Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 16
Nemendur í Fóstruskólanum fá m. a. það verkefni að búa til barnasögur handa yngstu börnunum, og myndskreyta þær. VIKAN birtir hér eina slíka. Sagan er í bókarformi og myndirnar mjög haganlega hmdar saman úr taubútum, sem klippt- ir eru út. Myndirnar eru mjög litríkar og skrautlegar í bókinni, en því miður njóta þær sín ekki sem skyldi hér, vegna ýmissa erfiðleika á eftirprentun. Myndirnar gefa þó nökkra hugmynd um viðfangsefnið. 1. Lollípopp var lítil stúlka. Hún var 4 ára. Hún var freknótt með tvær rauðar fléttur. Á hverjum degi fór hún í leikskólann með mömmu sinni. 2. Á hverjum morgni, þegar Lollípopp kom í leikskólann, tók Silla fóstra á móti henni og bauð henni brosandi góðan daginn og tók við nestistöskunni. 3. Lollípopp hleypur síðan út á leikvöll og fer í róluna, sem er á milli sand- kassans og vegasaltsins. 4. Rétt á eftir kemur Silla fóstra út og kallar: „Krakkar, nú skulum við fara í gönguferð". Fagnaðarlætin kveða við úr öllum áttum og hópurinn heldur af stað. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.