Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU CORTINA CORTINA er nú enri full- komnari en áöur vegna ýmissa fæknilegra breyt- inga ásamt útlitsbreyt- ingum. Nýtt stýrí, nýtt mælaborð, nýtt loftraestíkerfi, ný kaelihlíf, þaegílegri saeti, breyttír aöalljósa- og stefnuljósarofar, díska- hemlar að framan, sem auka enn þaegíndí og allt öryggí. CORTINA var valínn bíll ársins ’64 af svissneska tímarítinu Auto-Unívers- um fyrír „framúrskar- andi eiginleika og öryggi í aksturskeppnum um heím allan** enda sigur- vegari í á þriðja hundrað slíkum keppnum. Val um gírskiplingu í gólfl eða slýri, sjálfskipfíngu, heilt framsæli eða stðla, tveggja eða f jögurra dyra ásamt station. Loftræstikerfið „Aeroflow" heldur ætíð hreinu lofti í bíln- um þött gluggar séu lokaðir. Þér ákveðið loffræstinguna með einfalclrí stillingu. KH. KRISTJÁNSSDN H.F. UMBDDIR SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMt 3 53 00 Uppeldið í skólunum. Iíunnur útvarpsfyrirlesari gerði nýlega að umtalsefni þá stað- reynd, að flestir skólar á íslandi eru einungis kennslutæki, en því veigainikla verkefni að ala upp unglingana, virðist ekki vera sinnt. Árangurinn af þessari stefnu er allsstaðar sýnilegur ' hverjum þeim sem ekki lokar augum og eyrum: Umgengnis- menning okkar er á lágu stigi, unglingar kunna ekki nærri al- mennt sjálfsagða mannasiði. Sjálfur var ég eitt sinn í þekktum liéraðsskóla og þar stóð uppeldið ekki einu sinni á núlli; það var stórlega nega- tívt. Nemendurnir ruddust eins og skepnur inn i matsalinn og þegar sezt var að borðum með almennum gauragangi, þá var það sport að kasta mat i náungann og stundum voru kar- töflur upp um alla veggi og á skólaspjöldunum, sem þar áttu að vera til prýðis. Það var mjög lítið reynt að hafa hemil á þessu og annað var eftir því; nemend- ur mættu i kennslustundir á vað- stígvélum og gallabuxum og drabbaraskaiiurinn var allsráð- andi. Nú er mér sagt, að þetta sé að vísu gerbreytt í þessum skóla. Enda er það svo, að skóla- stjórum heimavistarskólanna er alveg sérstakur vandi á höndum og uppeldisstarfið þar er enn Þýðingarmeira en í þeim skóluin, þar sem heimilin taka við nem- endunum að kennsludegi lokn- um. f borgfirzkum heimavistar- skóla, sem raunar er hægt að kalla menntastofnun, er ein- ungis borðað við lítil borð; þar sitja tveir piltar og tvær stúlk- ur saman við borð. Eftir þvi sem ég bezt veit, þá verða piltar að mæta í jakkafötum í kennslu- stundir og borðsal i þeim skóla og stúlkum leyfist ekki að mæta i síðbuxum. Það er alveg sérstaklega áríð- andi að skólarnir ræki uppeldis- , hlutverkið þar sem hollum upp- eldisáhrifum er þvi miður tals- vert ábótavant á heimilum. Við getum heldur ekki treyst þvi, " sem þar fer fram, en með því að hafa uppeldi sem liluta af skólastarfinu, þá höfum við tryggingu fyrir því, að einstak- lingarnir fari ekki á mis við holl uppeldisáhrif. Það er áreiðan- lega óhætt að leggja talsverða álierzlu á þetta í okkar skóla- starfi, þvi það hefur ugglaust ekki minni þýðingu fyrir hvern einstakling að kunna framhæri- lcga mannasiði heldur en ýmsar þær námsgreinar, sem nú þykja sjálfsagðar. GS. 2 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.