa, er alveg sjálfvirk
1 gjafakassa með filmu,
4 flashperum og batteríum, KR. 983,—
Án gjafakassa, KR. 864,—
KODAK
BROWNIE 44A
ódýr en góð vél. í tösku, KR. 436,-
Flashlampi KR. 193,-
Það eru til 4 mismunandi filmur í
KODAK INSTAMATIC :
VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt,
KODACHROME-X fyrir lit-skuggamyndir og
KODACOLOR-X fyrir litmyndir. —
Myndastærðin er 9x9 sm.
Filmumar em í ljósþéttum KODAK-hylkjum
sem sett eru í vélina á augnabliki, engin
þræðing, og vélin er tilbúin til myndatöku.
mm [FiTiisiiiM
SíMi 2 0313 BANKASTRÍETI 4
mömmu hvað hún ætlaði að vera
lengi róðskona þarna. Hún sagð-
ist ekki vera nein ráðskona; þau
Ragnar ætluðu að fara að gifta
sig. Hann má aldrei vera að svo-
leiðis löguðu, sagði Rúnar og ég
heyrði að hann hló ótugtarlega.
„Það er auðvitað ágætt fyrir hann
að hafa ráðskonu sem er svona
indæl eins og þú ert". Mamma
sagði eitthvað, sem ég heyrði ekki,
en svo kom hún fram til mín og
sagðist ætla að nota tækifærið og
fara í bæinn með Rúnari.
Mig langaði að leggjast í gólf-
ið og skæla hátt og segja að hún
færi ekkert eins og ég hafði séð
margar stelpur gera, þegar mömm-
ur þeirra ætluðu að fara eitthvað,
en ég var viss um, að það þýddi
ekki neitt. Þar að auki var mamma
vön að segja, að ég væri dugleg
stelpa og ég kærði mig ekki um,
að hún missti það álit á mér.
Þegar bíllinn var horfinn bak við
hæðina sem fyrstu snjóél vetrarins
höfðu lagzt yfir ákvað ég að taka
til minna ráða. Mamma yrði hrædd,
ef við Brói týndumst og þá færi
Ragnar að leita að okkur og hann
myndi fyrst fara til mömmu til að
athuga hvort við værum þar.
Eg sagði honum, að mamma
hefði farið i bæinn þegar hann
kom heim, en ekki með hverjum
hún hafði farið.
Morguninn eftir var ég snemma
á fótum og klæddi Bróa í fallegu
útifötin sín. Ragnar var það langt
burt frá bænum að ég vissi að hann
sæi ekki þótt ég færi með bílnum
sem kom klukkan 9.
Brói var himinlifandi yfir ferða-
laginu og hló og skemmti sér hið
bezta. Það voru allar konur svo
hrifnar af honum, að ég var í vand-
ræðum með hann í bílnum því hann
kunni því vel þegar þær voru að
kjá framan ! hann.
Eg var ákveðin í hvert halda
skyldi, þegar í bæinn kom. Eg fór
beint útá Nes til afa. Mér fannst
ég geta dregið andann léttar þrátt
fyrir allt þegar ég var komin (
þetta gamalkunna umhverfi og kof-
inn hans afa hafði alltaf verið eft-
irsóknarverður í mínum augum fyr-
ir margra hluta sakir.
Brói var þungur í vöfum og mig
logverkjaði í handleggina af að
tosast með hann, þó ég væri vön
því og þó hann væri farinn að
ganga sjálfur. Ég var feginn að
kofadyrnar opnuðust og afi birtist
í dyrunum.
„Ja ég er nú svo aldeilis hissa",
sagði hann þegar hann sá okkur,
„eruð þið komin þarna". Við fylgd-
um honum eftir inn í herbergið,
sem var í senn svefnherbsrgi og
eldhús og afi spurði hversvegna
við værum ein. Hann skaraði í eld-
inn og bætti kolum á hann og það
var notalegur ylur í herberginu. Ég
hafði alls ekki ætlað að segja neitt
en núna fannst mér einmitt að afi
væri eini maðurinn, sem hlyti að
skilja þetta allt og geta fundið
einhverja lausn á málunum. Hann
sótti apelsínusafa handa okkur Bróa
og ég sá að hann velti þessu fyr-
ir sér, sem ég hafði verið að segja
honum og nú leið mér eitthvað svo
miklu betur. Afi var svo gamall
og vitur hann hlaut að þekkja ein-
hver ráð.
„O jæja", sagði afi, "ég verð að
hringja í manninn og láta vita hvar
þið eruð". Hann fór út og kom eft-
ir litla stund aftur og sagði að eng-
inn hefði svarað í símann heima
hjá Ragnari. „Mamma þín kemur
hingað", sagði hann rólegur,- hún
veit að þið hafið ekkert farið ann-
að.
Dagurinn leið að kvöldi . . . Brói
lék sér að spýtukubbunum, sem afi
var búinn að saga í eldinn og ég
var farin að vera óróleg yfir þessu
uppátæki minu. Þá var það að
dyrnar voru skynilega opnaðar og
mamma kom inn. Hún var föl og
virtist hafa gleymt að greiða sér,
því hár hennar var úfið.
„Eruð þið þarna krakkaskamm-
irnar ykkar," sagði hún og tók Bróa
og þrýsti honum svo fast að sér,
að hann kveinkaði sér. Ragnar
birtist nú í dyrunum líka og hann
virtist feginn að sjá okkur.
Við vorum á heimleið. Öll, í bíln-
um hans Ragnars eins og í fyrsta
skiptið, sem við fórum þessa leið.
Mamma hélt á Bróa, sem svaf í
fangi hennar og ég horfði út um
gluggann, þar sem ég hímdi ein
í aftursætinu. Það var farið að snjóa
og símastaurarnir meðfram vegin-
um virtust koma þjótandi einn og
einn í senn utan úr myrkrinu á
móti bílljósunum. Mamma var eitt-
hvað að segja Ragnari; ég heyrði
það óljóst þar sem ég var farin
að dotta.
„Þú varst hættur að tala við
mig", sagði hún „og Rúnar vildi
giftast mér. Það var ekki fyrr en
í dag, sem hann sagði að hann
þyldi ekki krakka".
„Nú", sagði Ragnar, „og neyð-
arúrræðið var ég eins og fyrridag-
inn". Mamma hló, „ég hef eytt
þessum dögum í búðarráp, sem ég
hef verið í bænum, og ég væri gift
fyrir löngu ef ég hefði getað hugs-
að mér svona sportmodel fyrir eig-
inmann". Það var það siðasta sem
ég heyrði áður enn ég sofnaði, að
Ragnar var að lofa því að fara
sjálfur, með mömmu þegar hana
gg VIKAN 12. tbl.