Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.03.1965, Side 41

Vikan - 25.03.1965, Side 41
á þann syðri), hreystilegar fjall- göngur (Hilary og Tensing komust upp á Everest), framfarir til dægra- styttingar (kvikmyndir með tali, sjónvarp), morð á frægum mönnum (til dæmis á Frans Ferdínand erki- hertoga í Saraévó 1914 og John F. Kennedy í Dallas 1963), stórskaða af völdum náttúruhamfara (jarð- skjálftann í San Francisco og Al- aska). Fræg ástarævintýri hafa gerzt (Játvarður konungur áttundi og frú Wallis Simpson) og engu ófrægari hneykslismál verið á döfinni (Drey- fusmálin í Frakklandi), svo og fræg morð (á Raspútín, Landrumorðin, Leopold-Loebmálið). Við höfum orðið vitni að meira en lítið hæpn- um ,,þjóðfélagslegum tilraunum" (áfengisbönn), sóðalegri misbeit- ingu laga og réttar, nokkurskonar nýtízku galdaofsóknum (yfirheyrsl- ur McCarthys) og félagslegum um- bótum eins og réttarbótum Þjóðfylk- ingarstjórnarinnar I Frakklandi og lögleiðslu almannatrygginga í Bret- landi og á Norðurlöndum. Af fleiri merkilegum viðburðum — og í röð hinna óskemmtilegri — má nefna verðbréfahrunið í Wall Street 1929, bjórkjallarauppþotið í Munchen, skiptingu Þýzkalands í tvö ríki, Súesstríðið og Svínaflóainnrásina á Kúbu. Tvennt eða þrennt má nefna, sem framar öllu öðru gerði öldina okkar nákvæmlega að því sem hún er. Þar á meðal eru hinir glæsilegu sigrar vísindanna og hin hrikalegu umbrot heimsstyrjaldanna tveggja. Niðurlag greinarinnar verður í næsta blaði. Viðtal við Sigríði frá Vík Framhald af bls. 15. tíma mælikvarða, meira að segja bækur á dönsku. — Og skólagangan? — Og það gat nú varla heitið að það væri nein skólaganga, það voru þetta þrír mánuðir í far- skóla, en svo var ég hálfan vetur hjá prestsmaddömunni til að læra til munns og handa eins og það hét í þá daga. — Og svo fullorðinsárin? — Já, ég var ekki nerpa átján ára þegar ég giftist fyrri mannin- um mínum sáluga, og við unnum hjá öðrum hérna fyrir sunnan þangað til hann dó úr spönsku veikinni þegar börnin okkar voru orðin þrjú. — Og þá hefur þetta verið erf- itt hjá þér? — Ojæja, læt ég það svosem vera. Ég fór í fiskvinnu, það var mest upp úr því að hafa, og elzta telpan var svo skynug að hún gat fljótt farið að hjálpa mér eitt og annað þótt hún gæti ekki séð al- veg um systkini sín, skinnið. En svo var ég svo heppin að eignast indælis mann aftur og við áttum saman átta börn. — Svo þú hefur átt 11 alls? — Já, og þau eru öll sprelllif- andi, guði sé lof. En seinni mann- inn minn sáluga missti ég núna fyrir sex árum, og þá tók yngsti drengurinn minn við þessu næst- um öllu. Hann er núna hérumbil tuttugu og fimm ára og það eru þrjú ömmubörn heima í Vík. — Svo þú hefur orðið náðuga daga núna, þegar hann er tekinn við? — Já, blessaður vertu, þetta er ekkert að gera. Maður svona skreppur þetta í húsin og reynir svo að hafa ofan af fyrir krökk- unum. Það var nú þess vegna, sem ég fór að bera mig að pára þetta. Svona til að hafa eitthvað að gera. Og mig hefur alltaf lang- að að reyna það. — Þú hefur náttúrlega fyrir- myndir af sögupersónunum? -—- Það held ég ekki. Það er þá minnsta kosti alveg óviljandi. -—■ Þú skrifar það sem kalla mætti „hið lifandi tungutak al- þýðunnar." — Er það? Mikið væri það gaman! Ég hélt ég skrifaði bara svona eins og talað er! — Þú hefur lesið mikið, Sigríð- ur. Hverjir eru uppáhaldsrithöf- undarnir þínir? — Og blessaður vertu, það eru aðallega hún Guðrún frá Lundi, nú og svo Hugrún, Þórunn Elfa, Ingibjörg Sigurðardóttir og líka svolítið nafna hennar Jónsdóttir og hún Jóhanna Kristjónsdóttir, þó þær séu kannski ívið nýmóð- ins fyrir mig. Og svo hef ég alltaf haft gaman af Kapítólu og Nýjar kvöldvökur er ég búin að marg- lesa, bæði hátt og í hljóði! — Og nú heldurðu náttúrlega áfram að skrifa? — Ég ætla fyrst að heyra svona ofan í fólk hvernig því líkar við „Hvin í stráum.“ Eftir syndafallið Framliald af bls. 23. gifzt 15 ára gömul, en eiginmað- urinn stakk af nokkrum árum síðar. Eftir það yljuðu henni margir karmenn um nætur, þar á meðal einn, sem bar nafnið Ed- ward Mortenson. Þegar hann komst að því að rekkjunautur hans var með barni, flýtti hann sér að hverfa fyrir horn og sást ekki á því heimili síðan. Barnið var skírt Norma Jeane Moi’tenson til að byrja með. Því nafni var síðar breytt í Marilyn Monroe. Norma Jeane ólst upp hingað og þangað, hjá móður sinni milli geðveikikastanna, hjá kunningja- fólki eða á barnaheimili, og komst fljótt í kynni við „lífið“. Hún var ekki nema 7 eða 8 ára, þegar fullorðinn maður tældi hana til lags við sig og gaf henni nokkra aura „til að þegja“. Sext- KÆLISKÁPAR og ÞVOTTAVÉLAR AANONSEN v_____________J FRYSTISKÁPAR ELDAVÉLASETT, ELDAVÉLAR OG ELDHÚSVIFTUR i SIEMENS GLUGGAVIFTUR Góöir greiðsluskilmálar Allt heimsþekkt vörumerki

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.