Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 21
Tveir tilvonandi byggingameistarar leggja saman snilligáfurnar til að byggja turn. £ Þennan leik kalla fóstrurnar stundum „drusluleik“. En hann er fólginn í því að börnin fá að fara í einhver gömul og aflóga föt, til að þykjast vera fullorðið fólk. Og það mun vera mjög vinsælt. ■O : 'n '' í ' ' \ alltaf góðar fóstrur — bæði á barnaheimili Sumargjafar og raunar út ufn allt land, því slík heimili eru nú í öllum stærstu kaupstöSunum.“ „Hva'ða kaup fá fóstrur á slíkum heimilum i dag?“ „Almennar fóstrur eru í 11. launaflokki og fá nú tæpar átta þúsund i byrjunarlaun, en rúm 9 þúsund eftir 15 ára starf. Deildarfóstrur fá nú rúm átta þúsund í byrjunarlaun og tæp 10 eftir 15 ára starf. Deildar- fóstrur á vöggustofum fá hærra kaup, eru í 13. launaflokki og fá þar nú um átta þúsund og fimm hundruð og rúm 10 þús. cftir 15 ár.“ „Þetta cr mikið starf, að \cra skólastjóri Fóstruskólans og bera ábyrgð á öllu þessu uppeldi — jafnframt því að vera háskóla- rektorsfrú og fimm barna móð- ir — er það ekki?“ „Það er vissulega ærið starf að vera móðir fimm barna. Ég verð líka auðvitað að sinna mín- um störfum sem húsmóðir á rektorsheimili, sem oft getur verið annasamt. Það er líka langt siðan ég ætlaði mér að hætta að vinna við skólann en einhvern veginn hefur það aldr- ei orðið af því. Það er svo mik- ill munur að vinna starf sem maður hefur óskiptan áhuga á, og það er ótrúlegt hvernig mað- ur getur fundið tíma til þess. Skólastjórastarfið er erilsamt og sívaxandi. Sjálf kennslan i sálar- og uppeldisfræðum er mér afar hugleikin. Mér hefur alltaf þótt gaman að kenna. En það væri óheiðarlegt og óskynsam- legt að segja að það væri alltaf auðvelt að sameina þessi þrenns- konar störf mín. Þó tel ég það gæfu fyrir mig persónulega að hafa fengið tækifæri til að halda áfram að starfa að hugðarefnum mínum utan heimilisins. „Þetta hlýtur að vera ákaflega skemmtilegt starf og árangurs- ríkt. Þér minntust á það áðan, frú Valborg, að námið hér komi fóstrunum i góðar þarfir, þegar þær verða sjálfar mæður. Væri ekki mögulegt að benda á nokk- ur atriði, sem öllum mæðrum kæmu til góðs.... segja okkur eitthvað um uppeldismál og með- ferð barna, í sem stytztu máli, sem allar mæður gætu lært nokk- uð af....?“ „Það er ekki hægt að segja Uti á lcikvellinum á bak við nýjasta barnalieimilið við Grænuhlíð, er margt leiktækja, og þar á ineðal þessi for- láta tréhestur, sem ber börnin livert sem þau hugsa sér. ”0 mikið af sliku í stuttu máli. Þó mætti kannske gefa nokkur heil- ræði, sem er hluti af þvi sem fóstrurnar okkar læra i með- ferð barna. Hér eru t. d. saman- teknar nokkrar reglur um hræðslu barna, sem e. t. v. gætu komið einhverjum að gagni. „Hræddur er ég um, frú Val- borg, að þessar reglur séu oft brotnar, ekki sízt i sambandi við striðni eða að fólk freistist til að hræða börn til hlýðni.“ „Já, ég veit áð það er þvi miður allt of algengt, en það getur haft djúp sálræn áhrif á barnssálina, og er aldrei of hart að kveðið við foreldra að forðast slikt. Hér lief ég nokkrar leið- beiningar við þrjózku barna, sem fólk er mjög oft i erfið- leikum með að yfirvinna....“ „Hvað viljið þér annars segja mér um önnur námsefni skól- ans. Ég sé hér í leiðbeiningum uin skólann, að ein námsgreinin kallast rhytmik. Hvað er það, ‘ og livaða tilgangi þjónar það i uppeldi barna?“ „Sem svar við þessu er kann- ske bezt að sýna yður stutta greinargerð um þetta, sem frú Sigriður Valgeirsdóttir hefur tekið saman. „Hvað viljið þér segja mér um barnabókmenntir i sambandi við skólanám fóstranna?“ „Nemendum eru kynntar all- ar barnabækur á islenzku, sem Framhald á bls. 47. VIKAN 19. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.